„Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. september 2025 12:53 Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir auðvitað leiðinlegt að heyra fregnir af uppsögnum hjá Vinnslustöðinni. Fréttirnar komi þó ekkert sérstaklega á óvart. Vísir Atvinnuvegaráðherra segir fréttir af lokun fiskvinnslunnar Leo Seafood í Vestmannaeyjum ekki koma alveg á óvart, þó alltaf sé erfitt að heyra svona fréttir. Hún segir Vinnslustöðina seilast langt með því að kenna hækkun veiðigjalda um. Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum greindi frá því í síðustu viku að ákveðið hefði verði að loka fiskvinnslunni Leo Seafood til þess að mæta hækkun veiðigjalda, sem hún segir upp á 850 milljónir króna á árinu. Fimmtíu missa vinnuna vegna þessa. „Þetta eru erfiðar fréttir að fá þegar fólk er að missa vinnuna og í þessu tilfelli þessi fjöldi. Það er auðvitað gríðarlegt högg fyrir sveitarfélagið. Ég veit að þessi vinnsla hefur staðið í erfiðum rekstri undanfarið. Það hafa verið fréttir af því að Vinnslustöðin hafi verið að leita hagræðingaleiða í einhver ár. Þannig að þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra. Síðustu ár og áratugi hafi það einkennt íslenska útgerð að fyrirtæki hafi verið sameinuð og gripið hafi verið til hagræðinga. „Það er mikilvægur þáttur í verðmætasköpun í sjávarútvegi að vinna fiskinn hér. Það að tengja þetta beint við veiðigjöldin finnst mér svolítið langt seilst í ljósi þessa og í ljósi þess sem við vitum um reksturinn hingað til.“ Gunnþór Ingvason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávaraútvegi sagði um helgina að hann telji líklegt að ráðast þurfi í fleiri uppsagnir vegna hækkunar veiðigjalda. „Hvort komi til frekari hagræðinga getur bara vel verið. Hagræðingar hafa verið saga þessarar greinar eins og margra annarra,“ segir Hanna Katrín. Fylgst verði vel með áhrifunum, meðal annars á vegum Byggðastofnunar. Vinnslustöðin greiddi eigendum sínum fjóra milljarða í arð á síðustu sex árum. Telurðu að hún geti fundið þessa peninga einhvers staðar annars staðar í stað þess að skella skuldinni á ríkisstjórnina? „Mér finnst frábært þegar fyrirtæki geta greitt út arð eftir arðbæran rekstur. Því hærri, því betra. En ekki fyrr en þau hafa greitt það sem þeim ber til þjóðarinnar.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Vinnumarkaður Vestmannaeyjar Tengdar fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum gefur lítið fyrir orð fjármálaráðherra, sem sagði í dag að ekki væri hægt að kenna hækkun veiðigjalda um uppsagnir fimmtíu starfsmanna Vinnslustöðvarinnar. 1. september 2025 17:07 Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Fjármálaráðherra segir fullyrðingar forsvarsmanna sjávarútvegsins um að uppsagnir fimmtíu starfsmanna hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum megi rekja með beinum hætti til hækkunar veiðigjalda séu úr takti við þróun í geiranum undanfarin ár, hagræðing hafi alltaf fylgt sjávarútvegi. Það séu hinsvegar aldrei góðar fréttir þegar stórir hópar missi vinnuna, ríkisstjórnin muni fylgjast með stöðunni. 1. september 2025 12:00 Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi gerir ráð fyrir að fleiri fyrirtæki þurfi að ráðast í uppsagnir á næstunni vegna hækkunar veiðigjalda, líkt og Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum gerði fyrir helgi. Mikilvægt sé að halda fiskvinnslunum hér á landi. 31. ágúst 2025 12:27 Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum greindi frá því í síðustu viku að ákveðið hefði verði að loka fiskvinnslunni Leo Seafood til þess að mæta hækkun veiðigjalda, sem hún segir upp á 850 milljónir króna á árinu. Fimmtíu missa vinnuna vegna þessa. „Þetta eru erfiðar fréttir að fá þegar fólk er að missa vinnuna og í þessu tilfelli þessi fjöldi. Það er auðvitað gríðarlegt högg fyrir sveitarfélagið. Ég veit að þessi vinnsla hefur staðið í erfiðum rekstri undanfarið. Það hafa verið fréttir af því að Vinnslustöðin hafi verið að leita hagræðingaleiða í einhver ár. Þannig að þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra. Síðustu ár og áratugi hafi það einkennt íslenska útgerð að fyrirtæki hafi verið sameinuð og gripið hafi verið til hagræðinga. „Það er mikilvægur þáttur í verðmætasköpun í sjávarútvegi að vinna fiskinn hér. Það að tengja þetta beint við veiðigjöldin finnst mér svolítið langt seilst í ljósi þessa og í ljósi þess sem við vitum um reksturinn hingað til.“ Gunnþór Ingvason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávaraútvegi sagði um helgina að hann telji líklegt að ráðast þurfi í fleiri uppsagnir vegna hækkunar veiðigjalda. „Hvort komi til frekari hagræðinga getur bara vel verið. Hagræðingar hafa verið saga þessarar greinar eins og margra annarra,“ segir Hanna Katrín. Fylgst verði vel með áhrifunum, meðal annars á vegum Byggðastofnunar. Vinnslustöðin greiddi eigendum sínum fjóra milljarða í arð á síðustu sex árum. Telurðu að hún geti fundið þessa peninga einhvers staðar annars staðar í stað þess að skella skuldinni á ríkisstjórnina? „Mér finnst frábært þegar fyrirtæki geta greitt út arð eftir arðbæran rekstur. Því hærri, því betra. En ekki fyrr en þau hafa greitt það sem þeim ber til þjóðarinnar.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Vinnumarkaður Vestmannaeyjar Tengdar fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum gefur lítið fyrir orð fjármálaráðherra, sem sagði í dag að ekki væri hægt að kenna hækkun veiðigjalda um uppsagnir fimmtíu starfsmanna Vinnslustöðvarinnar. 1. september 2025 17:07 Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Fjármálaráðherra segir fullyrðingar forsvarsmanna sjávarútvegsins um að uppsagnir fimmtíu starfsmanna hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum megi rekja með beinum hætti til hækkunar veiðigjalda séu úr takti við þróun í geiranum undanfarin ár, hagræðing hafi alltaf fylgt sjávarútvegi. Það séu hinsvegar aldrei góðar fréttir þegar stórir hópar missi vinnuna, ríkisstjórnin muni fylgjast með stöðunni. 1. september 2025 12:00 Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi gerir ráð fyrir að fleiri fyrirtæki þurfi að ráðast í uppsagnir á næstunni vegna hækkunar veiðigjalda, líkt og Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum gerði fyrir helgi. Mikilvægt sé að halda fiskvinnslunum hér á landi. 31. ágúst 2025 12:27 Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
„Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum gefur lítið fyrir orð fjármálaráðherra, sem sagði í dag að ekki væri hægt að kenna hækkun veiðigjalda um uppsagnir fimmtíu starfsmanna Vinnslustöðvarinnar. 1. september 2025 17:07
Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Fjármálaráðherra segir fullyrðingar forsvarsmanna sjávarútvegsins um að uppsagnir fimmtíu starfsmanna hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum megi rekja með beinum hætti til hækkunar veiðigjalda séu úr takti við þróun í geiranum undanfarin ár, hagræðing hafi alltaf fylgt sjávarútvegi. Það séu hinsvegar aldrei góðar fréttir þegar stórir hópar missi vinnuna, ríkisstjórnin muni fylgjast með stöðunni. 1. september 2025 12:00
Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi gerir ráð fyrir að fleiri fyrirtæki þurfi að ráðast í uppsagnir á næstunni vegna hækkunar veiðigjalda, líkt og Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum gerði fyrir helgi. Mikilvægt sé að halda fiskvinnslunum hér á landi. 31. ágúst 2025 12:27