Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. september 2025 23:16 Andre Wisdom í baráttunni við Shinji Kagawa í leik gegn Manchester United fyrir þónokkrum árum síðan. EPA/PETER POWELL Andre Wisdom, fyrrverandi leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, segir líf sitt aldrei hafa verið það sama eftir að hann var stunginn með hníf í ránstilraun árið 2020. Hinn 32 ára gamli Wisdwom spilar í dag fyrir FC United of Manchester eftir að hafa verið nærri búinn að leggja skóna á hilluna í kjölfar árásarinnar. Hann spilaði á sínum tíma alls 22 leiki fyrir aðallið Liverpool með leikmönnum á borð við Steven Gerrard og Luis Suarez. Hann fór til Derby County árið 2017 og þremur árum síðar varð hann fyrir árás þegar hann var að heimsækja fjölskyldu sína í Liverpool. Réðust grímuklæddir menn að honum þegar hann var að yfirgefa partí í heimahúsi og vildu fá úr hans og önnur verðmæti. „Enn þann dag í dag verkjar mig í líkamann eftir hnífsárásina,“ segir Wisdom í viðtali við breska ríkisútvarpið, BBC. 🗞️ Fantastic interview by @ndjohnston for @BBCSport with our midfield general Andre Wisdom.🇾🇪 Our former Premier League player says he's really enjoying his time at FC United.😍 We're enjoying it too! A commanding leader both on and off the pitch. https://t.co/IFmYpNTm80— FC United of Manchester 🟥⬜⬛ (@FCUnitedMcr) September 11, 2025 „Ég átti ekki að vera þarna. Ég hefði átt að vera heima að jafna mig eftir leikinn sem við spiluðum en ég var æstur að fara út,“ bætti Wisdom við en Covid-19 var þarna í hæstu hæðum. Hann segist hafa verið að yfirgefa skemmtunina og verið á leið í bíl sinn þegar fimm menn með lambhúshettur og hnífa umkringdu hann. Þeir vildu úr hans og önnur verðmæti. „Ég hafði ekki tíma til að hlaupa. Ég hefði átt að nota höfuðið en stoltið stóð í vegi fyrir mér. Fullt af fólki yfirgaf veisluhöldin fimm mínútum síðar og árásarmennirnir hlupu í burtu. Ég lá eftir í blóði mínu á götunni. Allt gerðist mjög hratt.“ Wisdom náði að keyra heim, um 15-20 mínútna akstur. Hann telur að adrenalínið hafi haldið sér gangandi. Þegar heim var komið tók hann eftir því að hann hafði verið stunginn margoft. „Það var þá sem ég hringdi á sjúkrabíl.“ Derby og stuðningsfólk félagsins stóð við bakið á Wisdom eftir árásina en tímabili síðar var hann samningslaus. Ákveðið var ekki að semja við hann aftur. „Líkami minn var ekki sá sami. Það var pirrandi. Ég var hvorki jafn sterkur né jafn fljótur og ég hafði verið. Ég sneri of snemma til baka. Ég var of æstur, ég vildi komast aftur út á völlinn. Ég held að það hafi verið þannig sem ég höndlaði það sem gerðist. Ég vildi ekki sitja heima og hugsa um þetta allan daginn.“ „Ég var rangur maður á röngum stað, það gerist alls staðar.“ Wisdom var aðeins 28 ára gamall þegar samningur hans við Derby rann út. Hann fór á reynslu hér og þar en ekkert gekk upp. Það var svo ekki fyrr en árið 2023 sem hann gekk til liðs við neðri deildarfélagið Warrington Town sem hann fór aftur að spila. Þaðan lá leiðin til Derry City á Írlandi og svo FC United nú. Árásarmennirnir hafa aldrei fundist. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Sjá meira
Hinn 32 ára gamli Wisdwom spilar í dag fyrir FC United of Manchester eftir að hafa verið nærri búinn að leggja skóna á hilluna í kjölfar árásarinnar. Hann spilaði á sínum tíma alls 22 leiki fyrir aðallið Liverpool með leikmönnum á borð við Steven Gerrard og Luis Suarez. Hann fór til Derby County árið 2017 og þremur árum síðar varð hann fyrir árás þegar hann var að heimsækja fjölskyldu sína í Liverpool. Réðust grímuklæddir menn að honum þegar hann var að yfirgefa partí í heimahúsi og vildu fá úr hans og önnur verðmæti. „Enn þann dag í dag verkjar mig í líkamann eftir hnífsárásina,“ segir Wisdom í viðtali við breska ríkisútvarpið, BBC. 🗞️ Fantastic interview by @ndjohnston for @BBCSport with our midfield general Andre Wisdom.🇾🇪 Our former Premier League player says he's really enjoying his time at FC United.😍 We're enjoying it too! A commanding leader both on and off the pitch. https://t.co/IFmYpNTm80— FC United of Manchester 🟥⬜⬛ (@FCUnitedMcr) September 11, 2025 „Ég átti ekki að vera þarna. Ég hefði átt að vera heima að jafna mig eftir leikinn sem við spiluðum en ég var æstur að fara út,“ bætti Wisdom við en Covid-19 var þarna í hæstu hæðum. Hann segist hafa verið að yfirgefa skemmtunina og verið á leið í bíl sinn þegar fimm menn með lambhúshettur og hnífa umkringdu hann. Þeir vildu úr hans og önnur verðmæti. „Ég hafði ekki tíma til að hlaupa. Ég hefði átt að nota höfuðið en stoltið stóð í vegi fyrir mér. Fullt af fólki yfirgaf veisluhöldin fimm mínútum síðar og árásarmennirnir hlupu í burtu. Ég lá eftir í blóði mínu á götunni. Allt gerðist mjög hratt.“ Wisdom náði að keyra heim, um 15-20 mínútna akstur. Hann telur að adrenalínið hafi haldið sér gangandi. Þegar heim var komið tók hann eftir því að hann hafði verið stunginn margoft. „Það var þá sem ég hringdi á sjúkrabíl.“ Derby og stuðningsfólk félagsins stóð við bakið á Wisdom eftir árásina en tímabili síðar var hann samningslaus. Ákveðið var ekki að semja við hann aftur. „Líkami minn var ekki sá sami. Það var pirrandi. Ég var hvorki jafn sterkur né jafn fljótur og ég hafði verið. Ég sneri of snemma til baka. Ég var of æstur, ég vildi komast aftur út á völlinn. Ég held að það hafi verið þannig sem ég höndlaði það sem gerðist. Ég vildi ekki sitja heima og hugsa um þetta allan daginn.“ „Ég var rangur maður á röngum stað, það gerist alls staðar.“ Wisdom var aðeins 28 ára gamall þegar samningur hans við Derby rann út. Hann fór á reynslu hér og þar en ekkert gekk upp. Það var svo ekki fyrr en árið 2023 sem hann gekk til liðs við neðri deildarfélagið Warrington Town sem hann fór aftur að spila. Þaðan lá leiðin til Derry City á Írlandi og svo FC United nú. Árásarmennirnir hafa aldrei fundist.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Sjá meira