Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. september 2025 12:48 Guðlaugur Þór og Bergþór Ólason kröfðust svara frá Daða Má sem mælti fyrir sínum fyrstu fjárlögum í dag. Vísir/Anton Brink Lagt er upp með að ný útgjöld ríkisins verði fjármögnuð með tilfærslum og sparnaði og að vöxtur ríkisútgjalda á næsta ári verði hóflegur. Þetta er meðal þess sem kom fram í máli Daða Más Kristóferssonar, fjármála- og efnahagsráðherra þegar hann mælti fyrir fjárlögum næsta árs á Alþingi í morgun. Þingmenn allra þriggja flokka í stjórnarandstöðu veittu andsvör þar sem þeir lýstu meðal annars „miklum vonbrigðum“ og sökuðu stjórnarmeirihlutann um „sýndarmennsku og dellu.“ Flestir tóku þó undir og segjast sammála þeim markmiðum sem ríkisstjórnin leggi upp með, um að ná niður vöxtum og verðbólgu, en telja leiðirnar sem boðaðar eru ekki vera sannfærandi. Fram kom í framsögu Daða Más að það krefjist „varfærni, festu og aga“ að snúa við hallarekstri sem hafi einkennt ríkisfjármálin undanfarin ár. Því leggi ríkisstjórnin áherslu á að setja sér skýr og metnaðarfull markmið, og að staðið verði við þau. Markmiðið sé að halda vöxtum og verðbólgu innan skynsamlegra marka og sveiflur hóflegar. Á sama tíma þurfi að sinna brýnum verkefnum og þjónustu sem samhljómur ríki um að ríkið eigi að sinna. „Sjálfbær afkoma, agi í útgjöldum, gegnsæ tekjuöflun og forgangsröðun sem styður við verðstöðugleika, lægra vaxtastig og bætt lífskjör,“ segir Daði vera áherslur ríkisstjórnarinnar. Þá sé verðbólguþróun á Íslandi undanfarna mánuði vonbrigði. Hófstillt frumvarp í takt við markmið Daði vakti jafnframt máls á breyttri stefnu Bandaríkjastjórnar hafi meðal annars aukið óvissu í alþjóðaviðskiptum. Þá reifaði hann einnig nokkur dæmi um þau mál sem til stendur að fjármagna á næsta fjárlagaári, meðal annars ný úrræði í fangelsismálum, snjóflóðavarnir, fjölgun lögreglumanna og fleira. Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, hlýðir á ræður annarra þingmanna um hans fyrsta fjárlagafrumvarp.Vísir/Anton Með frumvarpinu verði „gætt að hóflegum vexti útgjalda ríkissjóðs“ að sögn Daða. Frumvarpið sé hófstillt en í samræmi við markmið ríkisstjórnarinnar. Frumvarpið eigi að tryggja jákvæðan frumjöfnuð og halda heildarhalla í skefjum. Ný útgjöld verði fjármögnuð með tilfærslum og sparnaði. Markmiðið sé gott en frumvarpið ekki sannfærandi Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var fyrstur til að veita andsvör þar sem hann sagði meðal annars að þótt auðvelt væri að taka undir markmið ríkisstjórnarinnar sé erfitt að sjá hvernig ætti að ná þeim fram. „Allt það sem fjármálaráðherra hæstvirtur sagði að ætti að gera, það er ekki gert,“ sagði Guðlaugur. Í stað þess að stuðla frekar að hallalausum fjárlögum sé verið að boða aukin ríkisútgjöld. Þá gagnrýndi hann, líkt og hann hefur gert áður, áformaðar skattahækkanir sem boðaðar séu í frumvarpinu. Engin stoð sé fyrir því í frumvarpinu sem ráðherrann segist vera að boða. „Hér eru á ferðinni mikil vonbrigði,“ sagði Guðlaugur Þór meðal annars. Daði Már kvaðst ósammála Guðlaugi. Frumvarpið sýni að hans mati skýrt hvernig eigi að ná þeim markmiðum sem ríkisstjórnin hafi boðað. Hvað lítur að skattahækkunum bað hann þingmenn stjórnarandstöðunnar, vinsamlegast, um að skoða betur hvað sé þar verið að boða. Flestar þeirra séu eitthvað sem fyrri ríkisstjórn hafi sjálf þegar boðað. „Áframhaldandi handlangari“ fyrri ríkisstjórnar Þetta svar ráðherrans vakti furðu Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins. Það komi honum á óvart að Daði Már, sem mælti fyrir fyrstu fjárlögum nýrrar ríkisstjórnar, lýsi því að ríkisstjórn hans sé „áframhaldandi handlangari verkefna fyrrverandi ríkisstjórnar.“ Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, er ekkert sérstaklega hrifinn af öllu því sem er að finna í fjárlagafrumvarpinu. Hann kallaði meðal annars eftir svörum um heildar gjöldum og sköttum sem boðuð eru á akstur og ökutæki næsta árs, og sagði furðulegt að núverandi ríkisstjórn skýli sér á bakvið ákvarðanir fyrri ríkisstjórnar, frekar en að marka sína eigin. „Þetta er allt einhver sýndarmennska og della,“ sagði Bergþór, meðal annars hvað snýr að stöðugleikareglunni svokölluðu. Daði Már lýsti furðu með málflutning Bergþórs og kvaðst ekki skilja hvert hann væri að fara. „Ef við leggjum allan leikaraskap til hliðar þá erum við ekki næstum því eins ósammála og við höldum. Af hverju í ósköpunum ættum við að fara aðrar leiðir, og skapa einhvers konar óvissu um hvernig þróunin verður á ríkissjóði á komandi misserum ef að ákvarðanir fyrri ríkisstjórnar eru vel ígrundaðar, hafa fengið þinglega meðferð og eru góðar?“ spurði Daði. „Eru átök í stjórnmálum eitthvað markmið í sjálfu sér? Ég botna ekkert í því heldur.“ Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins, kvaddi sér hljóðs í fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarp næsta árs.Vísir/Anton Brink Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins, fór hvað mildustum höndum um Daða af þeim þingmönnum sem veittu andsvör við framsögu ráðherrans. Hann óskaði Daða Má til hamingju með sín fyrstu fjárlög en spurði meðal annars um aðhaldskröfur sem boðaðar séu. Hann telji þær bæði vera óljósar og óskýrar. Daði Már svaraði því til að aðhaldskrafan samanstandi af 1% aðhaldskröfu á ákveðinn hluta rekstrar hins opinbera sem skila eigi um tveimur milljörðum og síðan þrettán milljarða króna sértækur sparnaður í ákveðnum verkefnum ráðuneyta sem þegar hafi verið útlistuð. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2026 Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Viðreisn Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Þingmenn allra þriggja flokka í stjórnarandstöðu veittu andsvör þar sem þeir lýstu meðal annars „miklum vonbrigðum“ og sökuðu stjórnarmeirihlutann um „sýndarmennsku og dellu.“ Flestir tóku þó undir og segjast sammála þeim markmiðum sem ríkisstjórnin leggi upp með, um að ná niður vöxtum og verðbólgu, en telja leiðirnar sem boðaðar eru ekki vera sannfærandi. Fram kom í framsögu Daða Más að það krefjist „varfærni, festu og aga“ að snúa við hallarekstri sem hafi einkennt ríkisfjármálin undanfarin ár. Því leggi ríkisstjórnin áherslu á að setja sér skýr og metnaðarfull markmið, og að staðið verði við þau. Markmiðið sé að halda vöxtum og verðbólgu innan skynsamlegra marka og sveiflur hóflegar. Á sama tíma þurfi að sinna brýnum verkefnum og þjónustu sem samhljómur ríki um að ríkið eigi að sinna. „Sjálfbær afkoma, agi í útgjöldum, gegnsæ tekjuöflun og forgangsröðun sem styður við verðstöðugleika, lægra vaxtastig og bætt lífskjör,“ segir Daði vera áherslur ríkisstjórnarinnar. Þá sé verðbólguþróun á Íslandi undanfarna mánuði vonbrigði. Hófstillt frumvarp í takt við markmið Daði vakti jafnframt máls á breyttri stefnu Bandaríkjastjórnar hafi meðal annars aukið óvissu í alþjóðaviðskiptum. Þá reifaði hann einnig nokkur dæmi um þau mál sem til stendur að fjármagna á næsta fjárlagaári, meðal annars ný úrræði í fangelsismálum, snjóflóðavarnir, fjölgun lögreglumanna og fleira. Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, hlýðir á ræður annarra þingmanna um hans fyrsta fjárlagafrumvarp.Vísir/Anton Með frumvarpinu verði „gætt að hóflegum vexti útgjalda ríkissjóðs“ að sögn Daða. Frumvarpið sé hófstillt en í samræmi við markmið ríkisstjórnarinnar. Frumvarpið eigi að tryggja jákvæðan frumjöfnuð og halda heildarhalla í skefjum. Ný útgjöld verði fjármögnuð með tilfærslum og sparnaði. Markmiðið sé gott en frumvarpið ekki sannfærandi Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var fyrstur til að veita andsvör þar sem hann sagði meðal annars að þótt auðvelt væri að taka undir markmið ríkisstjórnarinnar sé erfitt að sjá hvernig ætti að ná þeim fram. „Allt það sem fjármálaráðherra hæstvirtur sagði að ætti að gera, það er ekki gert,“ sagði Guðlaugur. Í stað þess að stuðla frekar að hallalausum fjárlögum sé verið að boða aukin ríkisútgjöld. Þá gagnrýndi hann, líkt og hann hefur gert áður, áformaðar skattahækkanir sem boðaðar séu í frumvarpinu. Engin stoð sé fyrir því í frumvarpinu sem ráðherrann segist vera að boða. „Hér eru á ferðinni mikil vonbrigði,“ sagði Guðlaugur Þór meðal annars. Daði Már kvaðst ósammála Guðlaugi. Frumvarpið sýni að hans mati skýrt hvernig eigi að ná þeim markmiðum sem ríkisstjórnin hafi boðað. Hvað lítur að skattahækkunum bað hann þingmenn stjórnarandstöðunnar, vinsamlegast, um að skoða betur hvað sé þar verið að boða. Flestar þeirra séu eitthvað sem fyrri ríkisstjórn hafi sjálf þegar boðað. „Áframhaldandi handlangari“ fyrri ríkisstjórnar Þetta svar ráðherrans vakti furðu Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins. Það komi honum á óvart að Daði Már, sem mælti fyrir fyrstu fjárlögum nýrrar ríkisstjórnar, lýsi því að ríkisstjórn hans sé „áframhaldandi handlangari verkefna fyrrverandi ríkisstjórnar.“ Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, er ekkert sérstaklega hrifinn af öllu því sem er að finna í fjárlagafrumvarpinu. Hann kallaði meðal annars eftir svörum um heildar gjöldum og sköttum sem boðuð eru á akstur og ökutæki næsta árs, og sagði furðulegt að núverandi ríkisstjórn skýli sér á bakvið ákvarðanir fyrri ríkisstjórnar, frekar en að marka sína eigin. „Þetta er allt einhver sýndarmennska og della,“ sagði Bergþór, meðal annars hvað snýr að stöðugleikareglunni svokölluðu. Daði Már lýsti furðu með málflutning Bergþórs og kvaðst ekki skilja hvert hann væri að fara. „Ef við leggjum allan leikaraskap til hliðar þá erum við ekki næstum því eins ósammála og við höldum. Af hverju í ósköpunum ættum við að fara aðrar leiðir, og skapa einhvers konar óvissu um hvernig þróunin verður á ríkissjóði á komandi misserum ef að ákvarðanir fyrri ríkisstjórnar eru vel ígrundaðar, hafa fengið þinglega meðferð og eru góðar?“ spurði Daði. „Eru átök í stjórnmálum eitthvað markmið í sjálfu sér? Ég botna ekkert í því heldur.“ Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins, kvaddi sér hljóðs í fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarp næsta árs.Vísir/Anton Brink Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins, fór hvað mildustum höndum um Daða af þeim þingmönnum sem veittu andsvör við framsögu ráðherrans. Hann óskaði Daða Má til hamingju með sín fyrstu fjárlög en spurði meðal annars um aðhaldskröfur sem boðaðar séu. Hann telji þær bæði vera óljósar og óskýrar. Daði Már svaraði því til að aðhaldskrafan samanstandi af 1% aðhaldskröfu á ákveðinn hluta rekstrar hins opinbera sem skila eigi um tveimur milljörðum og síðan þrettán milljarða króna sértækur sparnaður í ákveðnum verkefnum ráðuneyta sem þegar hafi verið útlistuð.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2026 Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Viðreisn Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira