Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 4. september 2025 16:29 Vinsældir orkudrykkja aukast með árunum. Getty Í nýrri samantekt á vegum embættis landlæknis segir að rúmur fjórðungur þeirra á aldrinum átján til 34 ára drekki orkudrykki á hverjum degi. Helmingi fleiri drukku orkudrykki daglega árið 2024 heldur en árið 2020. Níu prósent fullorðinna Íslendinga drukku sykraðan gosdrykk að minnsta kosti einu sinni á dag árið 2024 og fer þeim farið fækkandi með árunum. Á móti kemur jókst dagleg drykkja Íslendinga á sykurlausum gosdrykkjum til muna en rétt rúmlega nítján prósent landsmanna drukku slíkan drykk daglega. Það er um fimm prósenta aukning frá árinu 2020. Að sama skapi hefur neysla orkudrykkja aukist til muna. Helmingi fleiri drukku orkudrykki daglega árið 2024 heldur en árið 2020 en þá drukku um sex prósent þjóðarinnar orkudrykk á dag. Neyslan var langvinsælust meðal yngsta hóps kannanarinnar en rúmur fjórðungur fólks á aldrinum átján til 34 ára fékk sér orkudrykk á dag. Það er mikill munur á eldri hópunum þar sem 10,5 prósent þeirra á aldrinum 35 til 54 ára drukku orkudrykk á hverjum degi og 2,2 prósent 55 ára og eldri. Fullorðnir Íslendingar sem telja það erfitt að ná endum saman eru mun líklegri til að drekka orkudrykki og sykrað eða sykurlaust gos á hverjum degi. Fjórðungur þeirra drekkur sykurlaust gos daglega en einungis sautján prósent af þeim sem telja það auðvelt að ná endum saman drekka sykurlausan gosdrykk daglega. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu á vegum embættis landlæknis út frá gögnum Gallup. Frá árinu 2016 hefur Gallup lagt fram könnun fyrir embætti landlæknis í þeim tilgangi að fylgjast með heilsuhegðun og líðan fullorðinna landsmanna. „Mikil koffínneysla getur valdið svefnerfiðleikum, höfuðverk, magaverk, skjálfta, niðurgangi, pirringi og kvíða. Þá getur mikil koffínneysla á meðgöngu aukið hættuna á vaxtarskerðingu fósturs og fósturláti,“ segir í skýrslunni. Konur borða hollmetið oftar en karlar Einnig var tekið fyrir hversu duglegir landsmenn væru að borða grænmeti og ávexti. Samkvæmt ráðleggingum landlæknis fyrir árið 2025 er ráðlagt að borða að minnsta kosti fimm skammta af grænmeti og ávöxtum á dag. Árið 2024 uppfylltu einungis tíu prósent fimm skammta kvótann. Konur eru þá almennt duglegri en karlar að borða grænmeti eða ávexti að minnsta kosti einu sinni á dag. Hins vegar frá árinu 2020 fækkar þeim sem borða grænmeti daglega á meðan ávaxtaneyslan stendur í stað. Fólk á aldrinum 18 til 34 er líklegra til að borða grænmeti en 55 ára og eldri örlítið duglegri en þau yngstu að fá sér ávexti. Þeir sem telja það auðvelt að ná endum saman voru líklegri til að borða grænmeti og ávexti daglega heldur en fólk sem telur það erfitt. Skýrsluna má sjá hér. Heilbrigðismál Embætti landlæknis Orkudrykkir Matur Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Sjá meira
Níu prósent fullorðinna Íslendinga drukku sykraðan gosdrykk að minnsta kosti einu sinni á dag árið 2024 og fer þeim farið fækkandi með árunum. Á móti kemur jókst dagleg drykkja Íslendinga á sykurlausum gosdrykkjum til muna en rétt rúmlega nítján prósent landsmanna drukku slíkan drykk daglega. Það er um fimm prósenta aukning frá árinu 2020. Að sama skapi hefur neysla orkudrykkja aukist til muna. Helmingi fleiri drukku orkudrykki daglega árið 2024 heldur en árið 2020 en þá drukku um sex prósent þjóðarinnar orkudrykk á dag. Neyslan var langvinsælust meðal yngsta hóps kannanarinnar en rúmur fjórðungur fólks á aldrinum átján til 34 ára fékk sér orkudrykk á dag. Það er mikill munur á eldri hópunum þar sem 10,5 prósent þeirra á aldrinum 35 til 54 ára drukku orkudrykk á hverjum degi og 2,2 prósent 55 ára og eldri. Fullorðnir Íslendingar sem telja það erfitt að ná endum saman eru mun líklegri til að drekka orkudrykki og sykrað eða sykurlaust gos á hverjum degi. Fjórðungur þeirra drekkur sykurlaust gos daglega en einungis sautján prósent af þeim sem telja það auðvelt að ná endum saman drekka sykurlausan gosdrykk daglega. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu á vegum embættis landlæknis út frá gögnum Gallup. Frá árinu 2016 hefur Gallup lagt fram könnun fyrir embætti landlæknis í þeim tilgangi að fylgjast með heilsuhegðun og líðan fullorðinna landsmanna. „Mikil koffínneysla getur valdið svefnerfiðleikum, höfuðverk, magaverk, skjálfta, niðurgangi, pirringi og kvíða. Þá getur mikil koffínneysla á meðgöngu aukið hættuna á vaxtarskerðingu fósturs og fósturláti,“ segir í skýrslunni. Konur borða hollmetið oftar en karlar Einnig var tekið fyrir hversu duglegir landsmenn væru að borða grænmeti og ávexti. Samkvæmt ráðleggingum landlæknis fyrir árið 2025 er ráðlagt að borða að minnsta kosti fimm skammta af grænmeti og ávöxtum á dag. Árið 2024 uppfylltu einungis tíu prósent fimm skammta kvótann. Konur eru þá almennt duglegri en karlar að borða grænmeti eða ávexti að minnsta kosti einu sinni á dag. Hins vegar frá árinu 2020 fækkar þeim sem borða grænmeti daglega á meðan ávaxtaneyslan stendur í stað. Fólk á aldrinum 18 til 34 er líklegra til að borða grænmeti en 55 ára og eldri örlítið duglegri en þau yngstu að fá sér ávexti. Þeir sem telja það auðvelt að ná endum saman voru líklegri til að borða grænmeti og ávexti daglega heldur en fólk sem telur það erfitt. Skýrsluna má sjá hér.
Heilbrigðismál Embætti landlæknis Orkudrykkir Matur Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Sjá meira