Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Smári Jökull Jónsson skrifar 2. september 2025 23:00 Verksmiðja PCC Bakka Silicon í Norðurþingi. Vísir/Vilhelm Bæjarstjóri Norðurþings segist halda í vonina að starfsemi PCC á Bakka leggist ekki af fyrir fullt og allt. Hún vonast til að stjórnvöld bregðist við með einhverjum hætti og að uppsagnirnar leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu. PCC tilkynnti í morgun um uppsagnir á þrjátíu starfsmönnum fyrirtækisins á Bakka og bætast þeir í hóp þeirra áttatíu sem sagt var upp í byrjun sumars. Nú eru einungis átján manns starfandi hjá fyrirtækinu en sveitarstjóri Norðurþings segist halda í vonina um að starfsemin leggist ekki alfarið af. „Fyrirtækið hefur lagt fram ábendingar til Alþingis, til efnahags- og viðskiptanefndar og atvinnuveganefndar um atriði sem hægt er að bregðast við. Við vonumst auðvitað til að stjórnvöld bregðist við með einhverjum hætti,“ sagði Katrín í kvöldfréttum Sýnar. „Bar þá von í brjósti að Alþingi gæti brugðist við fyrir sumarfrí“ Í yfirlýsingu PCC frá því í morgun kom fram að ráðist hafi verið í uppsagnirnar í kjölfar frumniðurstöðu ESB um að setja ekki verndartolla á kísilmálm. Katrín segir úrræðaleysi ríkja hjá stjórnvöldum en finnur fyrir skilningi þeirra á stöðunni. „Ég bar alltaf þá von í brjósti að Alþingi gæti brugðist við fyrir sumarfrí. Það gekk ekki upp því miður og ég vona að þetta verði mjög framarlega á þeirra málalista strax við upphaf þings. Við erum að fara að funda með þingmönnum kjördæmisins á morgun og fara yfir stöðuna sem er grafalvarleg.“ Hún segir að það væri mikill hagur ef íslensk fyrirtæki gætu nýtt þá framleiðslu sem til fellur á Íslandi. Hægt væri að horfa til margra þátta eins og umhverfismála, atvinnusköpunar og meðferð gjaldeyris. „Ég er alveg á því að það væri mikill kostur ef íslensku álfyrirtækin gætu keypt íslenska framleiðslu. Til þess þarf hún auðvitað að vera samkeppnishæf og því miður eru undirboð í gangi núna frá Asíu og það er eitthvað sem þarf að bregðast við.“ „Ekki langir kaflar þar sem þetta hefur gengið snuðrulaust“ Katrín segist þó mjög ánægð með viðbrögð forsætisráðuneytisins en starfshópur fimm ráðuneyta var skipaður til að fara yfir atvinnumál á svæðinu. Mikil vinna hafi farið fram í sumar en starfshópurinn á að skila af sér niðurstöðum um miðjan september. „Við finnum alveg fyrir því að þessar uppsagnir hafa heilmikil áhrif. Við erum að vona að það leiði ekki til þess að það verði mikill flutningur á fólki úr bænum að fólk geti fundið sér aðra atvinnu. Við erum að leggja mjög mikla áherslu á að finna ný atvinnutækifæri fyrir svæðið.“ Hún segir það alltaf vont að vera með fyrirtæki sem berjist í bökkum og að það sé enn erfiðara með svona stórt fyrirtæki í litlu samfélagi. Um 150 manns störfuðu í verksmiðju PCC áður en kom til uppsagna fyrr í sumar og segir Katrín áhrifin sömuleiðis mikil á verktaka og iðnaðarmenn sem ekki eru starfsmenn PCC. „Besta starfsárið undanfarin ár var árið 2024 þegar fyrirtækið var hvað lengst að keyra á báðum ofnunum. Þegar starfsemin er slík þá er þetta eins og lagt var upp með í upphafi. Það eru ekki langir kaflar á líftíma fyrirtækisins sem þetta hefur gengið snuðrulaust,“ segir Katrín að lokum. Norðurþing Vinnumarkaður Stóriðja Byggðamál Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Sjá meira
PCC tilkynnti í morgun um uppsagnir á þrjátíu starfsmönnum fyrirtækisins á Bakka og bætast þeir í hóp þeirra áttatíu sem sagt var upp í byrjun sumars. Nú eru einungis átján manns starfandi hjá fyrirtækinu en sveitarstjóri Norðurþings segist halda í vonina um að starfsemin leggist ekki alfarið af. „Fyrirtækið hefur lagt fram ábendingar til Alþingis, til efnahags- og viðskiptanefndar og atvinnuveganefndar um atriði sem hægt er að bregðast við. Við vonumst auðvitað til að stjórnvöld bregðist við með einhverjum hætti,“ sagði Katrín í kvöldfréttum Sýnar. „Bar þá von í brjósti að Alþingi gæti brugðist við fyrir sumarfrí“ Í yfirlýsingu PCC frá því í morgun kom fram að ráðist hafi verið í uppsagnirnar í kjölfar frumniðurstöðu ESB um að setja ekki verndartolla á kísilmálm. Katrín segir úrræðaleysi ríkja hjá stjórnvöldum en finnur fyrir skilningi þeirra á stöðunni. „Ég bar alltaf þá von í brjósti að Alþingi gæti brugðist við fyrir sumarfrí. Það gekk ekki upp því miður og ég vona að þetta verði mjög framarlega á þeirra málalista strax við upphaf þings. Við erum að fara að funda með þingmönnum kjördæmisins á morgun og fara yfir stöðuna sem er grafalvarleg.“ Hún segir að það væri mikill hagur ef íslensk fyrirtæki gætu nýtt þá framleiðslu sem til fellur á Íslandi. Hægt væri að horfa til margra þátta eins og umhverfismála, atvinnusköpunar og meðferð gjaldeyris. „Ég er alveg á því að það væri mikill kostur ef íslensku álfyrirtækin gætu keypt íslenska framleiðslu. Til þess þarf hún auðvitað að vera samkeppnishæf og því miður eru undirboð í gangi núna frá Asíu og það er eitthvað sem þarf að bregðast við.“ „Ekki langir kaflar þar sem þetta hefur gengið snuðrulaust“ Katrín segist þó mjög ánægð með viðbrögð forsætisráðuneytisins en starfshópur fimm ráðuneyta var skipaður til að fara yfir atvinnumál á svæðinu. Mikil vinna hafi farið fram í sumar en starfshópurinn á að skila af sér niðurstöðum um miðjan september. „Við finnum alveg fyrir því að þessar uppsagnir hafa heilmikil áhrif. Við erum að vona að það leiði ekki til þess að það verði mikill flutningur á fólki úr bænum að fólk geti fundið sér aðra atvinnu. Við erum að leggja mjög mikla áherslu á að finna ný atvinnutækifæri fyrir svæðið.“ Hún segir það alltaf vont að vera með fyrirtæki sem berjist í bökkum og að það sé enn erfiðara með svona stórt fyrirtæki í litlu samfélagi. Um 150 manns störfuðu í verksmiðju PCC áður en kom til uppsagna fyrr í sumar og segir Katrín áhrifin sömuleiðis mikil á verktaka og iðnaðarmenn sem ekki eru starfsmenn PCC. „Besta starfsárið undanfarin ár var árið 2024 þegar fyrirtækið var hvað lengst að keyra á báðum ofnunum. Þegar starfsemin er slík þá er þetta eins og lagt var upp með í upphafi. Það eru ekki langir kaflar á líftíma fyrirtækisins sem þetta hefur gengið snuðrulaust,“ segir Katrín að lokum.
Norðurþing Vinnumarkaður Stóriðja Byggðamál Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Sjá meira