Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2025 06:31 Hafþór Júlíus Björnsson er í flottu formi og segist vera í heimsmetaham. @thorbjornsson Aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson bætti heimsmetið í réttstöðulyftu í lok júlí og nú er hann með augun á öðru heimsmeti. Hafþór lyfti 501 kílói í maí 2020 en 505 kíló fóru upp hjá honum á kraftlyftingarmóti í Þýskalandi í sumar. Hafþór var óhræddur við að setja á sig pressu fyrir það mót og hann er byrjaður aftur að byggja upp spennu fyrir næsta mót sem er fram um næstu helgi. Hafþór ferðaðist í gær til Birmingham í Englandi þar sem framundan er heimsbikarmót í réttstöðulyftu. Mótið heitir The Strongman Open og fer fram í Utilita höllinni í Birmingham á laugardaginn. Hafþór Júlíus ætlar sér að lyfta 510 kílóum á þessu móti ef marka má samfélagsmiðla hans. „Nú er komið að þessu, ferðalagið að 510 kílóum er hafið. Tími til að skrifa söguna,“ skrifaði Hafþór Júlíus og birti mynd af sér í flugvélinni á leiðinni út. Réttstöðulyftan er öflugasta grein Hafþórs og hann ætlar að sjá til þess að aflraunamenn framtíðarinnar þurfi að hafa mikið fyrir því að taka af honum heimsmetið. Okkar maður er að sjálfsögðu með setningu frá Jóni Páli Sigmarssyni húðflúraða á fótinn sinn. „There is no reason to be alive if you can’t do deadlift,“ eða „Það er engin ástæða til að lifa ef þú getur ekki tekið réttstöðulyftu.“ Hafþór hitaði upp fyrir mótið fyrir nokkrum dögum og lyfti þá 410 kílóum án nokkurra vandræða. „410 kílóin fóru létt upp. Sjálfstraustið mitt er upp úr öllu valdi,“ skrifaði Hafþór. Það verður gaman að sjá hvort Hafþóri takist að slá heimsmetið í annað skiptið á innan við tveimur mánuðum. View this post on Instagram A post shared by Hafþór Júlíus Björnsson (@thorbjornsson) Aflraunir Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Villarreal - Barcelona | Þungt síðasta próf fyrir jól Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Sjá meira
Hafþór lyfti 501 kílói í maí 2020 en 505 kíló fóru upp hjá honum á kraftlyftingarmóti í Þýskalandi í sumar. Hafþór var óhræddur við að setja á sig pressu fyrir það mót og hann er byrjaður aftur að byggja upp spennu fyrir næsta mót sem er fram um næstu helgi. Hafþór ferðaðist í gær til Birmingham í Englandi þar sem framundan er heimsbikarmót í réttstöðulyftu. Mótið heitir The Strongman Open og fer fram í Utilita höllinni í Birmingham á laugardaginn. Hafþór Júlíus ætlar sér að lyfta 510 kílóum á þessu móti ef marka má samfélagsmiðla hans. „Nú er komið að þessu, ferðalagið að 510 kílóum er hafið. Tími til að skrifa söguna,“ skrifaði Hafþór Júlíus og birti mynd af sér í flugvélinni á leiðinni út. Réttstöðulyftan er öflugasta grein Hafþórs og hann ætlar að sjá til þess að aflraunamenn framtíðarinnar þurfi að hafa mikið fyrir því að taka af honum heimsmetið. Okkar maður er að sjálfsögðu með setningu frá Jóni Páli Sigmarssyni húðflúraða á fótinn sinn. „There is no reason to be alive if you can’t do deadlift,“ eða „Það er engin ástæða til að lifa ef þú getur ekki tekið réttstöðulyftu.“ Hafþór hitaði upp fyrir mótið fyrir nokkrum dögum og lyfti þá 410 kílóum án nokkurra vandræða. „410 kílóin fóru létt upp. Sjálfstraustið mitt er upp úr öllu valdi,“ skrifaði Hafþór. Það verður gaman að sjá hvort Hafþóri takist að slá heimsmetið í annað skiptið á innan við tveimur mánuðum. View this post on Instagram A post shared by Hafþór Júlíus Björnsson (@thorbjornsson)
Aflraunir Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Villarreal - Barcelona | Þungt síðasta próf fyrir jól Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Sjá meira