Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Árni Sæberg skrifar 4. september 2025 13:24 Snorri Másson er þingmaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, segir að eftir sjónvarpsviðtal á mánudaginn séu að baki líklega undarlegustu nokkrir dagar á hans stutta stjórnmálaferli. Vanstillt viðbrögð á netinu hafi tekið út yfir allan þjófabálk. Fátt hefur verið rætt meira í vikunni en Kastljósþáttur mánudagsins þar sem Snorri mætti Þorbjörgu Þorvaldsdóttur, verkefnastýru hjá Samtökunum '78 en umræðuefnið var bakslag í málefnum hinsegin fólks. Snorri sagði þar meðal annars að hugmyndafræði hefði grafið um sig í hreyfingu hinsegin fólks þar sem þess væri krafist að fólki trúði því að til væru fleiri en tvö kyn og að líffræðilegir karlar ættu að fá að fara í kvennaklefa. Þetta væri róttæk breyting og skoða þyrfti meint bakslag í því samhengi. Síðan á mánudag hefur fólk keppst við að gagnrýna Snorra á samfélagsmiðlum og víðar. Einhverjir hafa þó komið honum til varnar, þá helst samherjar hans í Miðflokknum. Í morgun var greint frá því að sérsveit Ríkislögreglustjóra hefði vaktað heimili Snorra og fjölskyldu í nótt vegna hótana sem honum hefðu borist. Snorri vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitast og hefur afþakkað viðtal vegna gagnrýninnar sem hann hefur sætt. Hann hefur nú rofið þögnina með færslu á Facebook. Þar segir hann að það sem veki efnislega helst athygli hans sé að jafnan sé lagt út af einhverju sem hann hafi aldrei sagt. „Mér eru gerð upp viðhorf og ummæli. Sú staðreynd hefur þó ekki dregið úr stóryrðunum, sem sumum er beint að persónu minni og jafnvel fjölskyldu.“ Skoðanabræður þori ekki að tjá sig opinberlega Hann segir að það sé þó aðeins það sem sjáist á á yfirborði samfélagsmiðlanna. Á sama tíma fái hann ekki svarað öllum þeim straumi skilaboða sem honum berist með þökkum fyrir að ræða þessi mál opinskátt og af virðingu. Því fylgi oftar en ekki lína um að sendandinn þori sjálfur ekki að lýsa sinni skoðun opinberlega, né lýsa yfir stuðningi við sjónarmið hans. „Þessi viðbrögð, bæði heilaga vandlætingin en einnig þakklætisbylgjan, gera því ekki annað en staðfesta áhyggjur mínar í viðtalinu af afar viðsjárverðri þöggun sem hefur grafið um sig í okkar samfélagi.“ Lofar að hætta að grípa fram í fyrir þrítugt Snorri segist þó taka einn hluta gagnrýninnar til sín, þann hluta sem snýr að framíköllum hans í Kastljósþættinum. „Mér hefur áður verið bent á að láta kappið ekki bera fegurðina ofurliði. Þetta er bagalegur ósiður í sjónvarpssal, einn af þeim sem ég lofa hér með formlega að losa mig alfarið við fyrir þrítugt. Ég er annars mættur til starfa. Leit í morgun við á vinnustofu um gervigreind og netöryggi. Þingið er sett í næstu viku. Við erum rétt að byrja!“ Miðflokkurinn Samfélagsmiðlar Hinsegin Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Fátt hefur verið rætt meira í vikunni en Kastljósþáttur mánudagsins þar sem Snorri mætti Þorbjörgu Þorvaldsdóttur, verkefnastýru hjá Samtökunum '78 en umræðuefnið var bakslag í málefnum hinsegin fólks. Snorri sagði þar meðal annars að hugmyndafræði hefði grafið um sig í hreyfingu hinsegin fólks þar sem þess væri krafist að fólki trúði því að til væru fleiri en tvö kyn og að líffræðilegir karlar ættu að fá að fara í kvennaklefa. Þetta væri róttæk breyting og skoða þyrfti meint bakslag í því samhengi. Síðan á mánudag hefur fólk keppst við að gagnrýna Snorra á samfélagsmiðlum og víðar. Einhverjir hafa þó komið honum til varnar, þá helst samherjar hans í Miðflokknum. Í morgun var greint frá því að sérsveit Ríkislögreglustjóra hefði vaktað heimili Snorra og fjölskyldu í nótt vegna hótana sem honum hefðu borist. Snorri vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitast og hefur afþakkað viðtal vegna gagnrýninnar sem hann hefur sætt. Hann hefur nú rofið þögnina með færslu á Facebook. Þar segir hann að það sem veki efnislega helst athygli hans sé að jafnan sé lagt út af einhverju sem hann hafi aldrei sagt. „Mér eru gerð upp viðhorf og ummæli. Sú staðreynd hefur þó ekki dregið úr stóryrðunum, sem sumum er beint að persónu minni og jafnvel fjölskyldu.“ Skoðanabræður þori ekki að tjá sig opinberlega Hann segir að það sé þó aðeins það sem sjáist á á yfirborði samfélagsmiðlanna. Á sama tíma fái hann ekki svarað öllum þeim straumi skilaboða sem honum berist með þökkum fyrir að ræða þessi mál opinskátt og af virðingu. Því fylgi oftar en ekki lína um að sendandinn þori sjálfur ekki að lýsa sinni skoðun opinberlega, né lýsa yfir stuðningi við sjónarmið hans. „Þessi viðbrögð, bæði heilaga vandlætingin en einnig þakklætisbylgjan, gera því ekki annað en staðfesta áhyggjur mínar í viðtalinu af afar viðsjárverðri þöggun sem hefur grafið um sig í okkar samfélagi.“ Lofar að hætta að grípa fram í fyrir þrítugt Snorri segist þó taka einn hluta gagnrýninnar til sín, þann hluta sem snýr að framíköllum hans í Kastljósþættinum. „Mér hefur áður verið bent á að láta kappið ekki bera fegurðina ofurliði. Þetta er bagalegur ósiður í sjónvarpssal, einn af þeim sem ég lofa hér með formlega að losa mig alfarið við fyrir þrítugt. Ég er annars mættur til starfa. Leit í morgun við á vinnustofu um gervigreind og netöryggi. Þingið er sett í næstu viku. Við erum rétt að byrja!“
Miðflokkurinn Samfélagsmiðlar Hinsegin Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira