„Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Hjörvar Ólafsson skrifar 6. september 2025 15:59 Hrannar Guðmundsson fer yfir málin með leikmönnum sínum. Vísir/Anton Brink Stjarnan laut í lægra haldi fyrir rúmenska liðinu Minaur Baia Mare í vítakastkeppjni í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í Hekluhöllinni í dag. Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var skiljanlega svekktur að leik loknum en á sama tíma stoltur af leikmönnum sínum. „Það er alveg rétt að töpin gerast ekki meira svekkjandi en þetta. Við vildum fá fleiri Evrópuleiki í vetur en nú er ljóst að svo verður ekki og það er bara áfram gakk. Við töpuðum ekki fyrir liði sem var betra en við í þessu einvígi. Það gerir þetta ennþá meira svekkjandi,“ sagði Hrannar eftir að vítakastkeppninni lauk og niðurstaðan lá fyrir. „Við fengum ótal möguleika á því að koma okkur yfir hér í seinni hálfleik. Þegar litið er til þess verður maður enn vonsviknari með að falla úr leik með þessum hætti hér í dag. Ég átta mig svo sem ekki á því hvers vegna við náum ekki að klára mómentin þar sem við erum að spila vel og nýta meðbyrinn til þess að koma okkur yfir,“ sagði Hrannar enn fremur. „Á hinn bóginn verð ég að hrósa leikmönnum mínum fyrir þann karakter sem liðið sýndi sem varð til þess að við jöfnuðum leikinn og komum okkur í vítakastkeppni. Það sama var uppi á teningnum þegar við búnir að grafa djúpa holu í deildarleiknum gegn Val á dögunum og það sýnir svart á hvítu hvað býr í þessu liði,“ sagði hann hreykinn. „Leikmenn lögðu allt í sölurnar í þetta verkefni og þetta var frábær dagur þrátt fyrir að ég sér hundsvekktur með hvernig þetta endaði. Við hefðum viljað máta okkur við fleiri atvinnumannalið í framhaldinu en því miður fáum við ekki að gera það að þessu sinni,“ sagði hann með blendnar tilfinningar í huga sínum. „Við munum draga heilmikinn lærdóm út úr þessum Evrópuleikum og ferðin til Rúmeníu þjappaði hópnum saman. Við erum hundfúlir núna og verðum það í dag en til langs tíma munum við græða á þessum leikjum, það er alveg klárt,“ sagði Hrannar borubrattur. „Við spiluðum hörkuvörn í þessum leikjum og sóknarleikurinn var heilt yfir bara fínn í leikjunum tveimur. Leikmenn og þjálfarar setja þessi leiki í reynslubankann góða og nú bara setjum við einbeitinuna alla á að standa okkur vel í deild og bikar,“ sagði hann. „Stuðningurinn var gjörsamlega frábær í þessum leik og það var gaman að sjá hvað félagið allt kom saman og tæklaði þennan leik með glæsibrag. Stjórn, forráðamenn og stuðningsmenn allir eiga hrós skilið fyrir að skapa jafn góða umgjörð og var í kringum þennan leik í dag,“ sagði Stjörnumaðurinn stoltur. Það var vel mætt á leikinn í dag og Stjörnumenn létu vel í sér heyra. Vísir/Anton Brink Stjarnan Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira
„Það er alveg rétt að töpin gerast ekki meira svekkjandi en þetta. Við vildum fá fleiri Evrópuleiki í vetur en nú er ljóst að svo verður ekki og það er bara áfram gakk. Við töpuðum ekki fyrir liði sem var betra en við í þessu einvígi. Það gerir þetta ennþá meira svekkjandi,“ sagði Hrannar eftir að vítakastkeppninni lauk og niðurstaðan lá fyrir. „Við fengum ótal möguleika á því að koma okkur yfir hér í seinni hálfleik. Þegar litið er til þess verður maður enn vonsviknari með að falla úr leik með þessum hætti hér í dag. Ég átta mig svo sem ekki á því hvers vegna við náum ekki að klára mómentin þar sem við erum að spila vel og nýta meðbyrinn til þess að koma okkur yfir,“ sagði Hrannar enn fremur. „Á hinn bóginn verð ég að hrósa leikmönnum mínum fyrir þann karakter sem liðið sýndi sem varð til þess að við jöfnuðum leikinn og komum okkur í vítakastkeppni. Það sama var uppi á teningnum þegar við búnir að grafa djúpa holu í deildarleiknum gegn Val á dögunum og það sýnir svart á hvítu hvað býr í þessu liði,“ sagði hann hreykinn. „Leikmenn lögðu allt í sölurnar í þetta verkefni og þetta var frábær dagur þrátt fyrir að ég sér hundsvekktur með hvernig þetta endaði. Við hefðum viljað máta okkur við fleiri atvinnumannalið í framhaldinu en því miður fáum við ekki að gera það að þessu sinni,“ sagði hann með blendnar tilfinningar í huga sínum. „Við munum draga heilmikinn lærdóm út úr þessum Evrópuleikum og ferðin til Rúmeníu þjappaði hópnum saman. Við erum hundfúlir núna og verðum það í dag en til langs tíma munum við græða á þessum leikjum, það er alveg klárt,“ sagði Hrannar borubrattur. „Við spiluðum hörkuvörn í þessum leikjum og sóknarleikurinn var heilt yfir bara fínn í leikjunum tveimur. Leikmenn og þjálfarar setja þessi leiki í reynslubankann góða og nú bara setjum við einbeitinuna alla á að standa okkur vel í deild og bikar,“ sagði hann. „Stuðningurinn var gjörsamlega frábær í þessum leik og það var gaman að sjá hvað félagið allt kom saman og tæklaði þennan leik með glæsibrag. Stjórn, forráðamenn og stuðningsmenn allir eiga hrós skilið fyrir að skapa jafn góða umgjörð og var í kringum þennan leik í dag,“ sagði Stjörnumaðurinn stoltur. Það var vel mætt á leikinn í dag og Stjörnumenn létu vel í sér heyra. Vísir/Anton Brink
Stjarnan Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira