Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Bjarki Sigurðsson skrifar 12. september 2025 23:01 Þór Austmar og Björn Gíslason búa báðir í Ártúnsholti. Vísir/Sigurjón Ósætti er með áform borgarinnar um að færa grenndargáma Ártúnsholts. Íbúar hafa gríðarlegar áhyggjur af nýju staðsetningunni, sem er við fjölfarna gönguleið barna hverfisins. Gámarnir hafa hingað til verið við stórbílaplan við Straum, rétt austan við N1 í Ártúnsholti, í jaðri hverfisins. Búið er að afmarka svæðið við Streng þar sem gámarnir verða færðir. Þar hafa síðustu ár verið bílastæði sem gestir hverfisins hafa helst nýtt sér. Hér fyrir neðan má sjá hvar grenndargámarnir eru í dag. Ákvörðunin var fyrst kynnt árið 2019 og mótmæltu íbúar þá harðlega á íbúafundi. Ekkert gerðist næstu sex ár og töldu margir að hætt hafi verið við að færa gámana. Það var þó ekki raunin. „Að setja þetta hérna inn í mitt íbúðahverfi, þessu fylgir sóðaskapur með tilheyrandi mávageri og slíku. Hér eru leikskólar tveir ásamt grunnskóla, þetta hefur áhrif,“ segir Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og íbúi í Ártúnsholti. Og hér fyrir neðan má sjá bílastæðið hvar gámarnir verða. Hafa miklar áhyggjur Í hverfishóp Ártúnsholts lýstu fjölmargir yfir óánægju sinni eftir að svæðið var afmarkað fyrir helgi. Íbúar voru hvattir til að senda ábendingu á borgina og mótmæla, sem fjöldi fólks gerði. Áformin sögð galin, fáránleg og út í hött. „Við höfum áhyggjur því hér eru leikskólar og skóli í nágrenni, sem þýðir mikil umferð af krökkum fram og til baka. Við íbúar erum bara mjög áhyggjufullir. Þessu fylgir umferð stórra bíla og tilheyrandi ónæði af mávum eins og gerist niður frá. Vonandi verður ekki rusl fjúkandi, en við höfum miklar áhyggjur,“ segir Þór Austmar, einnig íbúi í hverfinu. Meira áberandi staður Borgin færir þau rök að grenndarstöðvar skuli vera staðsettar á áberandi stöðum þar sem íbúar eigi erindi. Með því að færa stöðina aukist aðgengi gangandi og hjólandi og hærra hlutfall íbúa búi innan við fimm hundruð metra frá henni. „Það skilur eiginlega enginn neitt í þessari framkvæmd og það er enginn að biðja um hana. Að auka umferð bíla inn í hverfið, þetta eru þröngar götur og svo koma stórir bílar sem skyggja á litla krakka sem eru að fara í og úr skóla. Hér eru sex og sjö ára börn að labba sín fyrstu skref í skólann, þetta er bara mikið áhyggjuefni,“ segir Þór. Reykjavík Skipulag Sorphirða Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Gámarnir hafa hingað til verið við stórbílaplan við Straum, rétt austan við N1 í Ártúnsholti, í jaðri hverfisins. Búið er að afmarka svæðið við Streng þar sem gámarnir verða færðir. Þar hafa síðustu ár verið bílastæði sem gestir hverfisins hafa helst nýtt sér. Hér fyrir neðan má sjá hvar grenndargámarnir eru í dag. Ákvörðunin var fyrst kynnt árið 2019 og mótmæltu íbúar þá harðlega á íbúafundi. Ekkert gerðist næstu sex ár og töldu margir að hætt hafi verið við að færa gámana. Það var þó ekki raunin. „Að setja þetta hérna inn í mitt íbúðahverfi, þessu fylgir sóðaskapur með tilheyrandi mávageri og slíku. Hér eru leikskólar tveir ásamt grunnskóla, þetta hefur áhrif,“ segir Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og íbúi í Ártúnsholti. Og hér fyrir neðan má sjá bílastæðið hvar gámarnir verða. Hafa miklar áhyggjur Í hverfishóp Ártúnsholts lýstu fjölmargir yfir óánægju sinni eftir að svæðið var afmarkað fyrir helgi. Íbúar voru hvattir til að senda ábendingu á borgina og mótmæla, sem fjöldi fólks gerði. Áformin sögð galin, fáránleg og út í hött. „Við höfum áhyggjur því hér eru leikskólar og skóli í nágrenni, sem þýðir mikil umferð af krökkum fram og til baka. Við íbúar erum bara mjög áhyggjufullir. Þessu fylgir umferð stórra bíla og tilheyrandi ónæði af mávum eins og gerist niður frá. Vonandi verður ekki rusl fjúkandi, en við höfum miklar áhyggjur,“ segir Þór Austmar, einnig íbúi í hverfinu. Meira áberandi staður Borgin færir þau rök að grenndarstöðvar skuli vera staðsettar á áberandi stöðum þar sem íbúar eigi erindi. Með því að færa stöðina aukist aðgengi gangandi og hjólandi og hærra hlutfall íbúa búi innan við fimm hundruð metra frá henni. „Það skilur eiginlega enginn neitt í þessari framkvæmd og það er enginn að biðja um hana. Að auka umferð bíla inn í hverfið, þetta eru þröngar götur og svo koma stórir bílar sem skyggja á litla krakka sem eru að fara í og úr skóla. Hér eru sex og sjö ára börn að labba sín fyrstu skref í skólann, þetta er bara mikið áhyggjuefni,“ segir Þór.
Reykjavík Skipulag Sorphirða Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira