Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Samúel Karl Ólason skrifar 9. september 2025 18:11 Nokkrum sprengjum var varpað á byggingar í Doha í Katar í dag, þar sem leiðtogar Hamas-samtakanna eru sagðir hafa komið saman. AP/UGC Æðstu leiðtogar Hamas-samtakanna lifðu árás Ísraela í Katar í dag af en sex lægra settir leiðtogar féllu í árásinni. Þeirra á meðal er sonur Khalil al-Hayya, leiðtoga Hamas á Gasaströndinni og einn af aðstoðarmönnum hans. Einn meðlimur öryggissveita Katar er einnig sagður hafa fallið í árásinni í dag. Þetta hefur Al-Jazeera eftir einum af pólitískum leiðtogum Hamas en það er fyrsta opinbera yfirlýsing samtakanna um hverjir féllu í árásinni. Talsmenn Hamas hafa áður þvertekið fyrir að hátt settir meðlimir samtakanna hafi ekki fallið þar sem síðar hefur komið í ljós að þeir dóu. Það hefur tekið samtökin nokkra mánuði að staðfesta fráfall leiðtoga. Ísraelski herinn varpaði í dag nokkrum sprengjum á Doha í Katar í dag, þar sem leiðtogar Hamas-samtakanna eru sagðir hafa verið komnir saman til að ræða nýjustu vopnahléstillöguna frá Bandaríkjunum. Sjá einnig: Ísraelar gera loftárásir á Katar Ráðamenn í Ísrael hafa ekki tjáð sig um það hvort þeir telji árásina hafa heppnast eða ekki. Árásin hefur verið harðlega fordæmd af ríkisstjórn Katar, nágrannaríkjum og ráðamönnum annarra landa víða um heim. Reyndu að vara Katara við Pólitískir leiðtogar Hamas-samtakanna hafa haldið til í Doha frá árinu 2011, þegar yfirvöld þar tóku við þeim að beiðni ráðamanna í Bandaríkjunum. Tvennum sögum hefur farið af aðkomu Bandaríkjanna að árásinni í dag. Ísraelskir miðlar sögðu frá því fyrr í dag að ríkisstjórn Bandaríkjanna hafi verið látin vita af árásinni fyrirfram og að „grænt ljós“ hafi verið gefið í Hvíta húsinu. Karoline Leavitt, talskona Hvíta hússins, hafði þó eftir Donald Trump að árásin væri „óheppilegt atvik“ sem ýtti ekki undir frið fyrir botni Miðjarðarhafs. Þá sagði hún við blaðamenn skömmu fyrir sex að Bandaríkjamenn hafi reynt að láta yfirvöld í Doha vita af árásinni áður en hún hafi verið gerð, en það virðist ekki hafa heppnast vegna lítils fyrirvara. Hún sagði einnig að þessi „einhliða árás innan landamæra Katar, fullvalda þjóðar og náins bandalagsríkis Bandaríkjanna“ þjónaði hvorki hagsmunum Ísrael né hagsmunum Bandaríkjanna. Hún bætti við að það að gera út af við Hamas-samtökin, sem högnuðust á eymd íbúa Gasastrandarinnar væri verðugt markmið. .@karolineleavitt: on the Israeli strike in Doha:"Unilaterally bombing inside Qatar, a sovereign nation and ally... does not advance Israeli's or America's goals. However, eliminating Hamas, who have profited off the misery of those living in Gaza, is a worthy goal." pic.twitter.com/SmYPjPZIBT— Trump War Room (@TrumpWarRoom) September 9, 2025 Leavitt sagði að eftir árásina í dag hafi Trump talað við Benjamín Netanjahú í síma. Hún sagði að eftir símtalið sæti Trump þetta „óheppilega atvik“ til tækifæri fyrir frið. Þá sagði hún að árás sem þessi myndi ekki eiga sér stað aftur, því Trump hefði einnig rætt við emír Katar og forsætisráðherra ríkisins og staðhæft að þetta myndi ekki gerast aftur. Katar Ísrael Bandaríkin Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Donald Trump Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira
Einn meðlimur öryggissveita Katar er einnig sagður hafa fallið í árásinni í dag. Þetta hefur Al-Jazeera eftir einum af pólitískum leiðtogum Hamas en það er fyrsta opinbera yfirlýsing samtakanna um hverjir féllu í árásinni. Talsmenn Hamas hafa áður þvertekið fyrir að hátt settir meðlimir samtakanna hafi ekki fallið þar sem síðar hefur komið í ljós að þeir dóu. Það hefur tekið samtökin nokkra mánuði að staðfesta fráfall leiðtoga. Ísraelski herinn varpaði í dag nokkrum sprengjum á Doha í Katar í dag, þar sem leiðtogar Hamas-samtakanna eru sagðir hafa verið komnir saman til að ræða nýjustu vopnahléstillöguna frá Bandaríkjunum. Sjá einnig: Ísraelar gera loftárásir á Katar Ráðamenn í Ísrael hafa ekki tjáð sig um það hvort þeir telji árásina hafa heppnast eða ekki. Árásin hefur verið harðlega fordæmd af ríkisstjórn Katar, nágrannaríkjum og ráðamönnum annarra landa víða um heim. Reyndu að vara Katara við Pólitískir leiðtogar Hamas-samtakanna hafa haldið til í Doha frá árinu 2011, þegar yfirvöld þar tóku við þeim að beiðni ráðamanna í Bandaríkjunum. Tvennum sögum hefur farið af aðkomu Bandaríkjanna að árásinni í dag. Ísraelskir miðlar sögðu frá því fyrr í dag að ríkisstjórn Bandaríkjanna hafi verið látin vita af árásinni fyrirfram og að „grænt ljós“ hafi verið gefið í Hvíta húsinu. Karoline Leavitt, talskona Hvíta hússins, hafði þó eftir Donald Trump að árásin væri „óheppilegt atvik“ sem ýtti ekki undir frið fyrir botni Miðjarðarhafs. Þá sagði hún við blaðamenn skömmu fyrir sex að Bandaríkjamenn hafi reynt að láta yfirvöld í Doha vita af árásinni áður en hún hafi verið gerð, en það virðist ekki hafa heppnast vegna lítils fyrirvara. Hún sagði einnig að þessi „einhliða árás innan landamæra Katar, fullvalda þjóðar og náins bandalagsríkis Bandaríkjanna“ þjónaði hvorki hagsmunum Ísrael né hagsmunum Bandaríkjanna. Hún bætti við að það að gera út af við Hamas-samtökin, sem högnuðust á eymd íbúa Gasastrandarinnar væri verðugt markmið. .@karolineleavitt: on the Israeli strike in Doha:"Unilaterally bombing inside Qatar, a sovereign nation and ally... does not advance Israeli's or America's goals. However, eliminating Hamas, who have profited off the misery of those living in Gaza, is a worthy goal." pic.twitter.com/SmYPjPZIBT— Trump War Room (@TrumpWarRoom) September 9, 2025 Leavitt sagði að eftir árásina í dag hafi Trump talað við Benjamín Netanjahú í síma. Hún sagði að eftir símtalið sæti Trump þetta „óheppilega atvik“ til tækifæri fyrir frið. Þá sagði hún að árás sem þessi myndi ekki eiga sér stað aftur, því Trump hefði einnig rætt við emír Katar og forsætisráðherra ríkisins og staðhæft að þetta myndi ekki gerast aftur.
Katar Ísrael Bandaríkin Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Donald Trump Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira