Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar 3. september 2025 07:32 Jákvæð uppbygging menntamála í Hveragerði Það má með sanni segja að menntamál í Hveragerði séu á spennandi tímamótum. Gríðarlega mikil uppbygging hefur átt sér stað síðustu mánuði og erum við að uppskera eftir því. Stækkun leikskólans Óskalands er afar jákvætt skref í átt að sterkari grunnstoðum fyrir yngstu íbúa bæjarins. Leikskólinn er því orðinn níu deilda leikskóli og skapast hefur rými fyrir fleiri börn, í umhverfi þar sem lausnamiðuð hugsun og fagmennska eru í forgrunni. Nemendaverndarráð leikskólanna Þrátt fyrir krefjandi aðstæður undanfarið hefur starf leikskólanna Óskalands og Undralands verið til mikillar fyrirmyndar. Markviss vinna hefur átt sér stað í snemmtækri íhlutun innan leikskólanna, sérkennsla er öflug og fagfólk leikskólanna vinnur þétt saman með skýrum markmiðum um að styðja hvert barn á einstaklingsbundinn hátt. Nýstofnað nemendaverndarráð leikskólanna hefur einnig styrkt þetta starf með vel ígrundaðri teymisvinnu og faglegum lausnum. Leikskólinn Óskaland hefur nú tekið í notkun nýja og glæsilega viðbyggingu sem telur þrjár nýjar deildir og er mikil ánægja með þá góðu viðbót. Spennandi tímar í grunnskólanum Grunnskólinn í Hveragerði er að ganga í gegnum jákvæðar breytingar, með stækkun skólans og þróun nýs námsvers, en við gerð síðustu fjárhagsáætlunar Hveragerðisbæjar var samþykkt að bæta við stjórnanda í grunnskólanum sem kemur til með að stýra nýju námsveri. Með nýju námsveri og þeim námsaðstæðum sem þar skapast mun gefast gott tækifæri til að takast enn betur á við fjölbreyttar þarfir nemenda. Nýsköpun í frístundastarfi Frístundastarf í Hveragerði hefur blómstrað undanfarin ár. Þátttaka barna í frístundastarfi hefur aukist ár frá ári og fagmennska starfsfólks frístundamiðstöðvarinnar hefur vakið verðskuldaða athygli út fyrir bæjarmörkin. Það hefur verið ánægjulegt að að sjá hvernig starfið er stöðugt í endurskoðun og aðlagað að þörfum samfélagsins hverju sinni. Í því sambandi má nefna nýtt verkefni frístundastarfs með eldri borgurum, sem er sérstaklega spennandi og bætir við nýjum víddum í þjónustu í nærsamfélaginu. Öflug fræðslu- og velferðarþjónusta Skólaþjónustan í Hveragerði hefur einnig tekið stór skref í átt að bættri þjónustu. Bið eftir vinnslu tilvísana hefur styst verulega og innleiðing nýrra farsældarlaga hefur skapað betri grundvöll fyrir snemmtækan stuðning við börn og fjölskyldur þeirra. Samvinna og teymisvinna á milli þjónustuveitenda hefur reynst lykillinn að þessum árangri. Fræðsluþjónustan hefur jafnframt haldið fræðsludaga fyrir starfsfólk og fræðsluerindi fyrir foreldra og almenning, sem hafa hlotið góðar undirtektir. Í upphafi árs var þróunarverkefnið Föruneyti barna – samstarf um stuðning við uppeldi og nám sett á stað hér í Hveragerði og foreldrum barna í árgang 2019 boðin þátttaka. Verkefnið er samstarfsverkefni mennta- og barnamálaráðuneytis og Háskóla Íslands og styður við farsæld barna. Það er mikilvægt að styrkja og styðja við tengsl innan samfélagsins. Með þessum leiðum hefur það verið markmikðið, að styrkja og stuðla að góðum tengslum innan stofnanna og ekki síður við samfélagið allt. Samvinna og björt framtíð Tækifærin í menntamálum í Hveragerði eru fjölmörg og björt framtíð blasir við. Það hefur verið lögð rík áhersla hjá Okkar Hveragerði að styðja við og efla þennan málaflokk og það hefur svo sannarlega tekist vel til. Með samvinnu, lausnamiðaðri hugsun og gagnrýnu samtali getum við skapað menntakerfi sem styður við þarfir hvers og eins og styrkir samfélagið í heild sinni. Í Hveragerði er svo sannarlega gott að búa. Höfundur er formaður skólanefndar Hveragerðisbæjar og forseti bæjarstjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hveragerði Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Jákvæð uppbygging menntamála í Hveragerði Það má með sanni segja að menntamál í Hveragerði séu á spennandi tímamótum. Gríðarlega mikil uppbygging hefur átt sér stað síðustu mánuði og erum við að uppskera eftir því. Stækkun leikskólans Óskalands er afar jákvætt skref í átt að sterkari grunnstoðum fyrir yngstu íbúa bæjarins. Leikskólinn er því orðinn níu deilda leikskóli og skapast hefur rými fyrir fleiri börn, í umhverfi þar sem lausnamiðuð hugsun og fagmennska eru í forgrunni. Nemendaverndarráð leikskólanna Þrátt fyrir krefjandi aðstæður undanfarið hefur starf leikskólanna Óskalands og Undralands verið til mikillar fyrirmyndar. Markviss vinna hefur átt sér stað í snemmtækri íhlutun innan leikskólanna, sérkennsla er öflug og fagfólk leikskólanna vinnur þétt saman með skýrum markmiðum um að styðja hvert barn á einstaklingsbundinn hátt. Nýstofnað nemendaverndarráð leikskólanna hefur einnig styrkt þetta starf með vel ígrundaðri teymisvinnu og faglegum lausnum. Leikskólinn Óskaland hefur nú tekið í notkun nýja og glæsilega viðbyggingu sem telur þrjár nýjar deildir og er mikil ánægja með þá góðu viðbót. Spennandi tímar í grunnskólanum Grunnskólinn í Hveragerði er að ganga í gegnum jákvæðar breytingar, með stækkun skólans og þróun nýs námsvers, en við gerð síðustu fjárhagsáætlunar Hveragerðisbæjar var samþykkt að bæta við stjórnanda í grunnskólanum sem kemur til með að stýra nýju námsveri. Með nýju námsveri og þeim námsaðstæðum sem þar skapast mun gefast gott tækifæri til að takast enn betur á við fjölbreyttar þarfir nemenda. Nýsköpun í frístundastarfi Frístundastarf í Hveragerði hefur blómstrað undanfarin ár. Þátttaka barna í frístundastarfi hefur aukist ár frá ári og fagmennska starfsfólks frístundamiðstöðvarinnar hefur vakið verðskuldaða athygli út fyrir bæjarmörkin. Það hefur verið ánægjulegt að að sjá hvernig starfið er stöðugt í endurskoðun og aðlagað að þörfum samfélagsins hverju sinni. Í því sambandi má nefna nýtt verkefni frístundastarfs með eldri borgurum, sem er sérstaklega spennandi og bætir við nýjum víddum í þjónustu í nærsamfélaginu. Öflug fræðslu- og velferðarþjónusta Skólaþjónustan í Hveragerði hefur einnig tekið stór skref í átt að bættri þjónustu. Bið eftir vinnslu tilvísana hefur styst verulega og innleiðing nýrra farsældarlaga hefur skapað betri grundvöll fyrir snemmtækan stuðning við börn og fjölskyldur þeirra. Samvinna og teymisvinna á milli þjónustuveitenda hefur reynst lykillinn að þessum árangri. Fræðsluþjónustan hefur jafnframt haldið fræðsludaga fyrir starfsfólk og fræðsluerindi fyrir foreldra og almenning, sem hafa hlotið góðar undirtektir. Í upphafi árs var þróunarverkefnið Föruneyti barna – samstarf um stuðning við uppeldi og nám sett á stað hér í Hveragerði og foreldrum barna í árgang 2019 boðin þátttaka. Verkefnið er samstarfsverkefni mennta- og barnamálaráðuneytis og Háskóla Íslands og styður við farsæld barna. Það er mikilvægt að styrkja og styðja við tengsl innan samfélagsins. Með þessum leiðum hefur það verið markmikðið, að styrkja og stuðla að góðum tengslum innan stofnanna og ekki síður við samfélagið allt. Samvinna og björt framtíð Tækifærin í menntamálum í Hveragerði eru fjölmörg og björt framtíð blasir við. Það hefur verið lögð rík áhersla hjá Okkar Hveragerði að styðja við og efla þennan málaflokk og það hefur svo sannarlega tekist vel til. Með samvinnu, lausnamiðaðri hugsun og gagnrýnu samtali getum við skapað menntakerfi sem styður við þarfir hvers og eins og styrkir samfélagið í heild sinni. Í Hveragerði er svo sannarlega gott að búa. Höfundur er formaður skólanefndar Hveragerðisbæjar og forseti bæjarstjórnar.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar