Körfubolti

Paul George dæmdur í 25 leikja bann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Paul George braut lyfjareglur NBA.
Paul George braut lyfjareglur NBA. getty/Mitchell Leff

NBA-deildin í körfubolta hefur dæmt Paul George, leikmann Philadelphia 76ers, í 25 leikja bann fyrir brot á lyfjareglum deildarinnar.

Í yfirlýsingu sagðist George hafa tekið inn lyf í tengslum við meðferð vegna andlegra kvilla. Hann baðst afsökunar á því að hafa tekið lyfið inn og sagðist nú leggja allt kapp á að verða tilbúinn til að hjálpa Sixers þegar banninu lýkur.

Bannið tekur gildi strax í kvöld þegar Sixers mætir New Orleans Pelicans.

George hefur leikið 27 leiki með Sixers í vetur. Í þeim er hann með 16,0 stig, 5,1 frákast og 3,7 stoðsendingar að meðaltali.

Hinn 35 ára George kom til Sixers frá Los Angeles Clippers sumarið 2024.

Sixers er í 8. sæti Austurdeildarinnar með 26 sigra og 21 tap.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×