Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar 1. september 2025 10:46 Það er orðið fyrirsjáanlegt hvernig umræðunni um innflytjendur, hælisleitendur og hinsegin samfélagið er háttað á Íslandi, eða kannski réttara sagt: hvernig við látumst ræða um það. Í raun er engin raunveruleg umræða, heldur einræði sem er klætt í búning kærleiks og samþykkis, en er í raun ekkert nema þöggun. Umræðan er orðin að bergmálshelli þar sem sama klisjan er endurtekin aftur og aftur, líkt og biluð hljómplata. Ef þú tekur ekki undir ríkjandi skoðanir ertu stimplaður vondur, jafnvel fasisti. Það er kaldhæðnislegt í landi sem á að búa við skoðanafrelsi og lýðræði. Fjórða valdið, sérstaklega RÚV, stendur engan veginn undir skyldum sínum og hefur breyst í bergmálshelli fyrir þessa einræðistónlist. Ef einhver vogar sér að spyrja einfaldra spurninga eins og: „Getum við raunverulega séð um þennan straum fólks?“, „Hvaða kröfur ætti að gera til þeirra sem flytja hingað til að tryggja aðlögun og samheldni?“ eða „Af hverju á meirihluti þjóðarinnar að beygja sig undir minnihlutann og breyta jafnvel tungumálinu?“ þá er viðkomandi sleginn niður. Sömuleiðis er það talið bakslag í umræðunni að halda því fram að kynin séu aðeins tvö. Þetta er einföld og skilvirk leið til að þagga niður í andstæðum skoðunum. Af hverju að rífast um staðreyndir þegar þú getur bara stimplað fólk? Það er eins og málefnalegar röksemdir séu hættulegri en flóttamannastraumurinn, sem mörg Evrópulönd eru orðin ráðalaus með, eða sú ógnvekjandi hugsun að kynin séu aðeins tvö. Jarðsprengjusvæði Það er fáránlegt að við getum ekki rætt þessi mál á sama máta og Danir, Þjóðverjar og Bretar, sem eru að herða landamæri og neita að leyfa ótakmarkaðan innflutning. Sannleikurinn virðist vera það sem svokallaðir „kærleiksbirnir“ óttast mest af öllu. Þeir eru hræddir við málefnalegar rökræður og kjósa frekar að stýra þjóðinni með tilfinningum, en það hefur sjaldan reynst farsælt. Að hætta sér inn á þetta jarðsprengjusvæði og minnast á þessa málaflokka er eitthvað sem aðeins hugrökkustu þora. Það er best fyrir okkur hin að halda okkur á mottunni og fljóta bara með skoðunarofbeldinu. Að öðrum kosti eigum við það á hættu að vera útilokuð og hunsuð. Það er kaldhæðnislegt að þeir sem ætlast til ótakmarkaðs skilnings sýna engan slíkan sjálfir. Vonarljós Það er fagnaðarefni að nýr dómsmálaráðherra skuli ætla að taka fastar á málum um innflytjendur, hælisleitendur og erlenda glæpamenn. Almenningur borgar brúsann og það er tilætlunarsemi að hann eigi ekki að hafa skoðun á því í hvað skattpeningar hans fara og hver forgangsröðunin ætti að vera. Það er fáránlegt að reyna að þagga niður í óánægju með því að kalla fólk öllum illum nöfnum. Það mun einungis skapa meiri skotgrafarhernað, sundrungu og skautun í samfélaginu. Umræðan á að vera frjáls, án tilfinningalegs ofbeldis. Að tala um málin þýðir ekki að maður sé á móti þeim, heldur að maður vilji finna lausnir sem ganga upp fyrir alla. Til að árétta, þetta er ekki árás á hinsegin samfélagið eða nokkurn annan minnihlutahóp. Þetta snýst um hvernig má ræða málin, eða réttara sagt, hvernig má ekki ræða þau. Við megum ekki gleyma því að meirihlutinn hefur líka rétt á að hafa skoðanir og tjá þær. Tjáningarfrelsi er einn af hornsteinum samfélagsins og það á að gilda jafnt fyrir alla. Höfundur hefur trú á að tjáningarfrelsið sé hornsteinn samfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er orðið fyrirsjáanlegt hvernig umræðunni um innflytjendur, hælisleitendur og hinsegin samfélagið er háttað á Íslandi, eða kannski réttara sagt: hvernig við látumst ræða um það. Í raun er engin raunveruleg umræða, heldur einræði sem er klætt í búning kærleiks og samþykkis, en er í raun ekkert nema þöggun. Umræðan er orðin að bergmálshelli þar sem sama klisjan er endurtekin aftur og aftur, líkt og biluð hljómplata. Ef þú tekur ekki undir ríkjandi skoðanir ertu stimplaður vondur, jafnvel fasisti. Það er kaldhæðnislegt í landi sem á að búa við skoðanafrelsi og lýðræði. Fjórða valdið, sérstaklega RÚV, stendur engan veginn undir skyldum sínum og hefur breyst í bergmálshelli fyrir þessa einræðistónlist. Ef einhver vogar sér að spyrja einfaldra spurninga eins og: „Getum við raunverulega séð um þennan straum fólks?“, „Hvaða kröfur ætti að gera til þeirra sem flytja hingað til að tryggja aðlögun og samheldni?“ eða „Af hverju á meirihluti þjóðarinnar að beygja sig undir minnihlutann og breyta jafnvel tungumálinu?“ þá er viðkomandi sleginn niður. Sömuleiðis er það talið bakslag í umræðunni að halda því fram að kynin séu aðeins tvö. Þetta er einföld og skilvirk leið til að þagga niður í andstæðum skoðunum. Af hverju að rífast um staðreyndir þegar þú getur bara stimplað fólk? Það er eins og málefnalegar röksemdir séu hættulegri en flóttamannastraumurinn, sem mörg Evrópulönd eru orðin ráðalaus með, eða sú ógnvekjandi hugsun að kynin séu aðeins tvö. Jarðsprengjusvæði Það er fáránlegt að við getum ekki rætt þessi mál á sama máta og Danir, Þjóðverjar og Bretar, sem eru að herða landamæri og neita að leyfa ótakmarkaðan innflutning. Sannleikurinn virðist vera það sem svokallaðir „kærleiksbirnir“ óttast mest af öllu. Þeir eru hræddir við málefnalegar rökræður og kjósa frekar að stýra þjóðinni með tilfinningum, en það hefur sjaldan reynst farsælt. Að hætta sér inn á þetta jarðsprengjusvæði og minnast á þessa málaflokka er eitthvað sem aðeins hugrökkustu þora. Það er best fyrir okkur hin að halda okkur á mottunni og fljóta bara með skoðunarofbeldinu. Að öðrum kosti eigum við það á hættu að vera útilokuð og hunsuð. Það er kaldhæðnislegt að þeir sem ætlast til ótakmarkaðs skilnings sýna engan slíkan sjálfir. Vonarljós Það er fagnaðarefni að nýr dómsmálaráðherra skuli ætla að taka fastar á málum um innflytjendur, hælisleitendur og erlenda glæpamenn. Almenningur borgar brúsann og það er tilætlunarsemi að hann eigi ekki að hafa skoðun á því í hvað skattpeningar hans fara og hver forgangsröðunin ætti að vera. Það er fáránlegt að reyna að þagga niður í óánægju með því að kalla fólk öllum illum nöfnum. Það mun einungis skapa meiri skotgrafarhernað, sundrungu og skautun í samfélaginu. Umræðan á að vera frjáls, án tilfinningalegs ofbeldis. Að tala um málin þýðir ekki að maður sé á móti þeim, heldur að maður vilji finna lausnir sem ganga upp fyrir alla. Til að árétta, þetta er ekki árás á hinsegin samfélagið eða nokkurn annan minnihlutahóp. Þetta snýst um hvernig má ræða málin, eða réttara sagt, hvernig má ekki ræða þau. Við megum ekki gleyma því að meirihlutinn hefur líka rétt á að hafa skoðanir og tjá þær. Tjáningarfrelsi er einn af hornsteinum samfélagsins og það á að gilda jafnt fyrir alla. Höfundur hefur trú á að tjáningarfrelsið sé hornsteinn samfélagsins.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun