Biturðin lak af tilkynningu um Isak Sindri Sverrisson skrifar 2. september 2025 09:32 Það er hvergi minnst á öll mörkin sem Alexander Isak skoraði fyrir Newcastle, í tilkynningu félagsins. Getty Talsmenn enska úrvalsdeildarfélagsins Newcastle voru ekkert að hafa fyrir því að þakka Alexander Isak fyrir vel unnin störf, í aðeins 37 orða tilkynningu um að hann hefði verið seldur til Liverpool. Isak skoraði 62 mörk á tíma sínum með Newcastle og meðal annars í úrslitaleik enska deildabikarsins, gegn Liverpool í mars, þegar Newcastle vann sinn fyrsta titil síðan árið 2006. Á Wikipedia hefur einhver óhress Newcastle-maður reyndar skráð það mark á „rottu“. Á þessi mörk og titilinn í mars er hvergi minnst í tilkynningu Newcastle um brotthvarf Isaks, og greinilegt að félagið er afar ósátt við það með hvaða hætti það bar að. Skyldi engan undra enda átti Isak eftir þrjú ár af samningi sínum við félagið og var orðinn sú markamaskína sem vonir stóðu til. Það tekur ekki langan tíma að lesa tilkynningu Newcastle um brotthvarf Alexanders Isak.Skjáskot/nufc Isak gerði nánast allt til þess að þrýsta á að hann fengi að fara til Liverpool og á endanum gaf Newcastle eftir og seldi hann fyrir metfé á Bretlandi, eða 125 milljónir punda. Í hinni stuttu tilkynningu Newcastle er það eina sem kemur fram að Isak hafi verið seldur fyrir umtalsvert metfé til Liverpool og að þessi sænski landsliðsmaður hafi komið frá Real Sociedad árið 2022 og spilað samtals 109 leiki. Öllu fleiri orð fóru í að tilkynna um komu Yoane Wissa sem Newcastle tryggði sér endanlega í gær en félagið keypti hann frá Brentford fyrir 55 milljónir punda. Wissa fór svipaða leið og Isak með því að senda frá sér yfirlýsingu og þrýsta á að hann yrði seldur, sem að lokum bar árangur. Áður hafði Newcastle svo keypt þýska framherjann Nick Woltemade fyrir 69 milljónir punda sem gerir hann að dýrasta leikmanni sem félagið hefur keypt. Segja má að peningunum sem Newcastle fær fyrir Isak hafi því þegar verið ráðstafað með kaupunum á framherjunum tveimur. Enski boltinn Tengdar fréttir Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjaldan verið eins margt spennandi í gangi á lokadegi félagaskiptagluggans á Englandi. Enn er óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn en glugganum hefur verið lokað. 1. september 2025 08:35 Mest lesið „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Fótbolti Fleiri fréttir Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Sjá meira
Isak skoraði 62 mörk á tíma sínum með Newcastle og meðal annars í úrslitaleik enska deildabikarsins, gegn Liverpool í mars, þegar Newcastle vann sinn fyrsta titil síðan árið 2006. Á Wikipedia hefur einhver óhress Newcastle-maður reyndar skráð það mark á „rottu“. Á þessi mörk og titilinn í mars er hvergi minnst í tilkynningu Newcastle um brotthvarf Isaks, og greinilegt að félagið er afar ósátt við það með hvaða hætti það bar að. Skyldi engan undra enda átti Isak eftir þrjú ár af samningi sínum við félagið og var orðinn sú markamaskína sem vonir stóðu til. Það tekur ekki langan tíma að lesa tilkynningu Newcastle um brotthvarf Alexanders Isak.Skjáskot/nufc Isak gerði nánast allt til þess að þrýsta á að hann fengi að fara til Liverpool og á endanum gaf Newcastle eftir og seldi hann fyrir metfé á Bretlandi, eða 125 milljónir punda. Í hinni stuttu tilkynningu Newcastle er það eina sem kemur fram að Isak hafi verið seldur fyrir umtalsvert metfé til Liverpool og að þessi sænski landsliðsmaður hafi komið frá Real Sociedad árið 2022 og spilað samtals 109 leiki. Öllu fleiri orð fóru í að tilkynna um komu Yoane Wissa sem Newcastle tryggði sér endanlega í gær en félagið keypti hann frá Brentford fyrir 55 milljónir punda. Wissa fór svipaða leið og Isak með því að senda frá sér yfirlýsingu og þrýsta á að hann yrði seldur, sem að lokum bar árangur. Áður hafði Newcastle svo keypt þýska framherjann Nick Woltemade fyrir 69 milljónir punda sem gerir hann að dýrasta leikmanni sem félagið hefur keypt. Segja má að peningunum sem Newcastle fær fyrir Isak hafi því þegar verið ráðstafað með kaupunum á framherjunum tveimur.
Enski boltinn Tengdar fréttir Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjaldan verið eins margt spennandi í gangi á lokadegi félagaskiptagluggans á Englandi. Enn er óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn en glugganum hefur verið lokað. 1. september 2025 08:35 Mest lesið „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Fótbolti Fleiri fréttir Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Sjá meira
Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjaldan verið eins margt spennandi í gangi á lokadegi félagaskiptagluggans á Englandi. Enn er óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn en glugganum hefur verið lokað. 1. september 2025 08:35