Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir og Sara Stef. Hildardóttir skrifa 3. september 2025 09:31 Sveitarstjórnarkosningar eru eftir 36 vikur. Það er ekki langur tími. Ef kosið væri í dag ætti félagshyggjufólk engan valkost — við gætum hvergi sett atkvæði okkar með góðri samvisku. Félagshyggja á nefnilega undir högg að sækja í íslenskum stjórnmálum eins og annars staðar. Og klofningurinn í Sósíalistaflokknum í vor er eitt merki þess. Fylgishrun flokksins síðan ný forysta tók við sýnir að enn fjölgar í hópi kjósenda sem geta ekki með góðu móti greitt atkvæði með félagshyggju. En við, félagshyggjufólkið, megum ekki gefast ekki upp. Við verðum að spyrna við og þjappa okkur saman. Við, fólkið sem er grasrót félagshyggjunnar, verðum að stíga fram og mynda bandalög okkar á milli. Og við megum engan tíma missa. Undanfarið hefur vinsælasti borgarfulltrúinn og kyndilberi félagshyggju undanfarin átta ár, Sanna Magdalena Mörtudóttir, legið undir fordæmalausum árásum frá flokksfélögum sínum. Hún hefur m.a. fengið á sig vantraustsyfirlýsingu úr Norðausturkjördæmi — sem mörgum þykir ansi langt frá Reykjavík! Það hefur vakið furðu að flokkur Sönnu, Sósíalistaflokkur Íslands, hefur ekki brugðist við þessum ósóma né tekið upp varnir fyrir kjörinn fulltrúa sinn. Það er í ljósi þessara linnulausu árása sem Sanna situr undir að við, stuðningsfólk hennar, teljum nauðsynlegt að bregðast við og lýsa opinberlega yfir stuðningi við hana. Við hvetjum kjósendur í Reykjavík og félagshyggjufólk hvarvetna til að sýna samtakamátt sinn og standa með Sönnu. Með samstöðu tryggjum við að félagshyggjan verði áfram valkostur í borginni! Sanna mælist endurtekið vinsælasti borgarfulltrúinn. Og skildi engan undra. Hún er þekkt fyrir ósérhlífni, elju og heiðarleika. Hún á stuðning félagshyggjufólks langt út fyrir borgarmörkin — bókstaflega í allar áttir, til sjávar og sveita. Undanfarinn sólarhring höfum við leitað til fólks sem þekkir Sönnu eða til starfa hennar og beðið fólk að setja nafn sitt undir opinbera stuðningsyfirlýsingu. Við birtum hana með þessari grein. Félagshyggjufólk alls staðar ætti að taka þátt í þessari undirskriftasöfnun því með henni getum við sýnt að félagshyggjan lifir enn með okkur og að við stöndum með Sönnu, sem stendur með félagshyggjunni! Með baráttukveðjum fyrir hönd Stuðningsfólks Sönnu, Laufey Líndal Ólafsdóttir Sara Stef. Hildardóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Sveitarstjórnarkosningar eru eftir 36 vikur. Það er ekki langur tími. Ef kosið væri í dag ætti félagshyggjufólk engan valkost — við gætum hvergi sett atkvæði okkar með góðri samvisku. Félagshyggja á nefnilega undir högg að sækja í íslenskum stjórnmálum eins og annars staðar. Og klofningurinn í Sósíalistaflokknum í vor er eitt merki þess. Fylgishrun flokksins síðan ný forysta tók við sýnir að enn fjölgar í hópi kjósenda sem geta ekki með góðu móti greitt atkvæði með félagshyggju. En við, félagshyggjufólkið, megum ekki gefast ekki upp. Við verðum að spyrna við og þjappa okkur saman. Við, fólkið sem er grasrót félagshyggjunnar, verðum að stíga fram og mynda bandalög okkar á milli. Og við megum engan tíma missa. Undanfarið hefur vinsælasti borgarfulltrúinn og kyndilberi félagshyggju undanfarin átta ár, Sanna Magdalena Mörtudóttir, legið undir fordæmalausum árásum frá flokksfélögum sínum. Hún hefur m.a. fengið á sig vantraustsyfirlýsingu úr Norðausturkjördæmi — sem mörgum þykir ansi langt frá Reykjavík! Það hefur vakið furðu að flokkur Sönnu, Sósíalistaflokkur Íslands, hefur ekki brugðist við þessum ósóma né tekið upp varnir fyrir kjörinn fulltrúa sinn. Það er í ljósi þessara linnulausu árása sem Sanna situr undir að við, stuðningsfólk hennar, teljum nauðsynlegt að bregðast við og lýsa opinberlega yfir stuðningi við hana. Við hvetjum kjósendur í Reykjavík og félagshyggjufólk hvarvetna til að sýna samtakamátt sinn og standa með Sönnu. Með samstöðu tryggjum við að félagshyggjan verði áfram valkostur í borginni! Sanna mælist endurtekið vinsælasti borgarfulltrúinn. Og skildi engan undra. Hún er þekkt fyrir ósérhlífni, elju og heiðarleika. Hún á stuðning félagshyggjufólks langt út fyrir borgarmörkin — bókstaflega í allar áttir, til sjávar og sveita. Undanfarinn sólarhring höfum við leitað til fólks sem þekkir Sönnu eða til starfa hennar og beðið fólk að setja nafn sitt undir opinbera stuðningsyfirlýsingu. Við birtum hana með þessari grein. Félagshyggjufólk alls staðar ætti að taka þátt í þessari undirskriftasöfnun því með henni getum við sýnt að félagshyggjan lifir enn með okkur og að við stöndum með Sönnu, sem stendur með félagshyggjunni! Með baráttukveðjum fyrir hönd Stuðningsfólks Sönnu, Laufey Líndal Ólafsdóttir Sara Stef. Hildardóttir
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun