Enski boltinn

Grealish valinn leik­maður mánaðarins í fyrsta sinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þrátt fyrir að hafa aðeins verið hjá Everton í nokkrar vikur hafa stuðningsmenn liðsins tekið ástfóstri við Jack Grealish.
Þrátt fyrir að hafa aðeins verið hjá Everton í nokkrar vikur hafa stuðningsmenn liðsins tekið ástfóstri við Jack Grealish. getty/Dan Istitene

Jack Grealish hefur farið vel af stað með Everton og var útnefndur leikmaður ágúst-mánaðar í ensku úrvalsdeildinni.

Everton fékk Grealish á láni frá Manchester City út tímabilið. Hann kom inn á sem varamaður í fyrsta leik Everton í ensku úrvalsdeildinni en hefur byrjað síðustu tvo leiki og lagt upp tvö mörk í þeim báðum. Enginn leikmaður hefur gefið fleiri stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni það sem af er tímabili.

Þetta er í fyrsta sinn sem Grealish er valinn leikmaður mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni. Hann er jafnframt fyrsti leikmaður Everton sem hlýtur þessa nafnbót síðan Dominic Calvert-Lewin var valinn leikmaður september-mánaðar 2020.

Grealish skoraði aðeins eitt mark og gaf eina stoðsendingu í 33 deildarleikjum á síðasta tímabili og átti ekki fast sæti í byrjunarliði City. Manchester-liðið keypti hann frá Aston Villa fyrir hundrað milljónir punda 2021.

Grealish, sem varð þrítugur á miðvikudaginn, hefur alls leikið 193 leiki í ensku úrvalsdeildinni, skorað 27 mörk og gefið 32 stoðendingar.

Everton tapaði fyrir Leeds United, 1-0, í fyrsta leik sínum í ensku úrvalsdeildinni en hefur síðan unnið tvo leiki í röð, gegn Brighton og Wolves.

Everton tekur á móti Aston Villa á Hill Dickinson vellinum klukkan 14:00 á morgun. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Sport 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×