Körfubolti

Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik

Valur Páll Eiríksson skrifar
Sengun fór mikinn í dag fyrir Tyrki.
Sengun fór mikinn í dag fyrir Tyrki. EPA/TOMS KALNINS

Tyrkland tryggði sér fyrst liða sæti í 8-liða úrslitum á EM karla í körfubolta með 91-77 sigri á Pólverjum í Riga í dag.

Fátt fékk liðin aðskilin í upphafi leiks og var staðan jöfn, 19-19, eftir fyrsta leikhlutann. Tyrkir stungu hins vegar af í öðrum leikhluta þar sem þeir skoruðu rúmlega tvöfalt fleiri stig en Pólverjar, 27 gegn 13, og litu aldrei um öxl.

Þeir pólsku reyndu hvað þeir gátu að svara fyrir sig í fjórða leikhlutanum en Tyrkjum gekk vel að negla niður skot utan þriggja stiga línunnar þegar á þurfti að halda.

Mikið munaði um Kanann Jordan Lloyd sem hefur dregið vagninn sóknarlega fyrir Pólverja á mótinu. Hann fann sig ekki í dag þar sem hann hitti aðeins úr einu af sjö skotum sínum þriggja stiga línunnar. Hann var þrátt fyrir það stigahæstur Pólverja með 19 stig, ásamt Mateusz Ponitka, sem skoraði einnig 19.

Alperen Sengun var stigahæstur Tyrkja með 19 stig, en hann tók einnig tólf fráköst og gaf tíu stoðsendingar og var því með þrefalda tvennu.

Tyrkir mæta annað hvort Litáen eða Grikklandi í undanúrslitunum en þau lið eigast við klukkan 18:00 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×