Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Eiður Þór Árnason skrifar 8. september 2025 19:07 Útlit er fyrir að Jonas Gahr Støre, leiðtogi Verkamannaflokksins, muni láta reyna á stjórnarmyndun. Talið er að viðræðurnar verði torveldar en gangi spilið upp eru allar líkur á því að Støre sitji áfram sem forsætisráðherra. EPA/AMANDA PEDERSEN GISKE Fylking mið- og vinstriflokka í norskum stjórnmálum mælist með meirihluta í þingkosningunum sem fram fóru í dag. Miðað við fyrstu tölur fá þeir flokkar 88 þingmenn með Verkamannaflokkinn í broddi fylkingar. Aðrir flokkar sem teljast til hægri fá 81 þingmann en 85 þarf til að hljóta meirihluta á norska stórþinginu. Verkamannaflokkur Jonas Gahr Støre mælist stærstur með 28 prósent fylgi þegar 78 prósent atkvæða hafa verið talin. Nemur þetta aukningu upp á 1,7 prósentustig miðað við niðurstöður síðustu kosninga. Næst kemur Framfaraflokkur Sylvi Listhaug með 24,8 prósent atkvæða. Sá er hástökkvari kosninganna og eykur fylgi sitt um 13,2 prósentustig frá árinu 2021 og rúmlega tvöfaldar styrk sinn. Hægri flokkur Ernu Solberg mælist með 14,3 prósent atkvæða og lækkar um sex prósentustig. Telst þetta mikið högg fyrir Solberg, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, en flokkur hennar var áður mun stærri en Framfaraflokkurinn. Miðflokkurinn fer illa út úr stjórnarslitum Miðflokkurinn mælist með 6,0 prósent, Sósíalíski vinstri flokkurinn með 5,3 prósent, Rauðir með 5,3 prósent og Umhverfisflokkurinn/Græningjar með 4,4 prósent. Kristilegi þjóðarflokkurinn mælist með 4,2 prósent og Venstre með 3,4 prósent fylgi. Aðrir flokkar mælast með minna. Athygli vekur að Miðflokkurinn meira en helmingar fylgi sitt og lækkar um heil 7,5 prósentustig milli kosninga. Flokkurinn sleit ríkisstjórnarsamstarfi sínu við Verkamannaflokkinn í byrjun ársins. Norðmenn gengu að kjörborðinu í dag en óvenjustór hluti þeirra greiddi atkvæði utan kjörfundar.EPA/Gorm Kallestad Efnahagsmál ofarlega á baugi Síðustu kjörstöðum lokaði í Noregi klukkan sjö að íslenskum tíma. Mikil spenna hefur ríkt yfir niðurstöðum þingkosninganna og lengi verið útlit fyrir að flókin stjórnarmyndun taki við. Efnahagsmálin hafa verið ofarlega á baugi hjá kjósendum í kosningabaráttunni vegna dýrtíðar og ójöfnuðs. Raforkuverð hefur meðal annars verið í hæstu hæðum og komið til tals að hætta útflutningi rafmagns til Danmerkur, til að reyna að lækka raforkuverð til norsks almennings. Þá hefur meðal annars mikið verið þrætt um auðlegðarskatt. Sat einn eftir í minnihlutastjórn Síðasta kjörtímabil hefur verið viðburðaríkt og sleit Miðflokkurinn ríkisstjórnarsamstarfi sínu við Verkamannaflokkinn í janúar. Síðan þá hefur Verkamannaflokkurinn verið einn í minnihlutastjórn. Eftir síðustu kosningar árið 2021 leiddi Verkamannaflokkur Jonas Gahr Støre ríkisstjórn landsins með Miðflokknum, gömlum bændaflokki á miðju norskra stjórnmála. Þá varði Sósíalíski vinstri flokkurinn minnihlutastjórn flokkanna tveggja falli eftir að hann hafnaði því að ganga inn í stjórnarsamstarfið, meðal annars vegna ágreinings um umhverfismál. Miðflokkurinn sleit ríkisstjórnarsamstarfinu við Verkamannaflokkinn vegna deilna um innleiðingu á svonefndum fjórða orkupakka Evrópusambandsins. Hafnaði Miðflokkurinn frekara samstarfi við Evrópusambandið í orkumálum en Verkamannaflokkurinn vildi innleiða reglugerðirnar strax. Miðflokkurinn virðist fara illa út úr þessari ákvörðun og meira en helmingar fylgi sitt milli kosninga, líkt og áður segir. Fréttin hefur verið uppfærð. Noregur Þingkosningar í Noregi Tengdar fréttir Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Norðmenn ganga að kjörborðinu á morgun en um helmingur kjósenda hefur þegar greitt atkvæði utan kjörfundar. Líklegt er að flókin stjórnarmyndun taki við, sama hvort vinstri- eða hægriflokkar hafi betur. 7. september 2025 21:30 Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Sjá meira
Verkamannaflokkur Jonas Gahr Støre mælist stærstur með 28 prósent fylgi þegar 78 prósent atkvæða hafa verið talin. Nemur þetta aukningu upp á 1,7 prósentustig miðað við niðurstöður síðustu kosninga. Næst kemur Framfaraflokkur Sylvi Listhaug með 24,8 prósent atkvæða. Sá er hástökkvari kosninganna og eykur fylgi sitt um 13,2 prósentustig frá árinu 2021 og rúmlega tvöfaldar styrk sinn. Hægri flokkur Ernu Solberg mælist með 14,3 prósent atkvæða og lækkar um sex prósentustig. Telst þetta mikið högg fyrir Solberg, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, en flokkur hennar var áður mun stærri en Framfaraflokkurinn. Miðflokkurinn fer illa út úr stjórnarslitum Miðflokkurinn mælist með 6,0 prósent, Sósíalíski vinstri flokkurinn með 5,3 prósent, Rauðir með 5,3 prósent og Umhverfisflokkurinn/Græningjar með 4,4 prósent. Kristilegi þjóðarflokkurinn mælist með 4,2 prósent og Venstre með 3,4 prósent fylgi. Aðrir flokkar mælast með minna. Athygli vekur að Miðflokkurinn meira en helmingar fylgi sitt og lækkar um heil 7,5 prósentustig milli kosninga. Flokkurinn sleit ríkisstjórnarsamstarfi sínu við Verkamannaflokkinn í byrjun ársins. Norðmenn gengu að kjörborðinu í dag en óvenjustór hluti þeirra greiddi atkvæði utan kjörfundar.EPA/Gorm Kallestad Efnahagsmál ofarlega á baugi Síðustu kjörstöðum lokaði í Noregi klukkan sjö að íslenskum tíma. Mikil spenna hefur ríkt yfir niðurstöðum þingkosninganna og lengi verið útlit fyrir að flókin stjórnarmyndun taki við. Efnahagsmálin hafa verið ofarlega á baugi hjá kjósendum í kosningabaráttunni vegna dýrtíðar og ójöfnuðs. Raforkuverð hefur meðal annars verið í hæstu hæðum og komið til tals að hætta útflutningi rafmagns til Danmerkur, til að reyna að lækka raforkuverð til norsks almennings. Þá hefur meðal annars mikið verið þrætt um auðlegðarskatt. Sat einn eftir í minnihlutastjórn Síðasta kjörtímabil hefur verið viðburðaríkt og sleit Miðflokkurinn ríkisstjórnarsamstarfi sínu við Verkamannaflokkinn í janúar. Síðan þá hefur Verkamannaflokkurinn verið einn í minnihlutastjórn. Eftir síðustu kosningar árið 2021 leiddi Verkamannaflokkur Jonas Gahr Støre ríkisstjórn landsins með Miðflokknum, gömlum bændaflokki á miðju norskra stjórnmála. Þá varði Sósíalíski vinstri flokkurinn minnihlutastjórn flokkanna tveggja falli eftir að hann hafnaði því að ganga inn í stjórnarsamstarfið, meðal annars vegna ágreinings um umhverfismál. Miðflokkurinn sleit ríkisstjórnarsamstarfinu við Verkamannaflokkinn vegna deilna um innleiðingu á svonefndum fjórða orkupakka Evrópusambandsins. Hafnaði Miðflokkurinn frekara samstarfi við Evrópusambandið í orkumálum en Verkamannaflokkurinn vildi innleiða reglugerðirnar strax. Miðflokkurinn virðist fara illa út úr þessari ákvörðun og meira en helmingar fylgi sitt milli kosninga, líkt og áður segir. Fréttin hefur verið uppfærð.
Noregur Þingkosningar í Noregi Tengdar fréttir Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Norðmenn ganga að kjörborðinu á morgun en um helmingur kjósenda hefur þegar greitt atkvæði utan kjörfundar. Líklegt er að flókin stjórnarmyndun taki við, sama hvort vinstri- eða hægriflokkar hafi betur. 7. september 2025 21:30 Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Sjá meira
Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Norðmenn ganga að kjörborðinu á morgun en um helmingur kjósenda hefur þegar greitt atkvæði utan kjörfundar. Líklegt er að flókin stjórnarmyndun taki við, sama hvort vinstri- eða hægriflokkar hafi betur. 7. september 2025 21:30