Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2025 13:01 Ómar Ingi Magnússon hefur farið á kostum með liði Magdeburg og er þegar orðinn langmarkahæstur í þýsky deildinni eftir tvær umferðir. Getty/Marco Wolf Íslenski landsliðsmaðurinn Ómar Ingi Magnússon hefur byrjað tímabilið afar í þýska handboltanum. Ómari Ingi hefur skorað 23 mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum með Magdeburg eða 11,5 mörk að meðaltali í leik. Það sem er jafnvel enn merkilegra er að Ómar hefur aðeins þurft að taka 26 skot til að skora þessi 23 mörk. Hann hefur því aðeins klikkað á samanlagt þremur skotum í fyrstu tveimur leikjunum. Tíu af mörkunum hafa komið úr vítum. Ómar skoraði úr ellefu fyrstu skotum sínum í fyrstu umferðinni og svo úr öllum átta skotunum sínum í annarri umferðinni. Skotnýting íslenska landsliðsfyrirliðans er því 88,5 prósent sem er mögnuð nýting hjá leikmanni sem spilar fyrir utan. Ómar er líka þegar kominn með sex marka forskot á Danann Mathias Gidsel hjá Füchse Berlin sem hefur verið markakóngur í flestum mótum sem hann hefur tekið þátt í undanfarin ár. Það er auðvitað lítið búið að tímabilinu en þessi byrjun sínar að okkar maður ætla að berjast um markakóngstitilinn á þessari leiktíð. Ómar hefur orðið markakóngur þýsku deildarinnar einu sinni en það var tímabilið 2020-21 þegar hann skoraði 274 mörk og nýtt 69 prósent skota sinna. Hann varð næstmarkahæstur tímabilið eftir (2021-22) og þriðja markahæsti maður þýsku deildarinnar 2023-24. Hin tímabilin hefur Ómar misst mikið úr vegna meiðsla. Nú er Ómar aftur á móti heill og klár í slaginn frá fyrsta leik og þessar tölur sýna líka að hann er í frábæru formi sem lofar góðu fyrir komandi verkefni íslenska landsliðsins. Markahæstu menn í þýsku deildinni eftir tvær umferðir. Þýski handboltinn Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Sjá meira
Ómari Ingi hefur skorað 23 mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum með Magdeburg eða 11,5 mörk að meðaltali í leik. Það sem er jafnvel enn merkilegra er að Ómar hefur aðeins þurft að taka 26 skot til að skora þessi 23 mörk. Hann hefur því aðeins klikkað á samanlagt þremur skotum í fyrstu tveimur leikjunum. Tíu af mörkunum hafa komið úr vítum. Ómar skoraði úr ellefu fyrstu skotum sínum í fyrstu umferðinni og svo úr öllum átta skotunum sínum í annarri umferðinni. Skotnýting íslenska landsliðsfyrirliðans er því 88,5 prósent sem er mögnuð nýting hjá leikmanni sem spilar fyrir utan. Ómar er líka þegar kominn með sex marka forskot á Danann Mathias Gidsel hjá Füchse Berlin sem hefur verið markakóngur í flestum mótum sem hann hefur tekið þátt í undanfarin ár. Það er auðvitað lítið búið að tímabilinu en þessi byrjun sínar að okkar maður ætla að berjast um markakóngstitilinn á þessari leiktíð. Ómar hefur orðið markakóngur þýsku deildarinnar einu sinni en það var tímabilið 2020-21 þegar hann skoraði 274 mörk og nýtt 69 prósent skota sinna. Hann varð næstmarkahæstur tímabilið eftir (2021-22) og þriðja markahæsti maður þýsku deildarinnar 2023-24. Hin tímabilin hefur Ómar misst mikið úr vegna meiðsla. Nú er Ómar aftur á móti heill og klár í slaginn frá fyrsta leik og þessar tölur sýna líka að hann er í frábæru formi sem lofar góðu fyrir komandi verkefni íslenska landsliðsins. Markahæstu menn í þýsku deildinni eftir tvær umferðir.
Þýski handboltinn Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Sjá meira