Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. september 2025 15:03 Ásmundur Rúnar Gylfason aðstorðaryfirlögregluþjónn er stöðvarstjóri lögreglustöðvarinnar við hverfisgötu. Vísir/samsett Það hefur verið þónokkuð um húsbrot í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu síðustu vikur og mánuði og dæmi um að lögregla hafi ítrekað þurft að hafa afskipti af sömu mönnunum sem hafi brotist inn í stigaganga og sameignir fjölbýlishúsa. Mál þeirra einstaklinga eru til rannsóknar hjá lögreglu en ekki er alltaf svo að húsráðendur leggi fram kæru þegar brotist er inn í hýbýli þeirra. Þetta segir Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstorðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og stöðvarstjóri lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu í samtali við Vísi. „Ég get alveg staðfest það að það hefur verið aðeins um húsbrot síðustu vikur og mánuði,“ segir Ásmundur. Mál einstaklinganna til rannsóknar Í síðustu viku kom fram í fréttum að óprúttnir aðilar hafi gert sig heimakomna á stúdentagarðana í Gamla Garði við Hringbraut frá því í vor sem valdið hefur íbúum miklu ónæði. Námsmönnum sem búa í húsinu finnst öryggi sínu vera ógnað en mennirnir hafa ítrekað stolið mat og drykkjum frá íbúum, haft uppi ógnandi hegðun og trekk í trekk reynt að brjótast inn í húsið. Mál af þessum toga eru ekki aðeins bundin við Gamla garð sögn Ásmundar en fréttastofu hafa jafnframt borist ábendingar um fleiri hús á vegum Stúdentagarða þar sem íbúar hafa orðir varir við innbrot, ónæði og jafnvel að óviðkomandi hafi hreiðrað um sig í sameiginlegum rýmum bygginganna. Í sumum tilfellum er grunur um að sömu menn séu á ferðinni en í öðrum ekki. „Þetta eru bara mál sem við erum með til rannsóknar og eins þessir einstaklingar sem eru í þessum málum. Við erum með mál þeirra líka í heildarskoðun hjá okkur,“ segir Ásmundur. Einskorðast ekki við stúdentagarða og ekki alltaf kært Íbúar á stúdentagörðum sem fréttastofa hefur rætt við lýsa óánægju með meint aðgerðaleysi og að viðkomandi komist upp með að halda viðteknum hætti þrátt fyrir ítrekaðar kvartanir og aðkomu lögreglu. Ásmundur segir að lögregla bregðist alltaf við og mál þessi sem komið hafa til kasta lögreglu séu til rannsóknar. „Þetta er í vinnslu. Og það þurfa að liggja fyrir kærur frá þeim einstaklingum sem verða fyrir húsbrotinu og það er ekki alltaf þannig í öllum tilfellum að það séu lagðar fram kærur. En lögreglan bregst hins vegar alltaf við þegar og hefur afskipti af þessum aðilum og eftir atvikum hafa þeir verið handteknir og vistaðir í fangageymslu,“ segir Ásmundur. Málin einskorðast ekki heldur við stúdentagarða þótt þeir virðist vinsæll áfangastaður húsbrjótanna. Í fjölmiðlapósti frá lögreglunni þann 28. júlí síðastliðinn sagði til að mynda að lögregla hafi „enn eina ferðina“ vísað tveimur mönnum úr sameign fjölbýlishúss. Þau skipti séu ekki lengur teljandi sem lögregla hafi verið kölluð til vegna umræddra manna. Aðspurður segir Ásmundur að í því tilfelli sé ekki endilega um sama hús að ræða og var í fréttum í síðustu viku. „Það þarf ekki að vera. Því þessir einstaklingar hafa farið inn í mörg hús, eða margar sameignir,“ segir Ásmundur. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fleiri fréttir Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Sjá meira
Þetta segir Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstorðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og stöðvarstjóri lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu í samtali við Vísi. „Ég get alveg staðfest það að það hefur verið aðeins um húsbrot síðustu vikur og mánuði,“ segir Ásmundur. Mál einstaklinganna til rannsóknar Í síðustu viku kom fram í fréttum að óprúttnir aðilar hafi gert sig heimakomna á stúdentagarðana í Gamla Garði við Hringbraut frá því í vor sem valdið hefur íbúum miklu ónæði. Námsmönnum sem búa í húsinu finnst öryggi sínu vera ógnað en mennirnir hafa ítrekað stolið mat og drykkjum frá íbúum, haft uppi ógnandi hegðun og trekk í trekk reynt að brjótast inn í húsið. Mál af þessum toga eru ekki aðeins bundin við Gamla garð sögn Ásmundar en fréttastofu hafa jafnframt borist ábendingar um fleiri hús á vegum Stúdentagarða þar sem íbúar hafa orðir varir við innbrot, ónæði og jafnvel að óviðkomandi hafi hreiðrað um sig í sameiginlegum rýmum bygginganna. Í sumum tilfellum er grunur um að sömu menn séu á ferðinni en í öðrum ekki. „Þetta eru bara mál sem við erum með til rannsóknar og eins þessir einstaklingar sem eru í þessum málum. Við erum með mál þeirra líka í heildarskoðun hjá okkur,“ segir Ásmundur. Einskorðast ekki við stúdentagarða og ekki alltaf kært Íbúar á stúdentagörðum sem fréttastofa hefur rætt við lýsa óánægju með meint aðgerðaleysi og að viðkomandi komist upp með að halda viðteknum hætti þrátt fyrir ítrekaðar kvartanir og aðkomu lögreglu. Ásmundur segir að lögregla bregðist alltaf við og mál þessi sem komið hafa til kasta lögreglu séu til rannsóknar. „Þetta er í vinnslu. Og það þurfa að liggja fyrir kærur frá þeim einstaklingum sem verða fyrir húsbrotinu og það er ekki alltaf þannig í öllum tilfellum að það séu lagðar fram kærur. En lögreglan bregst hins vegar alltaf við þegar og hefur afskipti af þessum aðilum og eftir atvikum hafa þeir verið handteknir og vistaðir í fangageymslu,“ segir Ásmundur. Málin einskorðast ekki heldur við stúdentagarða þótt þeir virðist vinsæll áfangastaður húsbrjótanna. Í fjölmiðlapósti frá lögreglunni þann 28. júlí síðastliðinn sagði til að mynda að lögregla hafi „enn eina ferðina“ vísað tveimur mönnum úr sameign fjölbýlishúss. Þau skipti séu ekki lengur teljandi sem lögregla hafi verið kölluð til vegna umræddra manna. Aðspurður segir Ásmundur að í því tilfelli sé ekki endilega um sama hús að ræða og var í fréttum í síðustu viku. „Það þarf ekki að vera. Því þessir einstaklingar hafa farið inn í mörg hús, eða margar sameignir,“ segir Ásmundur.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fleiri fréttir Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Sjá meira