Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Samúel Karl Ólason skrifar 9. september 2025 18:11 Nokkrum sprengjum var varpað á byggingar í Doha í Katar í dag, þar sem leiðtogar Hamas-samtakanna eru sagðir hafa komið saman. AP/UGC Æðstu leiðtogar Hamas-samtakanna lifðu árás Ísraela í dag af en sex lægra settir leiðtogar féllu í árásinni. Þar á meðal er sonur Khalil al-Hayya, leiðtoga Hamas á Gasaströndinni og einn af aðstoðarmönnum hans. Einn meðlimur öryggissveita Katar er einnig sagður hafa fallið í árásinni í dag. Þetta hefur Al-Jazeera eftir einum af pólitískum leiðtogum Hamas en það er fyrsta opinbera yfirlýsing samtakanna um hverjir féllu í árásinni. Talsmenn Hamas hafa áður þvertekið fyrir að hátt settir meðlimir samtakanna hafi ekki fallið þar sem síðar hefur komið í ljós að þeir dóu. Það hefur tekið samtökin nokkra mánuði að staðfesta fráfall leiðtoga. Ísraelski herinn varpaði í dag nokkrum sprengjum á Doha í Katar í dag, þar sem leiðtogar Hamas-samtakanna eru sagðir hafa verið komnir saman til að ræða nýjustu vopnahléstillöguna frá Bandaríkjunum. Sjá einnig: Ísraelar gera loftárásir á Katar Árásin hefur verið harðlega fordæmd af ríkisstjórn Katar, nágrannaríkjum og ráðamönnum annarra landa víða um heim. Reyndu að vara Katara við Pólitískir leiðtogar Hamas-samtakanna hafa haldið til í Doha frá árinu 2011, þegar yfirvöld þar tóku við þeim að beiðni ráðamanna í Bandaríkjunum. Tvennum sögum hefur farið af aðkomu Bandaríkjanna að árásinni í dag. Ísraelskir miðlar sögðu frá því fyrr í dag að ríkisstjórn Bandaríkjanna hafi verið látin vita af árásinni fyrirfram og að „grænt ljós“ hafi verið gefið í Hvíta húsinu. Karoline Leavitt, talskona Hvíta hússins, hafði þó eftir Donald Trump að árásin væri „óheppilegt atvik“ sem ýtti ekki undir frið fyrir botni Miðjarðarhafs. Þá sagði hún við blaðamenn skömmu fyrir sex að Bandaríkjamenn hafi reynt að láta yfirvöld í Doha vita af árásinni áður en hún hafi verið gerð. Hún sagði einnig að þessi „einhliða árás innan landamæra Katar, fullvalda þjóðar og náins bandalagsríkis Bandaríkjanna“ þjónaði hvorki hagsmunum Ísrael né hagsmunum Bandaríkjanna. Hún bætti við að það að gera út af við Hamas-samtökin, sem högnuðust á eymd íbúa Gasastrandarinnar væri verðugt markmið. .@karolineleavitt: on the Israeli strike in Doha:"Unilaterally bombing inside Qatar, a sovereign nation and ally... does not advance Israeli's or America's goals. However, eliminating Hamas, who have profited off the misery of those living in Gaza, is a worthy goal." pic.twitter.com/SmYPjPZIBT— Trump War Room (@TrumpWarRoom) September 9, 2025 Leavitt sagði að eftir árásina í dag hafi Trump talað við Benjamín Netanjahú í síma. Hún sagði að eftir símtalið sæti Trump þetta „óheppilega atvik“ til tækifæri fyrir frið. Þá sagði hún að árás sem þessi myndi ekki eiga sér stað aftur, því Trump hefði einnig rætt við emír Katar og forsætisráðherra ríkisins og staðhæft að þetta myndi ekki gerast aftur. Katar Ísrael Bandaríkin Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Donald Trump Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Einn meðlimur öryggissveita Katar er einnig sagður hafa fallið í árásinni í dag. Þetta hefur Al-Jazeera eftir einum af pólitískum leiðtogum Hamas en það er fyrsta opinbera yfirlýsing samtakanna um hverjir féllu í árásinni. Talsmenn Hamas hafa áður þvertekið fyrir að hátt settir meðlimir samtakanna hafi ekki fallið þar sem síðar hefur komið í ljós að þeir dóu. Það hefur tekið samtökin nokkra mánuði að staðfesta fráfall leiðtoga. Ísraelski herinn varpaði í dag nokkrum sprengjum á Doha í Katar í dag, þar sem leiðtogar Hamas-samtakanna eru sagðir hafa verið komnir saman til að ræða nýjustu vopnahléstillöguna frá Bandaríkjunum. Sjá einnig: Ísraelar gera loftárásir á Katar Árásin hefur verið harðlega fordæmd af ríkisstjórn Katar, nágrannaríkjum og ráðamönnum annarra landa víða um heim. Reyndu að vara Katara við Pólitískir leiðtogar Hamas-samtakanna hafa haldið til í Doha frá árinu 2011, þegar yfirvöld þar tóku við þeim að beiðni ráðamanna í Bandaríkjunum. Tvennum sögum hefur farið af aðkomu Bandaríkjanna að árásinni í dag. Ísraelskir miðlar sögðu frá því fyrr í dag að ríkisstjórn Bandaríkjanna hafi verið látin vita af árásinni fyrirfram og að „grænt ljós“ hafi verið gefið í Hvíta húsinu. Karoline Leavitt, talskona Hvíta hússins, hafði þó eftir Donald Trump að árásin væri „óheppilegt atvik“ sem ýtti ekki undir frið fyrir botni Miðjarðarhafs. Þá sagði hún við blaðamenn skömmu fyrir sex að Bandaríkjamenn hafi reynt að láta yfirvöld í Doha vita af árásinni áður en hún hafi verið gerð. Hún sagði einnig að þessi „einhliða árás innan landamæra Katar, fullvalda þjóðar og náins bandalagsríkis Bandaríkjanna“ þjónaði hvorki hagsmunum Ísrael né hagsmunum Bandaríkjanna. Hún bætti við að það að gera út af við Hamas-samtökin, sem högnuðust á eymd íbúa Gasastrandarinnar væri verðugt markmið. .@karolineleavitt: on the Israeli strike in Doha:"Unilaterally bombing inside Qatar, a sovereign nation and ally... does not advance Israeli's or America's goals. However, eliminating Hamas, who have profited off the misery of those living in Gaza, is a worthy goal." pic.twitter.com/SmYPjPZIBT— Trump War Room (@TrumpWarRoom) September 9, 2025 Leavitt sagði að eftir árásina í dag hafi Trump talað við Benjamín Netanjahú í síma. Hún sagði að eftir símtalið sæti Trump þetta „óheppilega atvik“ til tækifæri fyrir frið. Þá sagði hún að árás sem þessi myndi ekki eiga sér stað aftur, því Trump hefði einnig rætt við emír Katar og forsætisráðherra ríkisins og staðhæft að þetta myndi ekki gerast aftur.
Katar Ísrael Bandaríkin Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Donald Trump Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira