Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. september 2025 10:54 Tilkynningum um „spoofing“ hefur fjölgað mjög. Vísir/Vilhelm Íslenskum flugmálayfirvöldum bárust fyrst tilkynningar um afskipti af staðsetningarbúnaði flugvéla árið 2023. Þá var tilkynnt um sex atvik en tilkynningum hefur fjölgað verulega síðan. Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum frá Samgöngustofu í kjölfar fregna af truflunum á staðsetningarbúnaði flugvéla í Evrópu, meðal annars í flugi Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, til Búlgaríu um síðustu mánaðarmót. Samkvæmt svörum stofnunarinnar voru, sem fyrr segir, sex tilvik skráð árið 2023. Fjöldinn nam hins vegar 38 árið 2024 og þá hafa stofnuninni borist 39 tilkynningar þar sem af er árinu 2025. Sérfræðingar Samgöngustofu nota orðið „spoofing“ um tilvikin en þá er um að ræða að fölsuð merki séu send út viljandi í þeim tilgangi að blekkja viðtakendur. Merkin koma fram í staðsetningarbúnaði flugvéla og viðvörunarkerfum þeirra. Umfjöllun erlendra miðla hvað þetta varðar hefur verið nokkuð ruglingsleg en auk þess að tala um „spoofing“ hefur einnig verið talað um að um sé að ræða einhvers konar afskipti þar sem staðsetningarbúnaðurinn hreinlega hættir að virka. Í báðum tilvikum skapast hins vegar ákveðið hættuástand en þrátt fyrir að önnur ráð séu til að lenda vélum á réttum stað með öruggum hætti, þá geta afskiptin valdið þannig ruglingi að flugmenn gætu mögulega flogið á aðrar flugvélar eða aðrar hindranir. Margir hafa sakað yfirvöld í Rússlandi um að standa fyrir truflununum, sem hafa aukist verulega frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu árið 2022. Samkvæmt Alþjóðaflugmálastofnuninni nam aukningin 220 prósentum á tímabilinu frá 2021 til 2024. Afskiptin eru algengust í austurhluta Evrópu og Mið-Austurlöndum. BBC ræddi við Keir Giles, sérfræðing hjá hugveitunni The Royal Institute of International Affairs, í kjölfar von der Leyen atviksins, sem sagði að truflanir í staðsetningarbúnaði væru orðnar fastur liður í flugi nærri Rússlandi. Alþjóðaflugmálastofnunin og flugmálayfirvöld í Evrópu hafa gefið út aðgerðaáætlun til að taka á málum. Fréttir af flugi Samgöngur Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Sjá meira
Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum frá Samgöngustofu í kjölfar fregna af truflunum á staðsetningarbúnaði flugvéla í Evrópu, meðal annars í flugi Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, til Búlgaríu um síðustu mánaðarmót. Samkvæmt svörum stofnunarinnar voru, sem fyrr segir, sex tilvik skráð árið 2023. Fjöldinn nam hins vegar 38 árið 2024 og þá hafa stofnuninni borist 39 tilkynningar þar sem af er árinu 2025. Sérfræðingar Samgöngustofu nota orðið „spoofing“ um tilvikin en þá er um að ræða að fölsuð merki séu send út viljandi í þeim tilgangi að blekkja viðtakendur. Merkin koma fram í staðsetningarbúnaði flugvéla og viðvörunarkerfum þeirra. Umfjöllun erlendra miðla hvað þetta varðar hefur verið nokkuð ruglingsleg en auk þess að tala um „spoofing“ hefur einnig verið talað um að um sé að ræða einhvers konar afskipti þar sem staðsetningarbúnaðurinn hreinlega hættir að virka. Í báðum tilvikum skapast hins vegar ákveðið hættuástand en þrátt fyrir að önnur ráð séu til að lenda vélum á réttum stað með öruggum hætti, þá geta afskiptin valdið þannig ruglingi að flugmenn gætu mögulega flogið á aðrar flugvélar eða aðrar hindranir. Margir hafa sakað yfirvöld í Rússlandi um að standa fyrir truflununum, sem hafa aukist verulega frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu árið 2022. Samkvæmt Alþjóðaflugmálastofnuninni nam aukningin 220 prósentum á tímabilinu frá 2021 til 2024. Afskiptin eru algengust í austurhluta Evrópu og Mið-Austurlöndum. BBC ræddi við Keir Giles, sérfræðing hjá hugveitunni The Royal Institute of International Affairs, í kjölfar von der Leyen atviksins, sem sagði að truflanir í staðsetningarbúnaði væru orðnar fastur liður í flugi nærri Rússlandi. Alþjóðaflugmálastofnunin og flugmálayfirvöld í Evrópu hafa gefið út aðgerðaáætlun til að taka á málum.
Fréttir af flugi Samgöngur Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Sjá meira