Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar 2. september 2025 08:02 Menntamorð (e. scholasticide[1]) er hugtak sem var sett saman af prófessor Karma Nabulsi, Palestínusérfræðingi við Oxford háskólann. Hún kom fram með þetta hugtak í kjölfarið á stórfelldum loftárásum Ísraelshers á Gaza frá árslokum 2008 framyfir miðjan janúar 2009 (Operation Cast Lead) þar sem 1400 Palestínumenn voru myrtir, þar af 300 börn. Slíkar árásir höfðu verið og urðu reglubundnar árum saman. Hugtak þetta vísar auk þess í viðvarnandi árásir á palestínska fræðimenn, nemendur og menntastofnanir allar götur aftur til Nakba (hörmunganna) 1948, áframhaldandi stríðs 1967 og innrásar Ísrael í Líbanon 1982. Síðan haustið 2023 hefur Ísraelsher markvisst tortímt öllum menntastofnunum á Gaza, myrt fjölda prófessora, kennara og þúsundir nemenda, brennt bókasöfn og eytt fornminjum og öðru sem ber vitni mörg þúsund ára sögu Palestínumanna á Gaza. Hugtak þetta vísar í kerfisbundna eyðileggingu á palestínsku menntakerfi og stofnunum, til að ganga að menntun Palestínumanna dauðri, en hlutverk og kraftur menntunar í hernumdu þjóðfélagi (sem og annars staðar) er ómetanlegt, er kraftur sem spyrnir gegn ofbeldi og kúgun aðskilnaðarmúrsins, aðskilnaðarstefnunnar, gegn endalausum eftirlitstöðvum og grimmdarlegum fangelsum. Þess vegna er mikilvægt fyrir hernámsherinn að ráðast á menntastofnanir Palestínumanna og framkvæma menntamorð, sem skarast mjög við það sem kallast menningarmorð og sem er hluti af framkvæmd þjóðarmorðsins sem verið er að fremja á Palestínumönnum á Gaza, en einnig á Vesturbakkanum og í Austur-Jerúsalem. Þessi mennta- og menningarmorð eru markvisst framin til að ganga á milli bols og höfuðs á grunnstofnunum palestínsks samfélags og menningar, til að koma í veg fyrir að þekking varðveitist og berist frá einni kynslóð til annarrar. Annar mikilvægur þáttur í því er að myrða sem flest börn og/eða limlesta ævilangt, myrða foreldra; feður og mæður, til að hindra viðhald og framhald þjóðarinnar, og að myrða afa og ömmur, sem geyma frásagnir af sögunni, einkum sögunni af Nakba (hörmungunum) 1948, en í mörgum samfélögum er elsta kynslóðin ein mikilvægasta menntastofnunin. Annar hluti menntarmorðs er að koma í veg fyrir að börn, þ.e. þau börn sem eru ekki myrt með köldu blóði eða svelt í hel af síonískum terroristum sem kalla sig hermenn, geti stundað skóla; að ungt fólk geti t.d. lært til læknis eða annarra heilbrigðisstarfa, að ekki sé hægt að mennta verkfræðinga eða annað fólk sem sinnir tæknilegum innviðum samfélagsins, o.s.frv. Taka má fram að fyrir 7. október 2023 voru íbúar útrýmingarbúðanna sem Gaza er, eitt best menntaða fólk í heimi miðað við fólksfjölda og með flestar háskólagráður á sama mælikvarða. Í dag liggur þessi heimur allur í rúst. Til útskýringar má nefna að menntamorð er oftast útskýrt sem markviss og kerfisbundin eyðilegging alls menntakerfisins og allra menntastofnana, með takmarkalausu ofbeldi (stríði, innrásum, átökum, þjóðarmorði, o.s.frv.) – fjöldamorðum á fræðafólki og nemendum, og gjöreyðingu allra námsgagna og safna (t.d. bókasafna og skjalasafna). Allt gert til að sjá til þess að möguleikar viðkomandi þjóðar til menntunar séu að öllu horfnir, sem og menningarleg þekking og minni, tækniþekking og annað sem þarf til að viðalda þjóðfélaginu. Menningarmorðið sem er hluti af hinni stærri mynd þjóðarmorðsins lýsir sér m.a. í því að Ísraelsher hefur rústað yfir 80% af moskum á Gaza (í árslok 2024 var rústað yfir 800 af 1245 moskum á Gaza og 148 moskur voru skemmdar alvarlega). Stærsta og elsta moskan á Gaza, Hin mikla Omari moska, var jöfnuð við jörðu af síonistahernum, enn eitt dæmið af eyðileggingu gamalla menningarlegra fornminja á Gaza. Einnig hafa kirkjur verið rústaðar, þar á meðal fornar kirkjur, sem og fjöldi kirkjugarða og múslimskra grafstaða. Söfn, fornleifar, forn minnismerki (sum mörg þúsund ára gömul) hafa verið eyðilögð. Að viðbættu þessu er einnig búið að myrða, að öllum líkindum, hundruð þúsundir Palestínumanna á Gaza, þar sem konur og börn eru yfir 70% af þeim myrtu. Og umheimurinn situr hjá með hendur í skauti. Fyrstu 11 mánuði þjóðarmorðsins voru 85% af skólum á Gaza sprengdir í loft upp (477 af 564), og tæplega 10 þúsund nemendur og yfir 400 kennarar myrtir. Eftir 13 mánuði var búið að sprengja 95% skóla í tætlur. Ætlað er að um 700 þúsund skólabörn fái enga menntun af þessum sökum. Loftmyndir hafa sýnt að þeir skólar sem eftir standa eru notaðir sem herstöðvar og fangageymslur, þar sem pyntingar fara fram. Örfáir eftirstandandi skólar hefur fólk á flótta og vergangi á Gaza notað sem skjól undan sprengjuregni síonistahersins, en þessir skólar eru regluleg skotmörk ísraelskra herflugvéla. Allt þetta hefur mátt sjá í beinni útsendingu um allan heim. Með þessum stríðsglæpum er verið að koma í veg fyrir að palestínska þjóðin geti átt sér framtíð byggða á menningarlegri sögu, minni og verðmætum, að vonir hennar og draumar um líf handan rústanna sem geyma lík vina og ættingja, sem og fyrrum heimili þeirra, verði aldrei – og ef þjóðarmorðingjarnir ná markmiði sínu, að Palestína verði ekki lengur til. Undirritaður er samt nokkuð viss um að þetta verkefni muni ekki takast. Francesca Albanese, sérlegur skýrslufulltrúi Sameinuðu þjóðanna gagnvart Palestínu samdi skýrslu í mars 2024 sem hún kallaði „Anatomía þjóðarmorðs“ (Anatomy of Genocide), þar sem hún sagði m.a.: „Framferði Ísrael hefur verið drifið áfram af rökum þjóðarmorðs sem eru samfléttuð landráns-nýlenduverkefni [Ísrael] í Palestínu, sem hefur framkallað fyrirsjáanlegar hörmungar“. Sumir hafa sagt að hörmungarnar muni á endanum heltaka þá sem glæpinn fremja, en nýlendustjórnir verða oft mjög ofbeldisfullar rétt áður en þær líða undir lok. Francesca Albanese samdi nýlega aðra skýrslu um hvaða alþjóðlegu fyrirtæki hagnast á þjóðarmorðinu og fjárfesta í því. Þar á meðal er fjárfærslufyrirtækið Rapyd, sem íslenska ríkið lætur annast umsjón og umsýslu fjármála íslenska ríkisins, og þannig brýtur íslenska ríkið alþjóðalög á hverjum degi, og það gerir Háskóli Íslands líka, sem hluti af íslenska ríkinu. Í hvert skipti sem fólk borgar opinbera reikninga eða skólagjöld (já, köllum það það), er verið að styrkja ísraelska herinn sem fremur þjóðarmorð alla daga, allar nætur, myrðir börn og mæður, feður, afa og ömmur. Þannig tengist þetta allt saman starfsemi og rekstri íslenska ríkisins, og í framhaldinu, Háskóla Íslands. Það þarf ekki að taka það fram að menntamorð, sem hluti þjóðarmorðs, er fullkomið brot á öllum alþjóðalögum, er stríðsglæpur, glæpur gegn mannkyni, sem allar aðgerðir aðskilnaðarríkisins Ísrael gegn Palestínumönnum eru og hafa verið frá upphafi. Þjóðarmorð er skilgreint sem glæpur glæpanna og það er ekkert sem réttlætir, réttmætir né afsakar það. Ekkert. Annað sem minnast má á hér í lokin er hin undarlega og nýlega umræða í fræðasamfélaginu hér á Fróni um „akademískt frelsi“, sem já er undarlegt í samhengi við það sem hér hefur verið rætt á undan, umræða sem átti sér upphaf í að ísraelskur fræðimaður, starfandi í háskóla sem er virkur þátttakandi í þjóðarmorðinu (sem og allir aðrir ísraelskir háskólar) og sem sjálfur er/var stjórnandi stofnunar sem framleiddi og dreifði grófum lygum og áróðri stríðsmaskínu Ísraels, til stuðnings glæpum hennar. Honum var meinað af nokkrum mótmælendum að halda erindi um hermigreind (var truflaður, sem fellur líka undir tjáningarfrelsi), en slík tækni er þróuð, prófuð og notuð á Gaza við að myrða fólk í stórum stíl. Ef litið er á stríðsglæpi Ísraels á Gaza, og einkum gjöreyðingu menntakerfisins, ef litið er á fjöldamorð á prófessorum, háskólakennurum og háskólanemum, hljómar þessi sjálfhverfa frelsisnaflaskoðun í fílabeinsturninum við Sæmundargötu í besta falli hjákátleg. Hún hljómar einnig hjákátlega, eða vandræðalega, þegar litið er til þess að víða á Vesturlöndum er fræðafólk sem gagnrýnir þjóðarmorðið á Gaza, gagnrýnir framferði Ísraels, og styður málstað Palestínumanna, handtekið, rekið úr starfi, jafnvel fangelsað og beitt alls kyns kúgun og ofbeldi, og er ásakað og kært fyrir and-semítisma. Hvar er akademískt frelsi þeirra? Og hvar hafa raddir íslensku akademíunnar verið þessi tvö ár sem þjóðarmorðið hefur verið framið í beinni útsendingu, á hryllilegri hátt en hægt er að lýsa? Ég minnist þess ekki að hinir nýtilvöknuðu varðhundar akademísks frelsis í fílabeinsturninum (sem hafa allt það akademíska frelsi sem völ er á) hafi tjáð sig að neinu gagni gegn þjóðarmorðinu – fór kannski fram hjá mér, veit ekki. Og – í lokin: Ég hvet alla til að mæta á Austurvöll klukkan 14, laugardaginn 6. September 2025, til að mótmæla yfirstandandi þjóðarmorði á Gaza og krefjast þess að íslensk stjórnvöld GERI það sem þarf að gera og hætti að koma með endalausar yfirlýsingar og annað merkingarlaust raus. Og það sem þarf að GERA er að slíta á ÖLL viðskipti og samskipti við aðskilnaðarríkið Ísrael, að sniðanga það alveg, og ganga í lið með þeim þjóðum sem styðja málsókn Suður-Afríku gegn þjóðarmorðingjunum hjá Alþjóðadómi Sameinuðu þjóðanna (International Court of Justice). Án sniðgöngu breytist ekkert. Höfundur er doktor í mannfræði. PS. Ég set hér tengil á grein sem ég skrifaði um þjóðarmorðið sem ég birti á vísi síðastliðinn febrúar. https://www.visir.is/g/20252693843d/fram-tid-log-gaeslu-finpussud-i-tilraunastofunni-gaza [1] Latína: schola = skóli / cide = dráp Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson Skoðun Skoðun Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Sjá meira
Menntamorð (e. scholasticide[1]) er hugtak sem var sett saman af prófessor Karma Nabulsi, Palestínusérfræðingi við Oxford háskólann. Hún kom fram með þetta hugtak í kjölfarið á stórfelldum loftárásum Ísraelshers á Gaza frá árslokum 2008 framyfir miðjan janúar 2009 (Operation Cast Lead) þar sem 1400 Palestínumenn voru myrtir, þar af 300 börn. Slíkar árásir höfðu verið og urðu reglubundnar árum saman. Hugtak þetta vísar auk þess í viðvarnandi árásir á palestínska fræðimenn, nemendur og menntastofnanir allar götur aftur til Nakba (hörmunganna) 1948, áframhaldandi stríðs 1967 og innrásar Ísrael í Líbanon 1982. Síðan haustið 2023 hefur Ísraelsher markvisst tortímt öllum menntastofnunum á Gaza, myrt fjölda prófessora, kennara og þúsundir nemenda, brennt bókasöfn og eytt fornminjum og öðru sem ber vitni mörg þúsund ára sögu Palestínumanna á Gaza. Hugtak þetta vísar í kerfisbundna eyðileggingu á palestínsku menntakerfi og stofnunum, til að ganga að menntun Palestínumanna dauðri, en hlutverk og kraftur menntunar í hernumdu þjóðfélagi (sem og annars staðar) er ómetanlegt, er kraftur sem spyrnir gegn ofbeldi og kúgun aðskilnaðarmúrsins, aðskilnaðarstefnunnar, gegn endalausum eftirlitstöðvum og grimmdarlegum fangelsum. Þess vegna er mikilvægt fyrir hernámsherinn að ráðast á menntastofnanir Palestínumanna og framkvæma menntamorð, sem skarast mjög við það sem kallast menningarmorð og sem er hluti af framkvæmd þjóðarmorðsins sem verið er að fremja á Palestínumönnum á Gaza, en einnig á Vesturbakkanum og í Austur-Jerúsalem. Þessi mennta- og menningarmorð eru markvisst framin til að ganga á milli bols og höfuðs á grunnstofnunum palestínsks samfélags og menningar, til að koma í veg fyrir að þekking varðveitist og berist frá einni kynslóð til annarrar. Annar mikilvægur þáttur í því er að myrða sem flest börn og/eða limlesta ævilangt, myrða foreldra; feður og mæður, til að hindra viðhald og framhald þjóðarinnar, og að myrða afa og ömmur, sem geyma frásagnir af sögunni, einkum sögunni af Nakba (hörmungunum) 1948, en í mörgum samfélögum er elsta kynslóðin ein mikilvægasta menntastofnunin. Annar hluti menntarmorðs er að koma í veg fyrir að börn, þ.e. þau börn sem eru ekki myrt með köldu blóði eða svelt í hel af síonískum terroristum sem kalla sig hermenn, geti stundað skóla; að ungt fólk geti t.d. lært til læknis eða annarra heilbrigðisstarfa, að ekki sé hægt að mennta verkfræðinga eða annað fólk sem sinnir tæknilegum innviðum samfélagsins, o.s.frv. Taka má fram að fyrir 7. október 2023 voru íbúar útrýmingarbúðanna sem Gaza er, eitt best menntaða fólk í heimi miðað við fólksfjölda og með flestar háskólagráður á sama mælikvarða. Í dag liggur þessi heimur allur í rúst. Til útskýringar má nefna að menntamorð er oftast útskýrt sem markviss og kerfisbundin eyðilegging alls menntakerfisins og allra menntastofnana, með takmarkalausu ofbeldi (stríði, innrásum, átökum, þjóðarmorði, o.s.frv.) – fjöldamorðum á fræðafólki og nemendum, og gjöreyðingu allra námsgagna og safna (t.d. bókasafna og skjalasafna). Allt gert til að sjá til þess að möguleikar viðkomandi þjóðar til menntunar séu að öllu horfnir, sem og menningarleg þekking og minni, tækniþekking og annað sem þarf til að viðalda þjóðfélaginu. Menningarmorðið sem er hluti af hinni stærri mynd þjóðarmorðsins lýsir sér m.a. í því að Ísraelsher hefur rústað yfir 80% af moskum á Gaza (í árslok 2024 var rústað yfir 800 af 1245 moskum á Gaza og 148 moskur voru skemmdar alvarlega). Stærsta og elsta moskan á Gaza, Hin mikla Omari moska, var jöfnuð við jörðu af síonistahernum, enn eitt dæmið af eyðileggingu gamalla menningarlegra fornminja á Gaza. Einnig hafa kirkjur verið rústaðar, þar á meðal fornar kirkjur, sem og fjöldi kirkjugarða og múslimskra grafstaða. Söfn, fornleifar, forn minnismerki (sum mörg þúsund ára gömul) hafa verið eyðilögð. Að viðbættu þessu er einnig búið að myrða, að öllum líkindum, hundruð þúsundir Palestínumanna á Gaza, þar sem konur og börn eru yfir 70% af þeim myrtu. Og umheimurinn situr hjá með hendur í skauti. Fyrstu 11 mánuði þjóðarmorðsins voru 85% af skólum á Gaza sprengdir í loft upp (477 af 564), og tæplega 10 þúsund nemendur og yfir 400 kennarar myrtir. Eftir 13 mánuði var búið að sprengja 95% skóla í tætlur. Ætlað er að um 700 þúsund skólabörn fái enga menntun af þessum sökum. Loftmyndir hafa sýnt að þeir skólar sem eftir standa eru notaðir sem herstöðvar og fangageymslur, þar sem pyntingar fara fram. Örfáir eftirstandandi skólar hefur fólk á flótta og vergangi á Gaza notað sem skjól undan sprengjuregni síonistahersins, en þessir skólar eru regluleg skotmörk ísraelskra herflugvéla. Allt þetta hefur mátt sjá í beinni útsendingu um allan heim. Með þessum stríðsglæpum er verið að koma í veg fyrir að palestínska þjóðin geti átt sér framtíð byggða á menningarlegri sögu, minni og verðmætum, að vonir hennar og draumar um líf handan rústanna sem geyma lík vina og ættingja, sem og fyrrum heimili þeirra, verði aldrei – og ef þjóðarmorðingjarnir ná markmiði sínu, að Palestína verði ekki lengur til. Undirritaður er samt nokkuð viss um að þetta verkefni muni ekki takast. Francesca Albanese, sérlegur skýrslufulltrúi Sameinuðu þjóðanna gagnvart Palestínu samdi skýrslu í mars 2024 sem hún kallaði „Anatomía þjóðarmorðs“ (Anatomy of Genocide), þar sem hún sagði m.a.: „Framferði Ísrael hefur verið drifið áfram af rökum þjóðarmorðs sem eru samfléttuð landráns-nýlenduverkefni [Ísrael] í Palestínu, sem hefur framkallað fyrirsjáanlegar hörmungar“. Sumir hafa sagt að hörmungarnar muni á endanum heltaka þá sem glæpinn fremja, en nýlendustjórnir verða oft mjög ofbeldisfullar rétt áður en þær líða undir lok. Francesca Albanese samdi nýlega aðra skýrslu um hvaða alþjóðlegu fyrirtæki hagnast á þjóðarmorðinu og fjárfesta í því. Þar á meðal er fjárfærslufyrirtækið Rapyd, sem íslenska ríkið lætur annast umsjón og umsýslu fjármála íslenska ríkisins, og þannig brýtur íslenska ríkið alþjóðalög á hverjum degi, og það gerir Háskóli Íslands líka, sem hluti af íslenska ríkinu. Í hvert skipti sem fólk borgar opinbera reikninga eða skólagjöld (já, köllum það það), er verið að styrkja ísraelska herinn sem fremur þjóðarmorð alla daga, allar nætur, myrðir börn og mæður, feður, afa og ömmur. Þannig tengist þetta allt saman starfsemi og rekstri íslenska ríkisins, og í framhaldinu, Háskóla Íslands. Það þarf ekki að taka það fram að menntamorð, sem hluti þjóðarmorðs, er fullkomið brot á öllum alþjóðalögum, er stríðsglæpur, glæpur gegn mannkyni, sem allar aðgerðir aðskilnaðarríkisins Ísrael gegn Palestínumönnum eru og hafa verið frá upphafi. Þjóðarmorð er skilgreint sem glæpur glæpanna og það er ekkert sem réttlætir, réttmætir né afsakar það. Ekkert. Annað sem minnast má á hér í lokin er hin undarlega og nýlega umræða í fræðasamfélaginu hér á Fróni um „akademískt frelsi“, sem já er undarlegt í samhengi við það sem hér hefur verið rætt á undan, umræða sem átti sér upphaf í að ísraelskur fræðimaður, starfandi í háskóla sem er virkur þátttakandi í þjóðarmorðinu (sem og allir aðrir ísraelskir háskólar) og sem sjálfur er/var stjórnandi stofnunar sem framleiddi og dreifði grófum lygum og áróðri stríðsmaskínu Ísraels, til stuðnings glæpum hennar. Honum var meinað af nokkrum mótmælendum að halda erindi um hermigreind (var truflaður, sem fellur líka undir tjáningarfrelsi), en slík tækni er þróuð, prófuð og notuð á Gaza við að myrða fólk í stórum stíl. Ef litið er á stríðsglæpi Ísraels á Gaza, og einkum gjöreyðingu menntakerfisins, ef litið er á fjöldamorð á prófessorum, háskólakennurum og háskólanemum, hljómar þessi sjálfhverfa frelsisnaflaskoðun í fílabeinsturninum við Sæmundargötu í besta falli hjákátleg. Hún hljómar einnig hjákátlega, eða vandræðalega, þegar litið er til þess að víða á Vesturlöndum er fræðafólk sem gagnrýnir þjóðarmorðið á Gaza, gagnrýnir framferði Ísraels, og styður málstað Palestínumanna, handtekið, rekið úr starfi, jafnvel fangelsað og beitt alls kyns kúgun og ofbeldi, og er ásakað og kært fyrir and-semítisma. Hvar er akademískt frelsi þeirra? Og hvar hafa raddir íslensku akademíunnar verið þessi tvö ár sem þjóðarmorðið hefur verið framið í beinni útsendingu, á hryllilegri hátt en hægt er að lýsa? Ég minnist þess ekki að hinir nýtilvöknuðu varðhundar akademísks frelsis í fílabeinsturninum (sem hafa allt það akademíska frelsi sem völ er á) hafi tjáð sig að neinu gagni gegn þjóðarmorðinu – fór kannski fram hjá mér, veit ekki. Og – í lokin: Ég hvet alla til að mæta á Austurvöll klukkan 14, laugardaginn 6. September 2025, til að mótmæla yfirstandandi þjóðarmorði á Gaza og krefjast þess að íslensk stjórnvöld GERI það sem þarf að gera og hætti að koma með endalausar yfirlýsingar og annað merkingarlaust raus. Og það sem þarf að GERA er að slíta á ÖLL viðskipti og samskipti við aðskilnaðarríkið Ísrael, að sniðanga það alveg, og ganga í lið með þeim þjóðum sem styðja málsókn Suður-Afríku gegn þjóðarmorðingjunum hjá Alþjóðadómi Sameinuðu þjóðanna (International Court of Justice). Án sniðgöngu breytist ekkert. Höfundur er doktor í mannfræði. PS. Ég set hér tengil á grein sem ég skrifaði um þjóðarmorðið sem ég birti á vísi síðastliðinn febrúar. https://www.visir.is/g/20252693843d/fram-tid-log-gaeslu-finpussud-i-tilraunastofunni-gaza [1] Latína: schola = skóli / cide = dráp
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir Skoðun