Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar 4. september 2025 06:01 Algengt er að þegar fólk fær á sig gagnrýni fyrir að viðra skoðanir sínar sem mörgum þykja umdeildar þá á endanum kemur að ákveðinni gamalli möntru. Nýjasta dæmið kemur frá Sigríði Andersen sem hafði eftirfarandi að segja í umræðunni sem hefur sprottið út frá ummælum samflokksmanns hennar, Snorra Mássyni, í Kastljósi fyrr í vikunni. „Það er meiri andúð í garð Miðflokksmanna en transfólks.“ Önnur algeng útgáfa af þessari möntru sem heyrst hefur í gegnum tíðina er „Það er auðveldara að koma út úr skápnum sem hommi heldur en sem sjálfstæðismaður.“ Til eru margar fleiri sem heyrast við hin ýmsu tilefni. Mér hefur alltaf þótt þessi vörn, eins oft og maður heyrir hana, vera alveg hreint stórfurðuleg. Því er þetta ekki einmitt það sem við viljum? Að fólk sé frekar dæmt fyrir orð þeirra, skoðanir og gjörðir, frekar en af einhverjum óbreytanlegum eiginleikum í fari þeirra? Ég er virkur í starfi Viðreisnar og fer ekkert leynt með það að ég tel það stjórnmálaafl vera best sett til þess að leiða Ísland. Ég hef líka margar sterkar skoðanir á hinum ýmsu pólitísku málum þar sem ég veit að margir eru mér gríðarlega ósammála. Ég er líka samkynhneigður maður. En ef þú ætlar að dæma mig, hvort sem er á jákvæðan eða neikvæðan máta, þá myndi ég ætla að það væri einmitt út af þessum skoðunum mínum, orðum og gjörðum. Ekki út af því hverjum ég er hrifinn af. Höfundur situr í stjórn Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar, og vill mun frekar vera dæmdur fyrir það en kynhneigð sína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Mest lesið Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Algengt er að þegar fólk fær á sig gagnrýni fyrir að viðra skoðanir sínar sem mörgum þykja umdeildar þá á endanum kemur að ákveðinni gamalli möntru. Nýjasta dæmið kemur frá Sigríði Andersen sem hafði eftirfarandi að segja í umræðunni sem hefur sprottið út frá ummælum samflokksmanns hennar, Snorra Mássyni, í Kastljósi fyrr í vikunni. „Það er meiri andúð í garð Miðflokksmanna en transfólks.“ Önnur algeng útgáfa af þessari möntru sem heyrst hefur í gegnum tíðina er „Það er auðveldara að koma út úr skápnum sem hommi heldur en sem sjálfstæðismaður.“ Til eru margar fleiri sem heyrast við hin ýmsu tilefni. Mér hefur alltaf þótt þessi vörn, eins oft og maður heyrir hana, vera alveg hreint stórfurðuleg. Því er þetta ekki einmitt það sem við viljum? Að fólk sé frekar dæmt fyrir orð þeirra, skoðanir og gjörðir, frekar en af einhverjum óbreytanlegum eiginleikum í fari þeirra? Ég er virkur í starfi Viðreisnar og fer ekkert leynt með það að ég tel það stjórnmálaafl vera best sett til þess að leiða Ísland. Ég hef líka margar sterkar skoðanir á hinum ýmsu pólitísku málum þar sem ég veit að margir eru mér gríðarlega ósammála. Ég er líka samkynhneigður maður. En ef þú ætlar að dæma mig, hvort sem er á jákvæðan eða neikvæðan máta, þá myndi ég ætla að það væri einmitt út af þessum skoðunum mínum, orðum og gjörðum. Ekki út af því hverjum ég er hrifinn af. Höfundur situr í stjórn Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar, og vill mun frekar vera dæmdur fyrir það en kynhneigð sína.
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar