Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Lovísa Arnardóttir skrifar 5. september 2025 11:48 Veiran leggst sérstaklega þungt á börn á fyrsta aldursári. Vísir/Vilhelm Öllum ungbörnum undir sex mánaða aldri verður boðin forvörn gegn RS veirusýkingu frá og með október næstkomandi. RS-veiran er algeng orsök öndunarfærasýkinga, sem leggst sérstaklega þungt á börn á fyrsta aldursári, og veldur árlega fjölda innlagna á sjúkrahús hérlendis og erlendis. Frá þessu er greint á vef embættis landlæknis. Í tilkynningu landlæknis segir að ef ávinningur á Íslandi verði sambærilegur og í nágrannaríkjum megi búast við því að færri en 300 börn leiti árlega til læknis vegna RS-veirusýkingar, í stað um eða yfir 500 börn. Þá megi búast við því að sjúkrahúsinnlögnum fækki verulega, úr um 40 í tíu til fimmtán og að sjúkrahúslegudögum munu fækka úr 180 í 30. Þannig er áætlað að gjöf mótefnisins muni minnka veikindi barna, draga úr álagi á heilbrigðiskerfið, vonandi minni lyfjanotkun og áhyggjum foreldra auk fjarveru þeirra frá vinnu. Í mælaborði Landlæknisembættisins fyrir öndunarfærasýkingar má sjá ef litið er til síðasta vetrar að RS veiran náði hámarki sínu við lok árs þegar um 270 börn voru greind síðustu fjórar vikur ársins. Á myndinni má sjá hversu mörg börn voru greind hverja viku síðasta vetur. Landlæknisembættið Í tilkynningu segir að í alvarlegum tilvikum hafi börn þurft að leggjast inn á gjörgæslu og fá öndunarvélarstuðning. Mótefnið verður gefið á sjúkrastofnunum þar sem fara fram fæðingar eða fimm daga skoðun, sem og í ungbarnavernd á heilsugæslum. Eldri börn í áhættuhópum geta einnig fengið mótefnið á sjúkrahúsum eða heilsugæslum. Mikilvæg tímamót Alma D. Möller heilbrigðisráðherra segir það mikilvæg tímamót að þessi mikilvæga forvörn verði nú í boði fyrir öll ungbörn hér á landi því þau séu viðkvæmust fyrir. „Reynsla af efninu er góð og ég hvet foreldra til að þiggja þessa mikilvægu forvörn fyrir börnin sín þegar hún býðst,“ er haft eftir ráðherra í tilkynningu á vef stjórnarráðsins um sama efni. Í tilkynningu landlæknis segir að mótefnið hafi þegar verið notað síðastliðna tvo vetur í fjölda Evrópuríkja, auk annarra landa. Reynslan sé mjög góð. Þá segir að notkunin sé studd af samtökum barnalækna í Evrópu sem og Norður- og Suður Ameríku. Rannsóknir sýni um 80 prósent fækkun innlagna á sjúkrahús og einnig færri tilfelli bakteríusýkinga, sem oft fylgi í kjölfar RS-veirusýkingar. Veitir vörn strax við gjöf Efnið sem er notað kallast Nirsevimab og er einstofna mótefni, ekki hefðbundið bóluefni. Það veitir börnunum vörn strax við gjöf, án þess að ónæmiskerfið þurfi að bregðast við. Vörnin endist í um sex mánuði sem nær yfir allt RS-tímabilið. Á vef landlæknis segir einnig að áður fyrr hafi palivizumab (Synagis®) verið í boði fyrir fyrirbura og börn með sérstaka áhættuþætti, en það þurfti að gefa endurtekið á meðan RS-faraldur var í gangi. Nirsevimab er langvinnara og aðeins þarf eina gjöf á RS-tímabilinu, auk þess sem það verður í boði fyrir öll ungbörn. Nærri 30 ára reynsla er af notkun palivizumab og annarra einstofna mótefna. Heilbrigðismál Bólusetningar Börn og uppeldi Embætti landlæknis Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Sjá meira
Í tilkynningu landlæknis segir að ef ávinningur á Íslandi verði sambærilegur og í nágrannaríkjum megi búast við því að færri en 300 börn leiti árlega til læknis vegna RS-veirusýkingar, í stað um eða yfir 500 börn. Þá megi búast við því að sjúkrahúsinnlögnum fækki verulega, úr um 40 í tíu til fimmtán og að sjúkrahúslegudögum munu fækka úr 180 í 30. Þannig er áætlað að gjöf mótefnisins muni minnka veikindi barna, draga úr álagi á heilbrigðiskerfið, vonandi minni lyfjanotkun og áhyggjum foreldra auk fjarveru þeirra frá vinnu. Í mælaborði Landlæknisembættisins fyrir öndunarfærasýkingar má sjá ef litið er til síðasta vetrar að RS veiran náði hámarki sínu við lok árs þegar um 270 börn voru greind síðustu fjórar vikur ársins. Á myndinni má sjá hversu mörg börn voru greind hverja viku síðasta vetur. Landlæknisembættið Í tilkynningu segir að í alvarlegum tilvikum hafi börn þurft að leggjast inn á gjörgæslu og fá öndunarvélarstuðning. Mótefnið verður gefið á sjúkrastofnunum þar sem fara fram fæðingar eða fimm daga skoðun, sem og í ungbarnavernd á heilsugæslum. Eldri börn í áhættuhópum geta einnig fengið mótefnið á sjúkrahúsum eða heilsugæslum. Mikilvæg tímamót Alma D. Möller heilbrigðisráðherra segir það mikilvæg tímamót að þessi mikilvæga forvörn verði nú í boði fyrir öll ungbörn hér á landi því þau séu viðkvæmust fyrir. „Reynsla af efninu er góð og ég hvet foreldra til að þiggja þessa mikilvægu forvörn fyrir börnin sín þegar hún býðst,“ er haft eftir ráðherra í tilkynningu á vef stjórnarráðsins um sama efni. Í tilkynningu landlæknis segir að mótefnið hafi þegar verið notað síðastliðna tvo vetur í fjölda Evrópuríkja, auk annarra landa. Reynslan sé mjög góð. Þá segir að notkunin sé studd af samtökum barnalækna í Evrópu sem og Norður- og Suður Ameríku. Rannsóknir sýni um 80 prósent fækkun innlagna á sjúkrahús og einnig færri tilfelli bakteríusýkinga, sem oft fylgi í kjölfar RS-veirusýkingar. Veitir vörn strax við gjöf Efnið sem er notað kallast Nirsevimab og er einstofna mótefni, ekki hefðbundið bóluefni. Það veitir börnunum vörn strax við gjöf, án þess að ónæmiskerfið þurfi að bregðast við. Vörnin endist í um sex mánuði sem nær yfir allt RS-tímabilið. Á vef landlæknis segir einnig að áður fyrr hafi palivizumab (Synagis®) verið í boði fyrir fyrirbura og börn með sérstaka áhættuþætti, en það þurfti að gefa endurtekið á meðan RS-faraldur var í gangi. Nirsevimab er langvinnara og aðeins þarf eina gjöf á RS-tímabilinu, auk þess sem það verður í boði fyrir öll ungbörn. Nærri 30 ára reynsla er af notkun palivizumab og annarra einstofna mótefna.
Heilbrigðismál Bólusetningar Börn og uppeldi Embætti landlæknis Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Sjá meira