Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Kjartan Kjartansson skrifar 4. september 2025 13:43 Sameinaða útgáfufélagið sem Jón Trausti Reynisson (t.v.) stýrir keypti Mannlíf af Reyni Traustasyni, föður Jóns Trausta, (t.h.) á eina krónu í fyrra. Vísir Útgáfufélag Heimildarinnar greiddi eina krónu fyrir vefsíðuna Mannlíf með væntingum um að henni fylgdi tæplega tíu milljóna króna ríkisstyrkur. Ákveðið var að fækka útgáfudögum prentútgáfu Heimildarinnar nýlega vegna þess að Alþingi hefur enn ekki framlengt fjölmiðlastyrkina. Sameinaða útgáfufélagið tók yfir starfssamninga tveggja blaðamanna þegar það keypti Mannlíf af Reyni Traustasyni, föður Jóns Trausta Reynissonar, framkvæmdastjóra Sameinaða útgáfufélagsins. Á sama tíma yfirtók það væntan rétt á endurgreiðslum ríkisins á ritstjórnarkostnaði vegna rekstur Mannlífs í fyrra, að því er kemur fram í ársreikningi útgáfufélagsins. Alþingi hefur hins vegar ekki framlengt þessa styrki til fjölmiðla þó að það hafi verið boðað. Útgáfudögum prentútgáfu Heimildarinnar hefur verið fækkað úr fjórum í einn á mánuði og starfsfólki sagt upp til þess að bregðast við tekjufallinu. Útgáfufélagið hagnaðist um 5,8 milljónir króna í fyrra en var ellefu milljónir árið áður. Eigið fé þess nam 1,3 milljónum við árslok sem var milljón meira en árið 2023. Félag Reynis á meðal stærstu hluthafa Skuldir útgáfufélagsins við eigendur sína jukust um hátt í fjörutíu milljónir króna á milli ára. Það skuldar nú eigendum sínum 47 milljónir króna. Stærsti einstaki hluthafinn í Sameinaða útgáfufélaginu er félagið Miðeind ehf. í eigu Vilhjálms Þorsteinssonar með tíu prósent eignarhlut. Hann stækkaði um 3,24 prósentustig á milli ára. Sjö hluthafar eru með 7,64 prósent eignarhlut hver, þar á meðal Jón Trausti, Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Heimildarinnar, og félag í eigu Reynis Traustasonar. Félagið HG80 ehf. í eigu Hjálmars Gíslasonar, stofnanda og framkvæmdastjóra tæknifyrirtækisins Grid, á 6,90 prósent hlut. Bæði Vilhjálmur og Hjálmar hættu í stjórn Sameinaða útgáfufélagsins í fyrra vegna áformanna um kaupin á Mannlífi. Þeir voru báðir á meðal helstu bakhjarla vefmiðilsins Kjarnans sem rann saman við Stundina þegar Heimildin varð til árið 2023. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri og stofnandi Kjarnans, lét af störfum hjá Heimildinni í fyrra. Í ársreikningnum kemur fram að kostnaður við starfslokasamnings sem stjórn félagsins gerði við ritstjóra Heimildarinnar í ágúst í fyrra verði færður til bókar og greiddur að hluta á þessu ári. Fjölmiðlar Uppgjör og ársreikningar Tengdar fréttir Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Framkvæmdastjóri Heimildarinnar segir það ekki réttmæta lýsingu á stöðu fjölmiðilsins að hann rói fjárhagslegan lífróður. Engu að síður þurfi að grípa til aðhaldsaðgerða vegna forsendubrests í rekstrinum eftir að Alþingi framlengdi ekki rekstrarstyrki til fjölmiðla. Blaðið kemur héðan í frá út mánaðarlega í stað vikulega áður. 22. ágúst 2025 09:24 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Sameinaða útgáfufélagið tók yfir starfssamninga tveggja blaðamanna þegar það keypti Mannlíf af Reyni Traustasyni, föður Jóns Trausta Reynissonar, framkvæmdastjóra Sameinaða útgáfufélagsins. Á sama tíma yfirtók það væntan rétt á endurgreiðslum ríkisins á ritstjórnarkostnaði vegna rekstur Mannlífs í fyrra, að því er kemur fram í ársreikningi útgáfufélagsins. Alþingi hefur hins vegar ekki framlengt þessa styrki til fjölmiðla þó að það hafi verið boðað. Útgáfudögum prentútgáfu Heimildarinnar hefur verið fækkað úr fjórum í einn á mánuði og starfsfólki sagt upp til þess að bregðast við tekjufallinu. Útgáfufélagið hagnaðist um 5,8 milljónir króna í fyrra en var ellefu milljónir árið áður. Eigið fé þess nam 1,3 milljónum við árslok sem var milljón meira en árið 2023. Félag Reynis á meðal stærstu hluthafa Skuldir útgáfufélagsins við eigendur sína jukust um hátt í fjörutíu milljónir króna á milli ára. Það skuldar nú eigendum sínum 47 milljónir króna. Stærsti einstaki hluthafinn í Sameinaða útgáfufélaginu er félagið Miðeind ehf. í eigu Vilhjálms Þorsteinssonar með tíu prósent eignarhlut. Hann stækkaði um 3,24 prósentustig á milli ára. Sjö hluthafar eru með 7,64 prósent eignarhlut hver, þar á meðal Jón Trausti, Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Heimildarinnar, og félag í eigu Reynis Traustasonar. Félagið HG80 ehf. í eigu Hjálmars Gíslasonar, stofnanda og framkvæmdastjóra tæknifyrirtækisins Grid, á 6,90 prósent hlut. Bæði Vilhjálmur og Hjálmar hættu í stjórn Sameinaða útgáfufélagsins í fyrra vegna áformanna um kaupin á Mannlífi. Þeir voru báðir á meðal helstu bakhjarla vefmiðilsins Kjarnans sem rann saman við Stundina þegar Heimildin varð til árið 2023. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri og stofnandi Kjarnans, lét af störfum hjá Heimildinni í fyrra. Í ársreikningnum kemur fram að kostnaður við starfslokasamnings sem stjórn félagsins gerði við ritstjóra Heimildarinnar í ágúst í fyrra verði færður til bókar og greiddur að hluta á þessu ári.
Fjölmiðlar Uppgjör og ársreikningar Tengdar fréttir Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Framkvæmdastjóri Heimildarinnar segir það ekki réttmæta lýsingu á stöðu fjölmiðilsins að hann rói fjárhagslegan lífróður. Engu að síður þurfi að grípa til aðhaldsaðgerða vegna forsendubrests í rekstrinum eftir að Alþingi framlengdi ekki rekstrarstyrki til fjölmiðla. Blaðið kemur héðan í frá út mánaðarlega í stað vikulega áður. 22. ágúst 2025 09:24 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Framkvæmdastjóri Heimildarinnar segir það ekki réttmæta lýsingu á stöðu fjölmiðilsins að hann rói fjárhagslegan lífróður. Engu að síður þurfi að grípa til aðhaldsaðgerða vegna forsendubrests í rekstrinum eftir að Alþingi framlengdi ekki rekstrarstyrki til fjölmiðla. Blaðið kemur héðan í frá út mánaðarlega í stað vikulega áður. 22. ágúst 2025 09:24