Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Magnús Jochum Pálsson skrifar 5. september 2025 13:55 Macaulay Culkin segir John Candy hafa gert sér grein fyrir því að Kit Culkin væri ekki góður við börn sín á undan öðrum. Getty Macaulay Culkin, ein frægasta barnastjarna allra tíma, segist þakklátur leikaranum John Candy, sem vann með honum að tveimur myndum, fyrir að taka eftir því að faðir Culkin væri „skrímsli“ og láta sig barnastjörnuna varða. Culkin og Candy léku saman í grínmyndunum Uncle Buck (1989) og Home Alone (1990) snemma á ferli barnastjörnunnar. Culkin er einn viðmælenda í heimildarmyndinni John Candy: I Like Me sem fjallar um ævi grínleikarans og var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni TIFF í gær. Þar lýsti Culkin því yfir að Candy hefði verið alvöru föðurímynd í lífi hans á sama tíma og hann átti erfitt samband við raunverulegan föður sinn, Kit Culkin, sem hann hefur ekki átt í samskiptum við í þrjátíu ár. Candy hafi séð að eitthvað væri að „Ég held að hann hafi alltaf verið með gott innsæi,“ sagði Culkin um Candy í samtali við Entertainment Weekly í gærkvöldi. „Áður en bylgjan náði hápunkti og Home Alone-dótið gerðist, var ekki erfitt að sjá hvað faðir minn var erfiður viðureignar. Það var ekkert leyndarmál. Hann var þegar orðinn skrímsli,“ sagði hann jafnframt. Culkin lýsti því yfir að eftir velgengni Home Alone og Home Alone 2 hafi hegðun föður hans bara versnað. Macaulay Culkin á rauð dreglinum 1991 ásamt föður sínum, Kit Culkin, sem er lengst til vinstri á myndinni.Getty „Skyndilega kom frægðin og peningarnir og hann varð illræmt skrímsli,“ sagði Culkin um föðurinn sem hafi ekki verið góður maður fyrir. John hafi áttað sig á því eitthvað væri ekki í lagi og reglulega spurt Macaulay hvort honum liði vel og allt væri í lagi hjá honum heima fyrir. Hegðun Candy hafi verið til marks um manninn sem hann hafði að geyma. Culkin segist óska sér að fleiri en Candy hefðu sýnt honum viðlíka umhyggju og látið hann sig varða. „Það gerist ekki það oft. Það gerðist æ sjaldnar eftir því sem tíminn leið,“ sagði Culkin og bætti við: „Ég vildi ég hefði haft meira af slíku í lífi mínu. Það er mikilvægt að ég muni það. Ég man að þegar öðrum var sama, var John ekki sama.“ Culkin hefur áður rætt slæmt samband sitt við föður sinn í fjölmiðlum áður og fjallaði um samband þeirra í sjálfsævisögunni Junior (2006). Í ævisögunni lýsti Culkin því að faðirinn hefði verið ofbeldisfullur í garð fjölskyldunnar og sagði hann „verstu manneskju“ sem leikarinn hafði kynnst. Taldi Culkin að faðirinn hefði verið afbrýðisamur því sonurinn hefði afrekað allt sem Kit þráði áður en hann varð tíu ára gamall. Stiklu fyrir heimildarmyndina um Candy má sjá hér að neðan: Hollywood Bíó og sjónvarp Bandaríkin Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Barnastjörnurnar og baráttan um peningana Leikkonan Shirley Temple var mikil barnastjarna sérstaklega á árunum 1935-38 og þá einhvern vinsælasta leikkona heims. 26. nóvember 2020 07:00 Mest lesið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Sjá meira
Culkin og Candy léku saman í grínmyndunum Uncle Buck (1989) og Home Alone (1990) snemma á ferli barnastjörnunnar. Culkin er einn viðmælenda í heimildarmyndinni John Candy: I Like Me sem fjallar um ævi grínleikarans og var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni TIFF í gær. Þar lýsti Culkin því yfir að Candy hefði verið alvöru föðurímynd í lífi hans á sama tíma og hann átti erfitt samband við raunverulegan föður sinn, Kit Culkin, sem hann hefur ekki átt í samskiptum við í þrjátíu ár. Candy hafi séð að eitthvað væri að „Ég held að hann hafi alltaf verið með gott innsæi,“ sagði Culkin um Candy í samtali við Entertainment Weekly í gærkvöldi. „Áður en bylgjan náði hápunkti og Home Alone-dótið gerðist, var ekki erfitt að sjá hvað faðir minn var erfiður viðureignar. Það var ekkert leyndarmál. Hann var þegar orðinn skrímsli,“ sagði hann jafnframt. Culkin lýsti því yfir að eftir velgengni Home Alone og Home Alone 2 hafi hegðun föður hans bara versnað. Macaulay Culkin á rauð dreglinum 1991 ásamt föður sínum, Kit Culkin, sem er lengst til vinstri á myndinni.Getty „Skyndilega kom frægðin og peningarnir og hann varð illræmt skrímsli,“ sagði Culkin um föðurinn sem hafi ekki verið góður maður fyrir. John hafi áttað sig á því eitthvað væri ekki í lagi og reglulega spurt Macaulay hvort honum liði vel og allt væri í lagi hjá honum heima fyrir. Hegðun Candy hafi verið til marks um manninn sem hann hafði að geyma. Culkin segist óska sér að fleiri en Candy hefðu sýnt honum viðlíka umhyggju og látið hann sig varða. „Það gerist ekki það oft. Það gerðist æ sjaldnar eftir því sem tíminn leið,“ sagði Culkin og bætti við: „Ég vildi ég hefði haft meira af slíku í lífi mínu. Það er mikilvægt að ég muni það. Ég man að þegar öðrum var sama, var John ekki sama.“ Culkin hefur áður rætt slæmt samband sitt við föður sinn í fjölmiðlum áður og fjallaði um samband þeirra í sjálfsævisögunni Junior (2006). Í ævisögunni lýsti Culkin því að faðirinn hefði verið ofbeldisfullur í garð fjölskyldunnar og sagði hann „verstu manneskju“ sem leikarinn hafði kynnst. Taldi Culkin að faðirinn hefði verið afbrýðisamur því sonurinn hefði afrekað allt sem Kit þráði áður en hann varð tíu ára gamall. Stiklu fyrir heimildarmyndina um Candy má sjá hér að neðan:
Hollywood Bíó og sjónvarp Bandaríkin Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Barnastjörnurnar og baráttan um peningana Leikkonan Shirley Temple var mikil barnastjarna sérstaklega á árunum 1935-38 og þá einhvern vinsælasta leikkona heims. 26. nóvember 2020 07:00 Mest lesið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Sjá meira
Barnastjörnurnar og baráttan um peningana Leikkonan Shirley Temple var mikil barnastjarna sérstaklega á árunum 1935-38 og þá einhvern vinsælasta leikkona heims. 26. nóvember 2020 07:00