Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. september 2025 10:54 Tilkynningum um „spoofing“ hefur fjölgað mjög. Vísir/Vilhelm Íslenskum flugmálayfirvöldum bárust fyrst tilkynningar um afskipti af staðsetningarbúnaði flugvéla árið 2023. Þá var tilkynnt um sex atvik en tilkynningum hefur fjölgað verulega síðan. Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum frá Samgöngustofu í kjölfar fregna af truflunum á staðsetningarbúnaði flugvéla í Evrópu, meðal annars í flugi Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, til Búlgaríu um síðustu mánaðarmót. Samkvæmt svörum stofnunarinnar voru, sem fyrr segir, sex tilvik skráð árið 2023. Fjöldinn nam hins vegar 38 árið 2024 og þá hafa stofnuninni borist 39 tilkynningar þar sem af er árinu 2025. Sérfræðingar Samgöngustofu nota orðið „spoofing“ um tilvikin en þá er um að ræða að fölsuð merki séu send út viljandi í þeim tilgangi að blekkja viðtakendur. Merkin koma fram í staðsetningarbúnaði flugvéla og viðvörunarkerfum þeirra. Umfjöllun erlendra miðla hvað þetta varðar hefur verið nokkuð ruglingsleg en auk þess að tala um „spoofing“ hefur einnig verið talað um að um sé að ræða einhvers konar afskipti þar sem staðsetningarbúnaðurinn hreinlega hættir að virka. Í báðum tilvikum skapast hins vegar ákveðið hættuástand en þrátt fyrir að önnur ráð séu til að lenda vélum á réttum stað með öruggum hætti, þá geta afskiptin valdið þannig ruglingi að flugmenn gætu mögulega flogið á aðrar flugvélar eða aðrar hindranir. Margir hafa sakað yfirvöld í Rússlandi um að standa fyrir truflununum, sem hafa aukist verulega frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu árið 2022. Samkvæmt Alþjóðaflugmálastofnuninni nam aukningin 220 prósentum á tímabilinu frá 2021 til 2024. Afskiptin eru algengust í austurhluta Evrópu og Mið-Austurlöndum. BBC ræddi við Keir Giles, sérfræðing hjá hugveitunni The Royal Institute of International Affairs, í kjölfar von der Leyen atviksins, sem sagði að truflanir í staðsetningarbúnaði væru orðnar fastur liður í flugi nærri Rússlandi. Alþjóðaflugmálastofnunin og flugmálayfirvöld í Evrópu hafa gefið út aðgerðaáætlun til að taka á málum. Fréttir af flugi Samgöngur Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Sjá meira
Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum frá Samgöngustofu í kjölfar fregna af truflunum á staðsetningarbúnaði flugvéla í Evrópu, meðal annars í flugi Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, til Búlgaríu um síðustu mánaðarmót. Samkvæmt svörum stofnunarinnar voru, sem fyrr segir, sex tilvik skráð árið 2023. Fjöldinn nam hins vegar 38 árið 2024 og þá hafa stofnuninni borist 39 tilkynningar þar sem af er árinu 2025. Sérfræðingar Samgöngustofu nota orðið „spoofing“ um tilvikin en þá er um að ræða að fölsuð merki séu send út viljandi í þeim tilgangi að blekkja viðtakendur. Merkin koma fram í staðsetningarbúnaði flugvéla og viðvörunarkerfum þeirra. Umfjöllun erlendra miðla hvað þetta varðar hefur verið nokkuð ruglingsleg en auk þess að tala um „spoofing“ hefur einnig verið talað um að um sé að ræða einhvers konar afskipti þar sem staðsetningarbúnaðurinn hreinlega hættir að virka. Í báðum tilvikum skapast hins vegar ákveðið hættuástand en þrátt fyrir að önnur ráð séu til að lenda vélum á réttum stað með öruggum hætti, þá geta afskiptin valdið þannig ruglingi að flugmenn gætu mögulega flogið á aðrar flugvélar eða aðrar hindranir. Margir hafa sakað yfirvöld í Rússlandi um að standa fyrir truflununum, sem hafa aukist verulega frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu árið 2022. Samkvæmt Alþjóðaflugmálastofnuninni nam aukningin 220 prósentum á tímabilinu frá 2021 til 2024. Afskiptin eru algengust í austurhluta Evrópu og Mið-Austurlöndum. BBC ræddi við Keir Giles, sérfræðing hjá hugveitunni The Royal Institute of International Affairs, í kjölfar von der Leyen atviksins, sem sagði að truflanir í staðsetningarbúnaði væru orðnar fastur liður í flugi nærri Rússlandi. Alþjóðaflugmálastofnunin og flugmálayfirvöld í Evrópu hafa gefið út aðgerðaáætlun til að taka á málum.
Fréttir af flugi Samgöngur Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent