Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn Valur Páll Eiríksson skrifar 8. september 2025 13:16 Alcaraz lagði Sinner í úrslitum Opna bandaríska meistaramótsins í gær. Hér eru þeir með verðlaun sín eftir viðureignina. EPA/JOHN G. MABANGLO Carlos Alcaraz fagnaði í gær sigri á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis. Hann lagði Jannik Sinner í úrslitaleiknum og virðast þeir félagar hreinlega ætla að taka yfir íþróttina. Þeir fá þá lítinn frið hvor frá öðrum. Um er að ræða fimmta úrslitaleikinn sem þeir mætast í á þessu ári. „Ég er farinn að sjá þig sem meira en fjölskyldu,“ sagði Alcaraz léttur í viðtali á vellinum eftir sigurinn í gærkvöld. Þeir félagar hafa þá rekist tvisvar á hvorn annan á veitingastöðum í New York-borg síðustu daga á meðan mótinu stóð yfir. Af fimm úrslitaviðureignum þeirra mættust þeir þrisvar í úrslitum á risamóti. Alcaraz fagnaði sigri á Opna franska snemmsumars en Sinner svaraði með sigri gegn Alcaraz í úrslitum Wimbledon-mótsins mánuði síðar. Mikil vinna hefur farið í að leika gegn Sinner síðan þá, vinna sem skilaði sér er Alcaraz svaraði fyrir sig með sigri á Opna bandaríska meistaramótinu í gær. „Ég gef 100 prósent á hverjum degi til að bæta mig, sest niður með teyminu til að sjá hvað ég get gert betur til að vinna Jannik og fagna titlum eins og þessum,“ sagði Alcaraz í gær. Alcaraz komst á topp heimslistans með sigrinum en hann hefur unnið flest mót allra á ATP-mótaröðinni í ár, sjö talsins. Sinner vann aftur á móti fyrsta risamót ársins, Opna ástralska, eftir sigur á Þjóðverjanum Alexander Zverev í úrslitum. „Þessi rígur hefur mikla þýðingu. Hann er sérstakur fyrir mig, fyrir hann og fólkið sem fylgist með honum á hverju móti,“ segir Alcaraz jafnframt. Ekkert lát virðist ætla að vera á yfirburðum þeirra félaga og útlit fyrir að þeir muni heyja einvígi um risamótstitlana næstu ár. Aðrir tennisleikarar fylgjast með og sjá þá tvo bestu í heimi bæta sig vegna rígsins en þurfa að bíða misstigs ætli þeir að slá Alcaraz og Sinner við. Sá sem er líklegastur til að standa í hárinu á þeim er, ótrúlegt en satt, Novak Djokovic, sem varð 38 ára gamall í maí. Aðrir eru skrefi eða skrefum á eftir gæðastigi dúettsins þar sem áðurnefndur Zverev er sagður virðast skorta trú á sigri á risamóti og Bandaríkjamaðurinn Taylor Fritz ekki kominn með verkfærakassann til að leggja þá að velli. Margra augu eru á 19 ára Brasilíumanni, Joao Fonseca, sem lofar góðu, sem og Bretinn Jack Draper og Kaninn Ben Shelton, sem eru 23 og 22 ára, en hafa ekki enn sýnt stöðugleikann sem til þarf að hrista upp í baráttunni á toppnum. Fróðlegt verður að fylgjast með einvígi þeirra Alcaraz og Sinner næstu misserin, hvort þeir ætli að taka yfir líkt og Roger Federer og Rafael Nadal gerðu fyrir tveimur áratugum, og þá hvort aðrir ætli sér yfirhöfuð að vera með. Tennis Opna bandaríska Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Körfuboltakvöld Extra tekur fyrir leik Vals og Tindastóls í beinni Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Laus úr útlegðinni og mættur heim „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Baldvin bætti Íslandsmetið Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sjá meira
Um er að ræða fimmta úrslitaleikinn sem þeir mætast í á þessu ári. „Ég er farinn að sjá þig sem meira en fjölskyldu,“ sagði Alcaraz léttur í viðtali á vellinum eftir sigurinn í gærkvöld. Þeir félagar hafa þá rekist tvisvar á hvorn annan á veitingastöðum í New York-borg síðustu daga á meðan mótinu stóð yfir. Af fimm úrslitaviðureignum þeirra mættust þeir þrisvar í úrslitum á risamóti. Alcaraz fagnaði sigri á Opna franska snemmsumars en Sinner svaraði með sigri gegn Alcaraz í úrslitum Wimbledon-mótsins mánuði síðar. Mikil vinna hefur farið í að leika gegn Sinner síðan þá, vinna sem skilaði sér er Alcaraz svaraði fyrir sig með sigri á Opna bandaríska meistaramótinu í gær. „Ég gef 100 prósent á hverjum degi til að bæta mig, sest niður með teyminu til að sjá hvað ég get gert betur til að vinna Jannik og fagna titlum eins og þessum,“ sagði Alcaraz í gær. Alcaraz komst á topp heimslistans með sigrinum en hann hefur unnið flest mót allra á ATP-mótaröðinni í ár, sjö talsins. Sinner vann aftur á móti fyrsta risamót ársins, Opna ástralska, eftir sigur á Þjóðverjanum Alexander Zverev í úrslitum. „Þessi rígur hefur mikla þýðingu. Hann er sérstakur fyrir mig, fyrir hann og fólkið sem fylgist með honum á hverju móti,“ segir Alcaraz jafnframt. Ekkert lát virðist ætla að vera á yfirburðum þeirra félaga og útlit fyrir að þeir muni heyja einvígi um risamótstitlana næstu ár. Aðrir tennisleikarar fylgjast með og sjá þá tvo bestu í heimi bæta sig vegna rígsins en þurfa að bíða misstigs ætli þeir að slá Alcaraz og Sinner við. Sá sem er líklegastur til að standa í hárinu á þeim er, ótrúlegt en satt, Novak Djokovic, sem varð 38 ára gamall í maí. Aðrir eru skrefi eða skrefum á eftir gæðastigi dúettsins þar sem áðurnefndur Zverev er sagður virðast skorta trú á sigri á risamóti og Bandaríkjamaðurinn Taylor Fritz ekki kominn með verkfærakassann til að leggja þá að velli. Margra augu eru á 19 ára Brasilíumanni, Joao Fonseca, sem lofar góðu, sem og Bretinn Jack Draper og Kaninn Ben Shelton, sem eru 23 og 22 ára, en hafa ekki enn sýnt stöðugleikann sem til þarf að hrista upp í baráttunni á toppnum. Fróðlegt verður að fylgjast með einvígi þeirra Alcaraz og Sinner næstu misserin, hvort þeir ætli að taka yfir líkt og Roger Federer og Rafael Nadal gerðu fyrir tveimur áratugum, og þá hvort aðrir ætli sér yfirhöfuð að vera með.
Tennis Opna bandaríska Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Körfuboltakvöld Extra tekur fyrir leik Vals og Tindastóls í beinni Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Laus úr útlegðinni og mættur heim „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Baldvin bætti Íslandsmetið Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sjá meira