Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. september 2025 15:14 Kormákur Geirharðsson, annar eiganda Ölstofunnar, segir kominn tíma á sjónvarp á staðnum svo hægt sé að halda gestum yfir landsleikjahlé. Vísir/aðsend/Anton Brink Ölstofa Kormáks og Skjaldar hefur komið fyrir sjónvarpi þar sem áður var krítartafla með bjórverði. Eigendur létu verða af því eftir að hafa rætt málið í 22 ár. Einhvern veginn verði að halda kúnnum í húsi þegar áfengisgjald hækkar stöðugt. Ölstofan sé þó ekki að breytast í sportbar. Ónefndur fastakúnni hvíslaði því að blaðamanni í gær að ákveðin tímamót hefðu orðið í vikunni þegar landsleikur Íslands og Frakklands var sýndur á Ölstofunni. Blaðamaður heyrði hljóðið í Kormáki Geirharðssyni, öðrum eiganda Kormáks og Skjaldar, sem viðurkennir að um heljarinnar tíðindi væri að ræða. „En hins vegar settum við krítartöfluna í sjónvarpið,“ tekur hann þó fram.. „Þetta gerðist bara í fyrradag, sjónvarpið var frumsýnt með leik Íslands og Frakklands, eftir mikinn mótþróa hjá okkur.“ „Maður verður að lifa með því hvernig hlutirnir þróast.“ Verðlistinn verður áfram til sýnis á skjánum líkt og krítartaflan hafi aldrei farið en stöku leikir verða líka sýndir. „Við ætlum að reyna að taka það í forbifartet á dauða tímanum því við komumst að því að við tæmdum alltaf Ölstofuna þegar fólkið fór að horfa á einhverja leiki úti í bæ. Fólk fer heim yfirleitt um sjöleytið þegar leikirnir eru að byrja, eða fer á sjálfa leikina,“ segir Kormákur. „Maður verður að lifa með því hvernig hlutirnir þróast.“ Ölstofa Kormáks og Skjaldar á einn dyggasta fastakúnnahóp landsins.Vísir/Vilhelm Er síðasta vígið fallið? „Já, við erum búnir að ræða þetta í 22 ár þannig það var eiginlega núna helst. Við verðum að halda kúnnunum inni í húsi eftir síðustu áfengisgjaldahækkanir,“ segir hann. Og er Ölstofan orðin að sportbar? „Það er fulllangt gengið, við verðum alltaf Ölstofa. En það var rosastemming í fyrradag og fastagestirnir voru mjög ánægðir með þetta.“ Enginn sem fór í fýlu? „Það fór enginn í fýlu því það hafa flestir verið úti að reykja og færri inni. Þetta er okkar viðleitni í að jafna þetta aðeins út,“ segir Kormákur. Samkvæmislífið Reykjavík Tímamót Fótbolti Veitingastaðir Næturlíf Mest lesið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Útivinnandi og valið barnleysi með hund að bætast við útivinnandi og valið barnleysi Áskorun Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Sjá meira
Ónefndur fastakúnni hvíslaði því að blaðamanni í gær að ákveðin tímamót hefðu orðið í vikunni þegar landsleikur Íslands og Frakklands var sýndur á Ölstofunni. Blaðamaður heyrði hljóðið í Kormáki Geirharðssyni, öðrum eiganda Kormáks og Skjaldar, sem viðurkennir að um heljarinnar tíðindi væri að ræða. „En hins vegar settum við krítartöfluna í sjónvarpið,“ tekur hann þó fram.. „Þetta gerðist bara í fyrradag, sjónvarpið var frumsýnt með leik Íslands og Frakklands, eftir mikinn mótþróa hjá okkur.“ „Maður verður að lifa með því hvernig hlutirnir þróast.“ Verðlistinn verður áfram til sýnis á skjánum líkt og krítartaflan hafi aldrei farið en stöku leikir verða líka sýndir. „Við ætlum að reyna að taka það í forbifartet á dauða tímanum því við komumst að því að við tæmdum alltaf Ölstofuna þegar fólkið fór að horfa á einhverja leiki úti í bæ. Fólk fer heim yfirleitt um sjöleytið þegar leikirnir eru að byrja, eða fer á sjálfa leikina,“ segir Kormákur. „Maður verður að lifa með því hvernig hlutirnir þróast.“ Ölstofa Kormáks og Skjaldar á einn dyggasta fastakúnnahóp landsins.Vísir/Vilhelm Er síðasta vígið fallið? „Já, við erum búnir að ræða þetta í 22 ár þannig það var eiginlega núna helst. Við verðum að halda kúnnunum inni í húsi eftir síðustu áfengisgjaldahækkanir,“ segir hann. Og er Ölstofan orðin að sportbar? „Það er fulllangt gengið, við verðum alltaf Ölstofa. En það var rosastemming í fyrradag og fastagestirnir voru mjög ánægðir með þetta.“ Enginn sem fór í fýlu? „Það fór enginn í fýlu því það hafa flestir verið úti að reykja og færri inni. Þetta er okkar viðleitni í að jafna þetta aðeins út,“ segir Kormákur.
Samkvæmislífið Reykjavík Tímamót Fótbolti Veitingastaðir Næturlíf Mest lesið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Útivinnandi og valið barnleysi með hund að bætast við útivinnandi og valið barnleysi Áskorun Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Sjá meira