Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Magnús Jochum Pálsson skrifar 5. september 2025 13:55 Macaulay Culkin segir John Candy hafa gert sér grein fyrir því að Kit Culkin væri ekki góður við börn sín á undan öðrum. Getty Macaulay Culkin, ein frægasta barnastjarna allra tíma, segist þakklátur leikaranum John Candy, sem vann með honum að tveimur myndum, fyrir að taka eftir því að faðir Culkin væri „skrímsli“ og láta sig barnastjörnuna varða. Culkin og Candy léku saman í grínmyndunum Uncle Buck (1989) og Home Alone (1990) snemma á ferli barnastjörnunnar. Culkin er einn viðmælenda í heimildarmyndinni John Candy: I Like Me sem fjallar um ævi grínleikarans og var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni TIFF í gær. Þar lýsti Culkin því yfir að Candy hefði verið alvöru föðurímynd í lífi hans á sama tíma og hann átti erfitt samband við raunverulegan föður sinn, Kit Culkin, sem hann hefur ekki átt í samskiptum við í þrjátíu ár. Candy hafi séð að eitthvað væri að „Ég held að hann hafi alltaf verið með gott innsæi,“ sagði Culkin um Candy í samtali við Entertainment Weekly í gærkvöldi. „Áður en bylgjan náði hápunkti og Home Alone-dótið gerðist, var ekki erfitt að sjá hvað faðir minn var erfiður viðureignar. Það var ekkert leyndarmál. Hann var þegar orðinn skrímsli,“ sagði hann jafnframt. Culkin lýsti því yfir að eftir velgengni Home Alone og Home Alone 2 hafi hegðun föður hans bara versnað. Macaulay Culkin á rauð dreglinum 1991 ásamt föður sínum, Kit Culkin, sem er lengst til vinstri á myndinni.Getty „Skyndilega kom frægðin og peningarnir og hann varð illræmt skrímsli,“ sagði Culkin um föðurinn sem hafi ekki verið góður maður fyrir. John hafi áttað sig á því eitthvað væri ekki í lagi og reglulega spurt Macaulay hvort honum liði vel og allt væri í lagi hjá honum heima fyrir. Hegðun Candy hafi verið til marks um manninn sem hann hafði að geyma. Culkin segist óska sér að fleiri en Candy hefðu sýnt honum viðlíka umhyggju og látið hann sig varða. „Það gerist ekki það oft. Það gerðist æ sjaldnar eftir því sem tíminn leið,“ sagði Culkin og bætti við: „Ég vildi ég hefði haft meira af slíku í lífi mínu. Það er mikilvægt að ég muni það. Ég man að þegar öðrum var sama, var John ekki sama.“ Culkin hefur áður rætt slæmt samband sitt við föður sinn í fjölmiðlum áður og fjallaði um samband þeirra í sjálfsævisögunni Junior (2006). Í ævisögunni lýsti Culkin því að faðirinn hefði verið ofbeldisfullur í garð fjölskyldunnar og sagði hann „verstu manneskju“ sem leikarinn hafði kynnst. Taldi Culkin að faðirinn hefði verið afbrýðisamur því sonurinn hefði afrekað allt sem Kit þráði áður en hann varð tíu ára gamall. Stiklu fyrir heimildarmyndina um Candy má sjá hér að neðan: Hollywood Bíó og sjónvarp Bandaríkin Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Barnastjörnurnar og baráttan um peningana Leikkonan Shirley Temple var mikil barnastjarna sérstaklega á árunum 1935-38 og þá einhvern vinsælasta leikkona heims. 26. nóvember 2020 07:00 Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira
Culkin og Candy léku saman í grínmyndunum Uncle Buck (1989) og Home Alone (1990) snemma á ferli barnastjörnunnar. Culkin er einn viðmælenda í heimildarmyndinni John Candy: I Like Me sem fjallar um ævi grínleikarans og var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni TIFF í gær. Þar lýsti Culkin því yfir að Candy hefði verið alvöru föðurímynd í lífi hans á sama tíma og hann átti erfitt samband við raunverulegan föður sinn, Kit Culkin, sem hann hefur ekki átt í samskiptum við í þrjátíu ár. Candy hafi séð að eitthvað væri að „Ég held að hann hafi alltaf verið með gott innsæi,“ sagði Culkin um Candy í samtali við Entertainment Weekly í gærkvöldi. „Áður en bylgjan náði hápunkti og Home Alone-dótið gerðist, var ekki erfitt að sjá hvað faðir minn var erfiður viðureignar. Það var ekkert leyndarmál. Hann var þegar orðinn skrímsli,“ sagði hann jafnframt. Culkin lýsti því yfir að eftir velgengni Home Alone og Home Alone 2 hafi hegðun föður hans bara versnað. Macaulay Culkin á rauð dreglinum 1991 ásamt föður sínum, Kit Culkin, sem er lengst til vinstri á myndinni.Getty „Skyndilega kom frægðin og peningarnir og hann varð illræmt skrímsli,“ sagði Culkin um föðurinn sem hafi ekki verið góður maður fyrir. John hafi áttað sig á því eitthvað væri ekki í lagi og reglulega spurt Macaulay hvort honum liði vel og allt væri í lagi hjá honum heima fyrir. Hegðun Candy hafi verið til marks um manninn sem hann hafði að geyma. Culkin segist óska sér að fleiri en Candy hefðu sýnt honum viðlíka umhyggju og látið hann sig varða. „Það gerist ekki það oft. Það gerðist æ sjaldnar eftir því sem tíminn leið,“ sagði Culkin og bætti við: „Ég vildi ég hefði haft meira af slíku í lífi mínu. Það er mikilvægt að ég muni það. Ég man að þegar öðrum var sama, var John ekki sama.“ Culkin hefur áður rætt slæmt samband sitt við föður sinn í fjölmiðlum áður og fjallaði um samband þeirra í sjálfsævisögunni Junior (2006). Í ævisögunni lýsti Culkin því að faðirinn hefði verið ofbeldisfullur í garð fjölskyldunnar og sagði hann „verstu manneskju“ sem leikarinn hafði kynnst. Taldi Culkin að faðirinn hefði verið afbrýðisamur því sonurinn hefði afrekað allt sem Kit þráði áður en hann varð tíu ára gamall. Stiklu fyrir heimildarmyndina um Candy má sjá hér að neðan:
Hollywood Bíó og sjónvarp Bandaríkin Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Barnastjörnurnar og baráttan um peningana Leikkonan Shirley Temple var mikil barnastjarna sérstaklega á árunum 1935-38 og þá einhvern vinsælasta leikkona heims. 26. nóvember 2020 07:00 Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira
Barnastjörnurnar og baráttan um peningana Leikkonan Shirley Temple var mikil barnastjarna sérstaklega á árunum 1935-38 og þá einhvern vinsælasta leikkona heims. 26. nóvember 2020 07:00