Sport

Dag­skráin í dag: Lands­leikir og fleira

Siggeir Ævarsson skrifar
Stjarnan tekur á móti Þór/KA í Bestu-deild kvenna í dag
Stjarnan tekur á móti Þór/KA í Bestu-deild kvenna í dag

Það er landsleikjahlé í öllum stærstu deildum heims í fótbolta um helgina svo að það er öllu rólegri íþróttahelgi framundan en alla jafna. Það ættu þó flestir að finna eitthvað til að góna á á sportrásum Sýnar um helgina.

Sýn Sport Ísland

Stjarnan tekur á móti  Þór/KA í Bestu deild kvenna og hefst útsending klukkan 15:50.

Sýn Sport 4

Amgen Irish Open golfmótið verður í beinni frá 11:30

Sýn Sport Viaplay

Formúlan verður áberandi fyrri part dags á Sýn Sport Viaplay en Ítalíukappaksturinn á Monza fer fram um helgina. Klukkan 10:25 er síðasta æfingin á dagskrá og tímatakan verður svo í beinni klukkan 13:55.

Klukkan 15:50 er komið að leik Englands og Andorra í undankeppni HM 2026 og klukkan 18:35 er það svo leikur Írlands  og Ungverjalands.

Við lokum kvöldinu svo með Nascar Xfinity keppni, NXS Race at WWTR, og hefst sú útsending klukkan 23:25.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×