Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar 5. september 2025 08:16 Við bændur eigum stundum erfitt með að svara því hvaða árstími er sá rólegasti, því hverri árstíð fylgja verkefni og skyldur sem ekki verður skorast undan. Ég held hins vegar að það sé hafið yfir allan vafa að síðsumar og haust séu sá tími sem bændur hafa mest að gera og mörg okkar vinna þá myrkranna á milli í heyskap, kornskurði, uppskeruvinnu ýmiskonar að ógleymdum göngum, réttum og sláturtíð. En þetta er líka ein skemmtilegasta árstíðin, því nú sjáum við afrakstur vinnu okkar og getum glaðst yfir árangrinum. Vissulega hafa tækniframfarir komið því til leiðar að ýmsa ferskvöru geta bændur fært á borð neytenda allan ársins hring, en á haustin eru kartöflurnar, rófurnar og gulræturnar glænýjar og lambakjötið af nýslátruðu svo fátt eitt sé nefnt. Það gefur okkur nefnilega mikið að sjá viðbrögð almennings þegar ferskvaran fyllir hillur stórmarkaðanna. Ánægju fólks með úrvalið og gæðin. Til þess erum við að þessu. Í vor hófum við hjá Bændasamtökum Íslands að birta auglýsingar undir slagorðinu „Við erum öll úr sömu sveit.“ Markmiðið er að minna á að hvort sem fólk býr í miðbæ Reykjavíkur eða Biskupstungum (eins og ég), er staðreyndin sú að við eigum miklu meira sameiginlegt en margir halda og það er miklu meira sem sameinar okkur en sundrar. Í það vísar slagorðið. Ísland er í stóra samhenginu lítið land – í raun bara ein stór sveit – og öll tengjumst við á marga mismunandi vegu. Á það jafnt við um þau okkar sem búa í sveit og þau sem búa í þéttbýli, þau sem geta rakið ættir sínar til landnámsfólks og þau sem eru nýkomin hingað. Og þótt umræðan gefi stundum annað til kynna þá höfum við oft sömu hagsmuna að gæta. Líka hvað varðar landbúnað. Í vor gerðum við tilraun til að færa samtalið um íslenskan landbúnað upp úr hefðbundnum farvegi þar sem fólk fer í kunnuglegar stellingar. Við vildum gera okkar til að stuðla að gagnkvæmum skilningi og þekkingu. Við vildum draga úr fjarlægðinni og draga fram í ljósið það sem við eigum sameiginlegt, því fólkið sem starfar við landbúnað er alls konar. Það samanstendur af fjölbreyttum hópi sem fellur ekki að úreltum staðalímyndum. Margbreytileiki þess er mikill, hvort sem litið er til uppruna, aldurs, kyns eða stjórnmálaskoðana. Af viðbrögðum fólks, hvort sem er úr sveit eða borg, heppnaðist tilraunin afar vel, en markmið okkar nást ekki með einni auglýsingu eða einni blaðagrein. Það tekur tíma, elju og alúð að byggja upp og viðhalda sambandi og trausti á milli fólks. Jákvæð samskipti til lengri tíma, byggð á grunni sameiginlegra hagsmuna eru miklu líklegri til árangurs, bæði fyrir bændur og neytendur sem hafa sömu hagsmuna að gæta. Ný útgáfa af auglýsingunni okkar fór í loftið um síðustu helgi og hvet ég öll til að kynna sér hana á samfélagsmiðlum Bændasamtakanna. Geri ég mér vonir um að hún nái jafnvel til fólks og sú fyrri. En aðalatriðið er samt að við gleymum því ekki að samband neytenda og bænda er náið og öll þurfum við hvert á öðru að halda. Hver ostsneið, kóteletta og samloka með eggjum og tómötum mynda þræðina sem tengja okkur saman. Við erum öll í sama liði – úr sömu sveitinni. Höfundur er formaður Bændasamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trausti Hjálmarsson Landbúnaður Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Við bændur eigum stundum erfitt með að svara því hvaða árstími er sá rólegasti, því hverri árstíð fylgja verkefni og skyldur sem ekki verður skorast undan. Ég held hins vegar að það sé hafið yfir allan vafa að síðsumar og haust séu sá tími sem bændur hafa mest að gera og mörg okkar vinna þá myrkranna á milli í heyskap, kornskurði, uppskeruvinnu ýmiskonar að ógleymdum göngum, réttum og sláturtíð. En þetta er líka ein skemmtilegasta árstíðin, því nú sjáum við afrakstur vinnu okkar og getum glaðst yfir árangrinum. Vissulega hafa tækniframfarir komið því til leiðar að ýmsa ferskvöru geta bændur fært á borð neytenda allan ársins hring, en á haustin eru kartöflurnar, rófurnar og gulræturnar glænýjar og lambakjötið af nýslátruðu svo fátt eitt sé nefnt. Það gefur okkur nefnilega mikið að sjá viðbrögð almennings þegar ferskvaran fyllir hillur stórmarkaðanna. Ánægju fólks með úrvalið og gæðin. Til þess erum við að þessu. Í vor hófum við hjá Bændasamtökum Íslands að birta auglýsingar undir slagorðinu „Við erum öll úr sömu sveit.“ Markmiðið er að minna á að hvort sem fólk býr í miðbæ Reykjavíkur eða Biskupstungum (eins og ég), er staðreyndin sú að við eigum miklu meira sameiginlegt en margir halda og það er miklu meira sem sameinar okkur en sundrar. Í það vísar slagorðið. Ísland er í stóra samhenginu lítið land – í raun bara ein stór sveit – og öll tengjumst við á marga mismunandi vegu. Á það jafnt við um þau okkar sem búa í sveit og þau sem búa í þéttbýli, þau sem geta rakið ættir sínar til landnámsfólks og þau sem eru nýkomin hingað. Og þótt umræðan gefi stundum annað til kynna þá höfum við oft sömu hagsmuna að gæta. Líka hvað varðar landbúnað. Í vor gerðum við tilraun til að færa samtalið um íslenskan landbúnað upp úr hefðbundnum farvegi þar sem fólk fer í kunnuglegar stellingar. Við vildum gera okkar til að stuðla að gagnkvæmum skilningi og þekkingu. Við vildum draga úr fjarlægðinni og draga fram í ljósið það sem við eigum sameiginlegt, því fólkið sem starfar við landbúnað er alls konar. Það samanstendur af fjölbreyttum hópi sem fellur ekki að úreltum staðalímyndum. Margbreytileiki þess er mikill, hvort sem litið er til uppruna, aldurs, kyns eða stjórnmálaskoðana. Af viðbrögðum fólks, hvort sem er úr sveit eða borg, heppnaðist tilraunin afar vel, en markmið okkar nást ekki með einni auglýsingu eða einni blaðagrein. Það tekur tíma, elju og alúð að byggja upp og viðhalda sambandi og trausti á milli fólks. Jákvæð samskipti til lengri tíma, byggð á grunni sameiginlegra hagsmuna eru miklu líklegri til árangurs, bæði fyrir bændur og neytendur sem hafa sömu hagsmuna að gæta. Ný útgáfa af auglýsingunni okkar fór í loftið um síðustu helgi og hvet ég öll til að kynna sér hana á samfélagsmiðlum Bændasamtakanna. Geri ég mér vonir um að hún nái jafnvel til fólks og sú fyrri. En aðalatriðið er samt að við gleymum því ekki að samband neytenda og bænda er náið og öll þurfum við hvert á öðru að halda. Hver ostsneið, kóteletta og samloka með eggjum og tómötum mynda þræðina sem tengja okkur saman. Við erum öll í sama liði – úr sömu sveitinni. Höfundur er formaður Bændasamtakanna.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun