Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Kjartan Kjartansson skrifar 4. september 2025 13:43 Sameinaða útgáfufélagið sem Jón Trausti Reynisson (t.v.) stýrir keypti Mannlíf af Reyni Traustasyni, föður Jóns Trausta, (t.h.) á eina krónu í fyrra. Vísir Útgáfufélag Heimildarinnar greiddi eina krónu fyrir vefsíðuna Mannlíf með væntingum um að henni fylgdi tæplega tíu milljóna króna ríkisstyrkur. Ákveðið var að fækka útgáfudögum prentútgáfu Heimildarinnar nýlega vegna þess að Alþingi hefur enn ekki framlengt fjölmiðlastyrkina. Sameinaða útgáfufélagið tók yfir starfssamninga tveggja blaðamanna þegar það keypti Mannlíf af Reyni Traustasyni, föður Jóns Trausta Reynissonar, framkvæmdastjóra Sameinaða útgáfufélagsins. Á sama tíma yfirtók það væntan rétt á endurgreiðslum ríkisins á ritstjórnarkostnaði vegna rekstur Mannlífs í fyrra, að því er kemur fram í ársreikningi útgáfufélagsins. Alþingi hefur hins vegar ekki framlengt þessa styrki til fjölmiðla þó að það hafi verið boðað. Útgáfudögum prentútgáfu Heimildarinnar hefur verið fækkað úr fjórum í einn á mánuði og starfsfólki sagt upp til þess að bregðast við tekjufallinu. Útgáfufélagið hagnaðist um 5,8 milljónir króna í fyrra en var ellefu milljónir árið áður. Eigið fé þess nam 1,3 milljónum við árslok sem var milljón meira en árið 2023. Félag Reynis á meðal stærstu hluthafa Skuldir útgáfufélagsins við eigendur sína jukust um hátt í fjörutíu milljónir króna á milli ára. Það skuldar nú eigendum sínum 47 milljónir króna. Stærsti einstaki hluthafinn í Sameinaða útgáfufélaginu er félagið Miðeind ehf. í eigu Vilhjálms Þorsteinssonar með tíu prósent eignarhlut. Hann stækkaði um 3,24 prósentustig á milli ára. Sjö hluthafar eru með 7,64 prósent eignarhlut hver, þar á meðal Jón Trausti, Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Heimildarinnar, og félag í eigu Reynis Traustasonar. Félagið HG80 ehf. í eigu Hjálmars Gíslasonar, stofnanda og framkvæmdastjóra tæknifyrirtækisins Grid, á 6,90 prósent hlut. Bæði Vilhjálmur og Hjálmar hættu í stjórn Sameinaða útgáfufélagsins í fyrra vegna áformanna um kaupin á Mannlífi. Þeir voru báðir á meðal helstu bakhjarla vefmiðilsins Kjarnans sem rann saman við Stundina þegar Heimildin varð til árið 2023. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri og stofnandi Kjarnans, lét af störfum hjá Heimildinni í fyrra. Í ársreikningnum kemur fram að kostnaður við starfslokasamnings sem stjórn félagsins gerði við ritstjóra Heimildarinnar í ágúst í fyrra verði færður til bókar og greiddur að hluta á þessu ári. Fjölmiðlar Uppgjör og ársreikningar Tengdar fréttir Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Framkvæmdastjóri Heimildarinnar segir það ekki réttmæta lýsingu á stöðu fjölmiðilsins að hann rói fjárhagslegan lífróður. Engu að síður þurfi að grípa til aðhaldsaðgerða vegna forsendubrests í rekstrinum eftir að Alþingi framlengdi ekki rekstrarstyrki til fjölmiðla. Blaðið kemur héðan í frá út mánaðarlega í stað vikulega áður. 22. ágúst 2025 09:24 Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Sameinaða útgáfufélagið tók yfir starfssamninga tveggja blaðamanna þegar það keypti Mannlíf af Reyni Traustasyni, föður Jóns Trausta Reynissonar, framkvæmdastjóra Sameinaða útgáfufélagsins. Á sama tíma yfirtók það væntan rétt á endurgreiðslum ríkisins á ritstjórnarkostnaði vegna rekstur Mannlífs í fyrra, að því er kemur fram í ársreikningi útgáfufélagsins. Alþingi hefur hins vegar ekki framlengt þessa styrki til fjölmiðla þó að það hafi verið boðað. Útgáfudögum prentútgáfu Heimildarinnar hefur verið fækkað úr fjórum í einn á mánuði og starfsfólki sagt upp til þess að bregðast við tekjufallinu. Útgáfufélagið hagnaðist um 5,8 milljónir króna í fyrra en var ellefu milljónir árið áður. Eigið fé þess nam 1,3 milljónum við árslok sem var milljón meira en árið 2023. Félag Reynis á meðal stærstu hluthafa Skuldir útgáfufélagsins við eigendur sína jukust um hátt í fjörutíu milljónir króna á milli ára. Það skuldar nú eigendum sínum 47 milljónir króna. Stærsti einstaki hluthafinn í Sameinaða útgáfufélaginu er félagið Miðeind ehf. í eigu Vilhjálms Þorsteinssonar með tíu prósent eignarhlut. Hann stækkaði um 3,24 prósentustig á milli ára. Sjö hluthafar eru með 7,64 prósent eignarhlut hver, þar á meðal Jón Trausti, Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Heimildarinnar, og félag í eigu Reynis Traustasonar. Félagið HG80 ehf. í eigu Hjálmars Gíslasonar, stofnanda og framkvæmdastjóra tæknifyrirtækisins Grid, á 6,90 prósent hlut. Bæði Vilhjálmur og Hjálmar hættu í stjórn Sameinaða útgáfufélagsins í fyrra vegna áformanna um kaupin á Mannlífi. Þeir voru báðir á meðal helstu bakhjarla vefmiðilsins Kjarnans sem rann saman við Stundina þegar Heimildin varð til árið 2023. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri og stofnandi Kjarnans, lét af störfum hjá Heimildinni í fyrra. Í ársreikningnum kemur fram að kostnaður við starfslokasamnings sem stjórn félagsins gerði við ritstjóra Heimildarinnar í ágúst í fyrra verði færður til bókar og greiddur að hluta á þessu ári.
Fjölmiðlar Uppgjör og ársreikningar Tengdar fréttir Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Framkvæmdastjóri Heimildarinnar segir það ekki réttmæta lýsingu á stöðu fjölmiðilsins að hann rói fjárhagslegan lífróður. Engu að síður þurfi að grípa til aðhaldsaðgerða vegna forsendubrests í rekstrinum eftir að Alþingi framlengdi ekki rekstrarstyrki til fjölmiðla. Blaðið kemur héðan í frá út mánaðarlega í stað vikulega áður. 22. ágúst 2025 09:24 Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Framkvæmdastjóri Heimildarinnar segir það ekki réttmæta lýsingu á stöðu fjölmiðilsins að hann rói fjárhagslegan lífróður. Engu að síður þurfi að grípa til aðhaldsaðgerða vegna forsendubrests í rekstrinum eftir að Alþingi framlengdi ekki rekstrarstyrki til fjölmiðla. Blaðið kemur héðan í frá út mánaðarlega í stað vikulega áður. 22. ágúst 2025 09:24
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent