Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 1. september 2025 12:15 Nýtt örorku og endurhæfingarkerfi tekur gildi í dag og það er fagnaðarefni. Kerfið er einfaldara, réttlátara og hvetur fólk til þátttöku í atvinnulífi. Lögin sem leggja grunninn að breytingunum voru samþykkt 22. júní 2024 í tíð fyrri ríkisstjórnar, en Guðmundur Ingi Guðbrandsson, þá félags og vinnumarkaðsráðherra, mælti fyrir málinu. Þar var stigið stórt skref frá gamaldags nálgun yfir í kerfi sem horfir á getu og tækifæri hvers einstaklings. Sú nálgun er ekki tilviljun. Hún er stefna sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur markvisst boðað. Þegar Alþingi samþykkti lögin í júní í fyrra studdi Sjálfstæðisflokkurinn málið. Flokkur fólksins sat hjá í lokaatkvæðagreiðslu. Nú kynnir félags og húsnæðisráðherra úr þeim flokki reglugerðir sem hrinda kerfinu í framkvæmd. Það er gott að fleiri taki undir í dag og ráðherranum hafi snúist hugur, en upprunalegt frumkvæði, heildstæð stefna og áralöng barátta liggja hjá Sjálfstæðisflokknum. Pétur Blöndal heitinn benti snemma á vandann sem svokallað 75 prósent viðmið skapaði. Örlítið lægra mat gat þýtt verulega lakari réttindi. Slík uppsetning mótaði hvata í ranga átt og latti fólk frá þátttöku í atvinnulífi. Pétur kallaði eftir kerfi sem spyr fyrst og fremst hvað fólk getur. Hann setti málið ítrekað á dagskrá þingsins og mótaði um leið þá hugsun sem við fylgjum í dag. Þá sýn tóku fleiri úr okkar röðum upp og unnu áfram, meðal þeirra Óli Björn Kárason sem barðist fyrir starfsgetumati, sveigjanleika og virkum úrræðum. Ítrekað höfum við lagt áherslu á minna flækjustig, færri skerðingar og raunverulega hvatar til atvinnuþátttöku. Þetta er kjarninn í stefnu Sjálfstæðisflokksins í velferðarmálum. Að efla einstaklinginn, brjóta niður gildrur fátæktar og byggja undir aukin réttindi með því að láta kerfið umbuna getu og frumkvæði. Nú sjáum við þessa sýn verða að veruleika. Læknisfræðilegir þröskuldar víkja fyrir samþættu sérfræðimati sem metur heilsu, færni og aðstæður í heild. Hlutaörorkulífeyrir gerir fólki með skerta starfsgetu kleift að vinna eftir getu án þess að missa öryggi. Tekjutengingar dragast saman og frítekjumörk hækka svo það borgi sig að afla tekna. Sjúkra og endurhæfingargreiðslur tryggja samfellu meðan fólk er í meðferð eða endurhæfingu. Þjónustugátt og skýr samvinna milli stofnana hjálpa fólki að rata milli úrræða. Þetta er nálgun sem byggir á gildum Sjálfstæðisflokksins. Ábyrgð, frelsi og virðing fyrir mannlegri reisn. Verkefnið framundan er vönduð innleiðing. Kerfi er ekki gott fyrr en það virkar í reynd fyrir einstaklinginn. Það krefst gagnsærrar eftirfylgni, faglegrar þjónustu og þess að við betrumbætum kerfið jafnóðum. Við viljum að ungt fólk festist ekki varanlega utan vinnumarkaðar eftir veikindi eða slys. Við viljum að endurhæfing, menntun og ráðgjöf skili fólki aftur inn í samfélagið með styrk og sjálfstæði. Þar mun Sjálfstæðisflokkurinn standa vaktina. Nýja örorkukerfið er ekki endastöð heldur upphaf. Það er ávöxtur áralangrar stefnu og hugmynda sem Sjálfstæðisflokkurinn barðist fyrir. Við fylgjum því eftir af festu svo réttlæti standi, velferð virki og tækifæri nái til allra.´ Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Nýtt örorku og endurhæfingarkerfi tekur gildi í dag og það er fagnaðarefni. Kerfið er einfaldara, réttlátara og hvetur fólk til þátttöku í atvinnulífi. Lögin sem leggja grunninn að breytingunum voru samþykkt 22. júní 2024 í tíð fyrri ríkisstjórnar, en Guðmundur Ingi Guðbrandsson, þá félags og vinnumarkaðsráðherra, mælti fyrir málinu. Þar var stigið stórt skref frá gamaldags nálgun yfir í kerfi sem horfir á getu og tækifæri hvers einstaklings. Sú nálgun er ekki tilviljun. Hún er stefna sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur markvisst boðað. Þegar Alþingi samþykkti lögin í júní í fyrra studdi Sjálfstæðisflokkurinn málið. Flokkur fólksins sat hjá í lokaatkvæðagreiðslu. Nú kynnir félags og húsnæðisráðherra úr þeim flokki reglugerðir sem hrinda kerfinu í framkvæmd. Það er gott að fleiri taki undir í dag og ráðherranum hafi snúist hugur, en upprunalegt frumkvæði, heildstæð stefna og áralöng barátta liggja hjá Sjálfstæðisflokknum. Pétur Blöndal heitinn benti snemma á vandann sem svokallað 75 prósent viðmið skapaði. Örlítið lægra mat gat þýtt verulega lakari réttindi. Slík uppsetning mótaði hvata í ranga átt og latti fólk frá þátttöku í atvinnulífi. Pétur kallaði eftir kerfi sem spyr fyrst og fremst hvað fólk getur. Hann setti málið ítrekað á dagskrá þingsins og mótaði um leið þá hugsun sem við fylgjum í dag. Þá sýn tóku fleiri úr okkar röðum upp og unnu áfram, meðal þeirra Óli Björn Kárason sem barðist fyrir starfsgetumati, sveigjanleika og virkum úrræðum. Ítrekað höfum við lagt áherslu á minna flækjustig, færri skerðingar og raunverulega hvatar til atvinnuþátttöku. Þetta er kjarninn í stefnu Sjálfstæðisflokksins í velferðarmálum. Að efla einstaklinginn, brjóta niður gildrur fátæktar og byggja undir aukin réttindi með því að láta kerfið umbuna getu og frumkvæði. Nú sjáum við þessa sýn verða að veruleika. Læknisfræðilegir þröskuldar víkja fyrir samþættu sérfræðimati sem metur heilsu, færni og aðstæður í heild. Hlutaörorkulífeyrir gerir fólki með skerta starfsgetu kleift að vinna eftir getu án þess að missa öryggi. Tekjutengingar dragast saman og frítekjumörk hækka svo það borgi sig að afla tekna. Sjúkra og endurhæfingargreiðslur tryggja samfellu meðan fólk er í meðferð eða endurhæfingu. Þjónustugátt og skýr samvinna milli stofnana hjálpa fólki að rata milli úrræða. Þetta er nálgun sem byggir á gildum Sjálfstæðisflokksins. Ábyrgð, frelsi og virðing fyrir mannlegri reisn. Verkefnið framundan er vönduð innleiðing. Kerfi er ekki gott fyrr en það virkar í reynd fyrir einstaklinginn. Það krefst gagnsærrar eftirfylgni, faglegrar þjónustu og þess að við betrumbætum kerfið jafnóðum. Við viljum að ungt fólk festist ekki varanlega utan vinnumarkaðar eftir veikindi eða slys. Við viljum að endurhæfing, menntun og ráðgjöf skili fólki aftur inn í samfélagið með styrk og sjálfstæði. Þar mun Sjálfstæðisflokkurinn standa vaktina. Nýja örorkukerfið er ekki endastöð heldur upphaf. Það er ávöxtur áralangrar stefnu og hugmynda sem Sjálfstæðisflokkurinn barðist fyrir. Við fylgjum því eftir af festu svo réttlæti standi, velferð virki og tækifæri nái til allra.´ Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun