Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. september 2025 22:02 Snorri Jakobsson er hagfræðingur og hlutabréfagreinandi. Vísir/Sigurjón Verðbréfagreinandi segir mikla áhætta fólgna í því að fjárfesta í rafmyntum. Sveiflur á virðinu séu slíkar að það geti verið fljótt að taka á sálina, séu háar fjárhæðir í spilinu. Fasteignir séu þó ekki endilega skynsamlegasta fjárfestingin. Á mánudag var rætt við Bergþór Másson í Íslandi í dag, þar sem hann rakti aðdragandann að ákvörðun sinni um að selja íbúðina sína, og verja andvirðinu í rafmyntina Bitcoin, og fara á leigumarkað. Í þættinum sagðist Bergþór stefna á að verða ríkur af því að fjárfesta í rafmyntinni, og að planið væri til langs tíma. Einn mánuður geti orðið rússíbanareið Hlutabréfagreinandi segir um gríðarlega áhættu að ræða, sem fólk þurfi að hafa hugfasta þegar fjárfest er í rafmyntum. „Menn þurfa að vera með góðan maga líka. Ef þú átt 20 milljónir í eigið fé, og sveiflurnar eru svo gríðarlegar í verði Bitcoin, þá ertu fljótur að tapa fjórum, fimm milljónum á nokkrum mánuðum. Einum mánuði þess vegna,“ segir Snorri Jakobsson, hlutabréfagreinandi og eigandi Jakobsson Capital. Sveiflur í virði Bitcoin séu meiri en í gengi einstakra verðbréfa almennt. Þá sé ákveðin fífldirfska að setja öll eggin í eina körfu, svo að segja, hvort sem um er að ræða Bitcoin eða aðra fjárfestingu. „Þú getur grætt mjög mikið á því, en sömuleiðis geturðu tapað mjög miklu. Áhættan er mjög mikil.“ Yrði fljótt ein taugahrúga Er eitthvað sem segir að þetta sé endilega slæm hugmynd, að gera þetta svona frekar en að eiga fasteign? „Ég held að maðurinn sé þannig að hann þrái yfirleitt öryggi. Ég held að sálarlega séð sé mjög erfitt að vera með aleiguna undir í Bitcoin. Ég yrði fljótt mjög kvíðinn.“ Snorri segir þrátt fyrir það að fólk verði að muna að fasteignir séu ekki endilega besti fjárfestingarkosturinn. „Það er sama með fasteignaverð eins og Bitcoin. Íbúðaverð getur alveg eins lækkað eins og það hefur hækkað.“ Það geti til að mynda gerst ef draga taki úr fólksfjölgun hér á landi. Í raun gildi einfalt lögmál um bæði fasteignaverð og virði Bitcoin, sem bæði hafa vaxið á síðustu árum. „Fæst heldur endalaust áfram.“ Rafmyntir Fjármál heimilisins Tengdar fréttir „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Kristján Ingi Mikaelsson, annar eigenda MGMT Ventures og einn af stofnendum Visku, segist þekkja fleiri dæmi þess að menn hafi selt ofan af sér til að fjárfesta í Bitcoin. Fólk verði hins vegar að passa sig þegar það sé að taka stórar ákvarðanir. 10. september 2025 09:35 Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum Íslenskur karlmaður sem nýlega seldi íbúð sína og setti allan peninginn í rafmynt segist hafa fengið vitrun um að hann ætti að læra á peninga og verða ríkun. Gangi planið ekki eftir þá læri hann dýrmæta lexíu og haldi áfram. Hann hafi engu að tapa. 9. september 2025 16:00 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Á mánudag var rætt við Bergþór Másson í Íslandi í dag, þar sem hann rakti aðdragandann að ákvörðun sinni um að selja íbúðina sína, og verja andvirðinu í rafmyntina Bitcoin, og fara á leigumarkað. Í þættinum sagðist Bergþór stefna á að verða ríkur af því að fjárfesta í rafmyntinni, og að planið væri til langs tíma. Einn mánuður geti orðið rússíbanareið Hlutabréfagreinandi segir um gríðarlega áhættu að ræða, sem fólk þurfi að hafa hugfasta þegar fjárfest er í rafmyntum. „Menn þurfa að vera með góðan maga líka. Ef þú átt 20 milljónir í eigið fé, og sveiflurnar eru svo gríðarlegar í verði Bitcoin, þá ertu fljótur að tapa fjórum, fimm milljónum á nokkrum mánuðum. Einum mánuði þess vegna,“ segir Snorri Jakobsson, hlutabréfagreinandi og eigandi Jakobsson Capital. Sveiflur í virði Bitcoin séu meiri en í gengi einstakra verðbréfa almennt. Þá sé ákveðin fífldirfska að setja öll eggin í eina körfu, svo að segja, hvort sem um er að ræða Bitcoin eða aðra fjárfestingu. „Þú getur grætt mjög mikið á því, en sömuleiðis geturðu tapað mjög miklu. Áhættan er mjög mikil.“ Yrði fljótt ein taugahrúga Er eitthvað sem segir að þetta sé endilega slæm hugmynd, að gera þetta svona frekar en að eiga fasteign? „Ég held að maðurinn sé þannig að hann þrái yfirleitt öryggi. Ég held að sálarlega séð sé mjög erfitt að vera með aleiguna undir í Bitcoin. Ég yrði fljótt mjög kvíðinn.“ Snorri segir þrátt fyrir það að fólk verði að muna að fasteignir séu ekki endilega besti fjárfestingarkosturinn. „Það er sama með fasteignaverð eins og Bitcoin. Íbúðaverð getur alveg eins lækkað eins og það hefur hækkað.“ Það geti til að mynda gerst ef draga taki úr fólksfjölgun hér á landi. Í raun gildi einfalt lögmál um bæði fasteignaverð og virði Bitcoin, sem bæði hafa vaxið á síðustu árum. „Fæst heldur endalaust áfram.“
Rafmyntir Fjármál heimilisins Tengdar fréttir „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Kristján Ingi Mikaelsson, annar eigenda MGMT Ventures og einn af stofnendum Visku, segist þekkja fleiri dæmi þess að menn hafi selt ofan af sér til að fjárfesta í Bitcoin. Fólk verði hins vegar að passa sig þegar það sé að taka stórar ákvarðanir. 10. september 2025 09:35 Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum Íslenskur karlmaður sem nýlega seldi íbúð sína og setti allan peninginn í rafmynt segist hafa fengið vitrun um að hann ætti að læra á peninga og verða ríkun. Gangi planið ekki eftir þá læri hann dýrmæta lexíu og haldi áfram. Hann hafi engu að tapa. 9. september 2025 16:00 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
„Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Kristján Ingi Mikaelsson, annar eigenda MGMT Ventures og einn af stofnendum Visku, segist þekkja fleiri dæmi þess að menn hafi selt ofan af sér til að fjárfesta í Bitcoin. Fólk verði hins vegar að passa sig þegar það sé að taka stórar ákvarðanir. 10. september 2025 09:35
Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum Íslenskur karlmaður sem nýlega seldi íbúð sína og setti allan peninginn í rafmynt segist hafa fengið vitrun um að hann ætti að læra á peninga og verða ríkun. Gangi planið ekki eftir þá læri hann dýrmæta lexíu og haldi áfram. Hann hafi engu að tapa. 9. september 2025 16:00
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent