Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Bjarki Sigurðsson skrifar 12. september 2025 23:01 Þór Austmar og Björn Gíslason búa báðir í Ártúnsholti. Vísir/Sigurjón Ósætti er með áform borgarinnar um að færa grenndargáma Ártúnsholts. Íbúar hafa gríðarlegar áhyggjur af nýju staðsetningunni, sem er við fjölfarna gönguleið barna hverfisins. Gámarnir hafa hingað til verið við stórbílaplan við Straum, rétt austan við N1 í Ártúnsholti, í jaðri hverfisins. Búið er að afmarka svæðið við Streng þar sem gámarnir verða færðir. Þar hafa síðustu ár verið bílastæði sem gestir hverfisins hafa helst nýtt sér. Hér fyrir neðan má sjá hvar grenndargámarnir eru í dag. Ákvörðunin var fyrst kynnt árið 2019 og mótmæltu íbúar þá harðlega á íbúafundi. Ekkert gerðist næstu sex ár og töldu margir að hætt hafi verið við að færa gámana. Það var þó ekki raunin. „Að setja þetta hérna inn í mitt íbúðahverfi, þessu fylgir sóðaskapur með tilheyrandi mávageri og slíku. Hér eru leikskólar tveir ásamt grunnskóla, þetta hefur áhrif,“ segir Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og íbúi í Ártúnsholti. Og hér fyrir neðan má sjá bílastæðið hvar gámarnir verða. Hafa miklar áhyggjur Í hverfishóp Ártúnsholts lýstu fjölmargir yfir óánægju sinni eftir að svæðið var afmarkað fyrir helgi. Íbúar voru hvattir til að senda ábendingu á borgina og mótmæla, sem fjöldi fólks gerði. Áformin sögð galin, fáránleg og út í hött. „Við höfum áhyggjur því hér eru leikskólar og skóli í nágrenni, sem þýðir mikil umferð af krökkum fram og til baka. Við íbúar erum bara mjög áhyggjufullir. Þessu fylgir umferð stórra bíla og tilheyrandi ónæði af mávum eins og gerist niður frá. Vonandi verður ekki rusl fjúkandi, en við höfum miklar áhyggjur,“ segir Þór Austmar, einnig íbúi í hverfinu. Meira áberandi staður Borgin færir þau rök að grenndarstöðvar skuli vera staðsettar á áberandi stöðum þar sem íbúar eigi erindi. Með því að færa stöðina aukist aðgengi gangandi og hjólandi og hærra hlutfall íbúa búi innan við fimm hundruð metra frá henni. „Það skilur eiginlega enginn neitt í þessari framkvæmd og það er enginn að biðja um hana. Að auka umferð bíla inn í hverfið, þetta eru þröngar götur og svo koma stórir bílar sem skyggja á litla krakka sem eru að fara í og úr skóla. Hér eru sex og sjö ára börn að labba sín fyrstu skref í skólann, þetta er bara mikið áhyggjuefni,“ segir Þór. Reykjavík Skipulag Sorphirða Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Sjá meira
Gámarnir hafa hingað til verið við stórbílaplan við Straum, rétt austan við N1 í Ártúnsholti, í jaðri hverfisins. Búið er að afmarka svæðið við Streng þar sem gámarnir verða færðir. Þar hafa síðustu ár verið bílastæði sem gestir hverfisins hafa helst nýtt sér. Hér fyrir neðan má sjá hvar grenndargámarnir eru í dag. Ákvörðunin var fyrst kynnt árið 2019 og mótmæltu íbúar þá harðlega á íbúafundi. Ekkert gerðist næstu sex ár og töldu margir að hætt hafi verið við að færa gámana. Það var þó ekki raunin. „Að setja þetta hérna inn í mitt íbúðahverfi, þessu fylgir sóðaskapur með tilheyrandi mávageri og slíku. Hér eru leikskólar tveir ásamt grunnskóla, þetta hefur áhrif,“ segir Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og íbúi í Ártúnsholti. Og hér fyrir neðan má sjá bílastæðið hvar gámarnir verða. Hafa miklar áhyggjur Í hverfishóp Ártúnsholts lýstu fjölmargir yfir óánægju sinni eftir að svæðið var afmarkað fyrir helgi. Íbúar voru hvattir til að senda ábendingu á borgina og mótmæla, sem fjöldi fólks gerði. Áformin sögð galin, fáránleg og út í hött. „Við höfum áhyggjur því hér eru leikskólar og skóli í nágrenni, sem þýðir mikil umferð af krökkum fram og til baka. Við íbúar erum bara mjög áhyggjufullir. Þessu fylgir umferð stórra bíla og tilheyrandi ónæði af mávum eins og gerist niður frá. Vonandi verður ekki rusl fjúkandi, en við höfum miklar áhyggjur,“ segir Þór Austmar, einnig íbúi í hverfinu. Meira áberandi staður Borgin færir þau rök að grenndarstöðvar skuli vera staðsettar á áberandi stöðum þar sem íbúar eigi erindi. Með því að færa stöðina aukist aðgengi gangandi og hjólandi og hærra hlutfall íbúa búi innan við fimm hundruð metra frá henni. „Það skilur eiginlega enginn neitt í þessari framkvæmd og það er enginn að biðja um hana. Að auka umferð bíla inn í hverfið, þetta eru þröngar götur og svo koma stórir bílar sem skyggja á litla krakka sem eru að fara í og úr skóla. Hér eru sex og sjö ára börn að labba sín fyrstu skref í skólann, þetta er bara mikið áhyggjuefni,“ segir Þór.
Reykjavík Skipulag Sorphirða Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Sjá meira