Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Samúel Karl Ólason skrifar 3. september 2025 16:02 Vladimír Pútín, foseti Rússlands. EPA/MIKHAIL METZEL, SPUTNIK Ráðamenn í Rússlandi hafa framlengt lokun á stóru svæði undan ströndum eyjaklasans Novaya Zemlya. Þar eru vísindamenn taldir vinna að þróun nýrrar stýriflaugar sem er knúin af kjarnorku og getur borið kjarnorkuvopn. Eldflaugin ber heitið „Burevestnik“ en er kölluð SSC-X-9 Skyfall á Vesturlöndum. Í Bandaríkjunum er hún einnig kölluð „Fljúgandi Chernobyl“ vegna hættunnar á kjarnorkuslysi sem fylgir henni. Þar sem stýriflaugin á að vera knúin með kjarnorku á drægni hennar að vera svo gott sem ótakmörkuð. Sérfræðingar hafa þó áhyggjur af því að slys geti valdið mikilli geislavirkni. Vísindamenn Rosatom, rússnesku kjarnorkustofnunarinnar, hafa í áratugi notað Novaya Zemlay til að gera tilraunir með kjarnorku. Í síðasta mánuði var stóru svæði við eyjarnar lokað fyrir umferð skipa og flugvéla og var þá talið að það væri vegna væntanlegra tilrauna með eldflaugina. Sú lokun hefur nú verið framlengd til 6. september, samkvæmt frétt Barents Observer. Mikill viðbúnaður hefur verið á og við eyjarnar síðan í júlí. Bandaríkjamenn hafa verið að fljúga sérstakri flugvél sem ber skynjara til að greina geislavirkar agnir nærri eyjunni. Síðasta slíka ferðin var farin í gær. Flugvélin er í daglegu tali kölluð „kjarnorkusprengjuþefarinn“. Sérfræðingar segja einnig að Rosatom hafi flutt tvær flugvélar sem hannaðar eru til að vakta og greina tilraunir með kjarnorkuknúnar eldflaugar til eyjanna. Þangað er einnig búið að flytja eftirlitsflugvél sem talið er að verði notuð til að fylgjast með stýriflauginni þegar henni verður skotið á loft, ef það hefur ekki þegar verið gert. Tilraunir með Skyfall hafa staðið þar yfir frá 2017 og hafa fregnir borist af stækkun tilraunasvæðisins á undanförnum árum. Árið 2019 létust nokkrir starfsmenn Rosatom á eyjaklasanum vegna geislavirkni eftir að eldflaug sprakk á tilraunasvæði stofnunarinnar. Aftenposten í Noregi hefur eftir embættismönnum þar að tilraunir hafi verið gerðar með eldflaugina kjarnorkuknúnu. Norðmenn hafa sérstakar áhyggjur af tilraunum Rússa með kjarnorkuknúnar eldflaugar og telja embættismenn þar að slys geti valdið geislamengun í Noregi eða á norsku hafsvæði. Eldflaug sem talið er að hafi verið kjarnorkuknúin hvarf í Barentshafið árið 2018. Rússland Hernaður Norðurslóðir Noregur Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af tíu stofnunum ríkisins Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Fleiri fréttir Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Sjá meira
Eldflaugin ber heitið „Burevestnik“ en er kölluð SSC-X-9 Skyfall á Vesturlöndum. Í Bandaríkjunum er hún einnig kölluð „Fljúgandi Chernobyl“ vegna hættunnar á kjarnorkuslysi sem fylgir henni. Þar sem stýriflaugin á að vera knúin með kjarnorku á drægni hennar að vera svo gott sem ótakmörkuð. Sérfræðingar hafa þó áhyggjur af því að slys geti valdið mikilli geislavirkni. Vísindamenn Rosatom, rússnesku kjarnorkustofnunarinnar, hafa í áratugi notað Novaya Zemlay til að gera tilraunir með kjarnorku. Í síðasta mánuði var stóru svæði við eyjarnar lokað fyrir umferð skipa og flugvéla og var þá talið að það væri vegna væntanlegra tilrauna með eldflaugina. Sú lokun hefur nú verið framlengd til 6. september, samkvæmt frétt Barents Observer. Mikill viðbúnaður hefur verið á og við eyjarnar síðan í júlí. Bandaríkjamenn hafa verið að fljúga sérstakri flugvél sem ber skynjara til að greina geislavirkar agnir nærri eyjunni. Síðasta slíka ferðin var farin í gær. Flugvélin er í daglegu tali kölluð „kjarnorkusprengjuþefarinn“. Sérfræðingar segja einnig að Rosatom hafi flutt tvær flugvélar sem hannaðar eru til að vakta og greina tilraunir með kjarnorkuknúnar eldflaugar til eyjanna. Þangað er einnig búið að flytja eftirlitsflugvél sem talið er að verði notuð til að fylgjast með stýriflauginni þegar henni verður skotið á loft, ef það hefur ekki þegar verið gert. Tilraunir með Skyfall hafa staðið þar yfir frá 2017 og hafa fregnir borist af stækkun tilraunasvæðisins á undanförnum árum. Árið 2019 létust nokkrir starfsmenn Rosatom á eyjaklasanum vegna geislavirkni eftir að eldflaug sprakk á tilraunasvæði stofnunarinnar. Aftenposten í Noregi hefur eftir embættismönnum þar að tilraunir hafi verið gerðar með eldflaugina kjarnorkuknúnu. Norðmenn hafa sérstakar áhyggjur af tilraunum Rússa með kjarnorkuknúnar eldflaugar og telja embættismenn þar að slys geti valdið geislamengun í Noregi eða á norsku hafsvæði. Eldflaug sem talið er að hafi verið kjarnorkuknúin hvarf í Barentshafið árið 2018.
Rússland Hernaður Norðurslóðir Noregur Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af tíu stofnunum ríkisins Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Fleiri fréttir Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Sjá meira