Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Smári Jökull Jónsson skrifar 2. september 2025 23:00 Verksmiðja PCC Bakka Silicon í Norðurþingi. Vísir/Vilhelm Bæjarstjóri Norðurþings segist halda í vonina að starfsemi PCC á Bakka leggist ekki af fyrir fullt og allt. Hún vonast til að stjórnvöld bregðist við með einhverjum hætti og að uppsagnirnar leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu. PCC tilkynnti í morgun um uppsagnir á þrjátíu starfsmönnum fyrirtækisins á Bakka og bætast þeir í hóp þeirra áttatíu sem sagt var upp í byrjun sumars. Nú eru einungis átján manns starfandi hjá fyrirtækinu en sveitarstjóri Norðurþings segist halda í vonina um að starfsemin leggist ekki alfarið af. „Fyrirtækið hefur lagt fram ábendingar til Alþingis, til efnahags- og viðskiptanefndar og atvinnuveganefndar um atriði sem hægt er að bregðast við. Við vonumst auðvitað til að stjórnvöld bregðist við með einhverjum hætti,“ sagði Katrín í kvöldfréttum Sýnar. „Bar þá von í brjósti að Alþingi gæti brugðist við fyrir sumarfrí“ Í yfirlýsingu PCC frá því í morgun kom fram að ráðist hafi verið í uppsagnirnar í kjölfar frumniðurstöðu ESB um að setja ekki verndartolla á kísilmálm. Katrín segir úrræðaleysi ríkja hjá stjórnvöldum en finnur fyrir skilningi þeirra á stöðunni. „Ég bar alltaf þá von í brjósti að Alþingi gæti brugðist við fyrir sumarfrí. Það gekk ekki upp því miður og ég vona að þetta verði mjög framarlega á þeirra málalista strax við upphaf þings. Við erum að fara að funda með þingmönnum kjördæmisins á morgun og fara yfir stöðuna sem er grafalvarleg.“ Hún segir að það væri mikill hagur ef íslensk fyrirtæki gætu nýtt þá framleiðslu sem til fellur á Íslandi. Hægt væri að horfa til margra þátta eins og umhverfismála, atvinnusköpunar og meðferð gjaldeyris. „Ég er alveg á því að það væri mikill kostur ef íslensku álfyrirtækin gætu keypt íslenska framleiðslu. Til þess þarf hún auðvitað að vera samkeppnishæf og því miður eru undirboð í gangi núna frá Asíu og það er eitthvað sem þarf að bregðast við.“ „Ekki langir kaflar þar sem þetta hefur gengið snuðrulaust“ Katrín segist þó mjög ánægð með viðbrögð forsætisráðuneytisins en starfshópur fimm ráðuneyta var skipaður til að fara yfir atvinnumál á svæðinu. Mikil vinna hafi farið fram í sumar en starfshópurinn á að skila af sér niðurstöðum um miðjan september. „Við finnum alveg fyrir því að þessar uppsagnir hafa heilmikil áhrif. Við erum að vona að það leiði ekki til þess að það verði mikill flutningur á fólki úr bænum að fólk geti fundið sér aðra atvinnu. Við erum að leggja mjög mikla áherslu á að finna ný atvinnutækifæri fyrir svæðið.“ Hún segir það alltaf vont að vera með fyrirtæki sem berjist í bökkum og að það sé enn erfiðara með svona stórt fyrirtæki í litlu samfélagi. Um 150 manns störfuðu í verksmiðju PCC áður en kom til uppsagna fyrr í sumar og segir Katrín áhrifin sömuleiðis mikil á verktaka og iðnaðarmenn sem ekki eru starfsmenn PCC. „Besta starfsárið undanfarin ár var árið 2024 þegar fyrirtækið var hvað lengst að keyra á báðum ofnunum. Þegar starfsemin er slík þá er þetta eins og lagt var upp með í upphafi. Það eru ekki langir kaflar á líftíma fyrirtækisins sem þetta hefur gengið snuðrulaust,“ segir Katrín að lokum. Norðurþing Vinnumarkaður Stóriðja Byggðamál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
PCC tilkynnti í morgun um uppsagnir á þrjátíu starfsmönnum fyrirtækisins á Bakka og bætast þeir í hóp þeirra áttatíu sem sagt var upp í byrjun sumars. Nú eru einungis átján manns starfandi hjá fyrirtækinu en sveitarstjóri Norðurþings segist halda í vonina um að starfsemin leggist ekki alfarið af. „Fyrirtækið hefur lagt fram ábendingar til Alþingis, til efnahags- og viðskiptanefndar og atvinnuveganefndar um atriði sem hægt er að bregðast við. Við vonumst auðvitað til að stjórnvöld bregðist við með einhverjum hætti,“ sagði Katrín í kvöldfréttum Sýnar. „Bar þá von í brjósti að Alþingi gæti brugðist við fyrir sumarfrí“ Í yfirlýsingu PCC frá því í morgun kom fram að ráðist hafi verið í uppsagnirnar í kjölfar frumniðurstöðu ESB um að setja ekki verndartolla á kísilmálm. Katrín segir úrræðaleysi ríkja hjá stjórnvöldum en finnur fyrir skilningi þeirra á stöðunni. „Ég bar alltaf þá von í brjósti að Alþingi gæti brugðist við fyrir sumarfrí. Það gekk ekki upp því miður og ég vona að þetta verði mjög framarlega á þeirra málalista strax við upphaf þings. Við erum að fara að funda með þingmönnum kjördæmisins á morgun og fara yfir stöðuna sem er grafalvarleg.“ Hún segir að það væri mikill hagur ef íslensk fyrirtæki gætu nýtt þá framleiðslu sem til fellur á Íslandi. Hægt væri að horfa til margra þátta eins og umhverfismála, atvinnusköpunar og meðferð gjaldeyris. „Ég er alveg á því að það væri mikill kostur ef íslensku álfyrirtækin gætu keypt íslenska framleiðslu. Til þess þarf hún auðvitað að vera samkeppnishæf og því miður eru undirboð í gangi núna frá Asíu og það er eitthvað sem þarf að bregðast við.“ „Ekki langir kaflar þar sem þetta hefur gengið snuðrulaust“ Katrín segist þó mjög ánægð með viðbrögð forsætisráðuneytisins en starfshópur fimm ráðuneyta var skipaður til að fara yfir atvinnumál á svæðinu. Mikil vinna hafi farið fram í sumar en starfshópurinn á að skila af sér niðurstöðum um miðjan september. „Við finnum alveg fyrir því að þessar uppsagnir hafa heilmikil áhrif. Við erum að vona að það leiði ekki til þess að það verði mikill flutningur á fólki úr bænum að fólk geti fundið sér aðra atvinnu. Við erum að leggja mjög mikla áherslu á að finna ný atvinnutækifæri fyrir svæðið.“ Hún segir það alltaf vont að vera með fyrirtæki sem berjist í bökkum og að það sé enn erfiðara með svona stórt fyrirtæki í litlu samfélagi. Um 150 manns störfuðu í verksmiðju PCC áður en kom til uppsagna fyrr í sumar og segir Katrín áhrifin sömuleiðis mikil á verktaka og iðnaðarmenn sem ekki eru starfsmenn PCC. „Besta starfsárið undanfarin ár var árið 2024 þegar fyrirtækið var hvað lengst að keyra á báðum ofnunum. Þegar starfsemin er slík þá er þetta eins og lagt var upp með í upphafi. Það eru ekki langir kaflar á líftíma fyrirtækisins sem þetta hefur gengið snuðrulaust,“ segir Katrín að lokum.
Norðurþing Vinnumarkaður Stóriðja Byggðamál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira