Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar 1. september 2025 10:30 Umræður um Evrópusambandið hafa löngum verið litríkar og oft tilfinningaþrungnar hér á landi. Stundum hefur umræðan byggt á hálfsannleik og getgátum, en í mínum huga eru það fjögur lykilatriði sem, hvert fyrir sig byggja á staðreyndum sem ekki þarf að ljúka aðildarsamningum til að vita og styðja þá afstöðu mína að Ísland eigi að halda áfram aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Þessi fjögur atriði eru: áhrif, evran, innviðir og öryggi. Í þessari grein mun ég fara stuttlega í gegnum þessi atriði og af hverju þau skipta máli þegar horft er til framtíðar landsins. 1. Áhrif Við eigum að sitja við borðin þar sem ákvarðanir eru teknar. Ef við gengum inn fengjum við eitt af (28?) sætum við borðið í ráðherraráðinu. Vissulega værum við ekki með mesta atkvæðavægið þar inni, en atkvæðagreiðslur í ráðinu eru í miklum minnihluta þeirra mála sem þar eru tekin fyrir og það þarf í raun aukinn meirihluta (s.k. Qualified Majority) fyrir öllum ákvörðunum, 55% af aðildarríkjum með 65 af íbúafjölda. Fjögur aðildarríki geta stoppað allt í ráðherraráðinu, sem þýddi að okkur nægði að hafa Norðurlöndin eða Eystrasaltsríkin með okkur í að stoppa mál. Sem er mjög sjaldgæft að þurfi, því Evrópusambandið gengur ekki gegn grundvallarhagsmunum aðildarríkja sinna. Við fengjum 6 þingmenn á Evrópuþinginu sem færu inn í þingflokka viðeigandi stjórnmálaflokka. Hversu valda- og áhrifamiklir þeir væru færi ekki eftir því að þeir koma frá litlu ríki, heldur hversu góðir þeir væru að afla stuðnings við sín mál. Við fengjum einn framkvæmdastjóra (e. commissioner) og dómara við Evrópudómstólinn. Sem slíkir eiga þeir ekki að vera að vinna fyrir sitt heimaríki, en þeir væru engu að síður þarna inni með sinn bakgrunn sem Íslendingar og sína rödd. Við fengjum starfsfólk á öllum valdastigum og í öllum stofnunum Evrópusambandsins. Hundruð Íslendinga myndu fá vinnu við stofnanir sambandsins (á milli 400 og 500 Maltverjar vinna fyrir Evrópusambandið). Það er starfsfólkið sem undirbýr öll mál sambandsins og það er því gríðarlega gagnlegt að vita af okkar fólki þar inni, sem myndi fylgjast með öllu sem sambandið gerir, vinnur og stefnir að og búa að þekkingu á okkar hagsmunum að sama skapi og geta komið þeim til skila á öllu stigi vinnunnar. 2. Evran Margar greinar hafa verið skrifaðar um kosti þess fyrir Ísland að taka upp evru sem gjaldmiðil. Vextir húsnæðislána, sem eru með þeim hæstu á byggðu bóli hér á Íslandi, eða þrisvar sinnum hærri en hjá ESB (7,5% hér en 2,15% í evrulöndum), myndu að öllum líkindum vera á pari við t.d. það sem gerist í Færeyjum eða Danmörku. Verðtryggingin myndi verða óþörf, enda þekkist hún hvergi nema á Íslandi og er bein afleiðing af íslensku krónunni. Kollsteypuefnahagurinn sem fylgir krónunni væri úr sögunni. Erlendar fjárfestingar á Íslandi myndu aukast og samkeppni um neytendur, t.d. á banka- og tryggingamarkaði, myndi opnast. 3. Innviðir Við erum fámenn þjóð í mjög stóru og erfiðu landi. Innviðaskuldin hefur hrannast upp og við náum ekki að halda í við viðhald á vegakerfinu okkar, hvað þá byggja það upp. Þetta myndi breytast með aðild að Evrópusambandinu, en öruggt er að Evrópusambandið myndi koma að því með okkur að byggja upp vegakerfið, aðstoða við lagningu jarðganga og byggingu brúa, sem og taka þátt í að stórefla almenningssamgöngur í þéttbýli. Þetta er reynslan frá þeim ríkjum sambandsins sem hafa búið við áskoranir á sviði uppbyggingu innviða, eins og við gerum. Að auki fengjum við aðgang að sjóðum og úrræðum til að styrkja stöðu landsbyggðanna á Íslandi verulega, ekki síst brothættra byggða. 4. Öryggi Þessi þáttur hefur aldrei áður verið í forgrunni þegar rætt er um aðild Íslands að Evrópusambandinu, en skyndilega búum við í breyttu alþjóðlegu umhverfi þegar kemur að öryggismálum. Við búum vissulega að því að vera aðilar að NATO og við höfum varnarsamning við Bandaríkin frá árinu 1951 (rétt eins og Grænland). En atburðir undanfarinna mánaða, eftir valdaskiptin í Bandaríkjunum í janúar, hafa orðið til þess að ástæða er til að huga að því hvort að þessir þættir duga að fullu til að tryggja öryggi okkar sem fullvalda þjóðar, sem vill búa við lýðræði og mannréttindi. Rök hafa verið færð að því að sú öryggistrygging sem felst í aðild að Evrópusambandinu sé virkjuð fyrr en aðildin að NATO í þeim (vonandi ólíklegu) tilfellum sem öryggi okkar væri ógnað. Að auki er réttmætt að setja spurningamerki við það hvort ríki, sem hefur hótað að innlima, jafnvel með vopnavaldi, bandalagsríki sín í NATO (Kanada og Grænland), myndi hafa okkar hagsmuni sem fullvalda þjóðar að leiðarljósi ef til vopnaðra átaka kæmi. Vissulega má nefna fleiri rök sem mæla með því að Ísland taki upp þráðinn að nýju og haldi áfram aðildarviðræðum við Evrópusambandið. En á þessari stundu eru það þessi fjögur atriði sem ég tel brýnust og mest um vert að huga að. Þau varða framtíð okkar í samfélagi þjóða, efnahagslegt öryggi, lýðræðislega aðkomu og samkeppnishæfni íslensks samfélags. Aðildarviðræður eru ekki einfalt ferli, en þær eru nauðsynlegt skref ef við ætlum að taka upplýsta ákvörðun um okkar framtíðarstöðu okkar sem fullvalda ríkis í samfélagi annarra fullvalda ríkja í Evrópu. Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Árni Skjöld Magnússon Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Umræður um Evrópusambandið hafa löngum verið litríkar og oft tilfinningaþrungnar hér á landi. Stundum hefur umræðan byggt á hálfsannleik og getgátum, en í mínum huga eru það fjögur lykilatriði sem, hvert fyrir sig byggja á staðreyndum sem ekki þarf að ljúka aðildarsamningum til að vita og styðja þá afstöðu mína að Ísland eigi að halda áfram aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Þessi fjögur atriði eru: áhrif, evran, innviðir og öryggi. Í þessari grein mun ég fara stuttlega í gegnum þessi atriði og af hverju þau skipta máli þegar horft er til framtíðar landsins. 1. Áhrif Við eigum að sitja við borðin þar sem ákvarðanir eru teknar. Ef við gengum inn fengjum við eitt af (28?) sætum við borðið í ráðherraráðinu. Vissulega værum við ekki með mesta atkvæðavægið þar inni, en atkvæðagreiðslur í ráðinu eru í miklum minnihluta þeirra mála sem þar eru tekin fyrir og það þarf í raun aukinn meirihluta (s.k. Qualified Majority) fyrir öllum ákvörðunum, 55% af aðildarríkjum með 65 af íbúafjölda. Fjögur aðildarríki geta stoppað allt í ráðherraráðinu, sem þýddi að okkur nægði að hafa Norðurlöndin eða Eystrasaltsríkin með okkur í að stoppa mál. Sem er mjög sjaldgæft að þurfi, því Evrópusambandið gengur ekki gegn grundvallarhagsmunum aðildarríkja sinna. Við fengjum 6 þingmenn á Evrópuþinginu sem færu inn í þingflokka viðeigandi stjórnmálaflokka. Hversu valda- og áhrifamiklir þeir væru færi ekki eftir því að þeir koma frá litlu ríki, heldur hversu góðir þeir væru að afla stuðnings við sín mál. Við fengjum einn framkvæmdastjóra (e. commissioner) og dómara við Evrópudómstólinn. Sem slíkir eiga þeir ekki að vera að vinna fyrir sitt heimaríki, en þeir væru engu að síður þarna inni með sinn bakgrunn sem Íslendingar og sína rödd. Við fengjum starfsfólk á öllum valdastigum og í öllum stofnunum Evrópusambandsins. Hundruð Íslendinga myndu fá vinnu við stofnanir sambandsins (á milli 400 og 500 Maltverjar vinna fyrir Evrópusambandið). Það er starfsfólkið sem undirbýr öll mál sambandsins og það er því gríðarlega gagnlegt að vita af okkar fólki þar inni, sem myndi fylgjast með öllu sem sambandið gerir, vinnur og stefnir að og búa að þekkingu á okkar hagsmunum að sama skapi og geta komið þeim til skila á öllu stigi vinnunnar. 2. Evran Margar greinar hafa verið skrifaðar um kosti þess fyrir Ísland að taka upp evru sem gjaldmiðil. Vextir húsnæðislána, sem eru með þeim hæstu á byggðu bóli hér á Íslandi, eða þrisvar sinnum hærri en hjá ESB (7,5% hér en 2,15% í evrulöndum), myndu að öllum líkindum vera á pari við t.d. það sem gerist í Færeyjum eða Danmörku. Verðtryggingin myndi verða óþörf, enda þekkist hún hvergi nema á Íslandi og er bein afleiðing af íslensku krónunni. Kollsteypuefnahagurinn sem fylgir krónunni væri úr sögunni. Erlendar fjárfestingar á Íslandi myndu aukast og samkeppni um neytendur, t.d. á banka- og tryggingamarkaði, myndi opnast. 3. Innviðir Við erum fámenn þjóð í mjög stóru og erfiðu landi. Innviðaskuldin hefur hrannast upp og við náum ekki að halda í við viðhald á vegakerfinu okkar, hvað þá byggja það upp. Þetta myndi breytast með aðild að Evrópusambandinu, en öruggt er að Evrópusambandið myndi koma að því með okkur að byggja upp vegakerfið, aðstoða við lagningu jarðganga og byggingu brúa, sem og taka þátt í að stórefla almenningssamgöngur í þéttbýli. Þetta er reynslan frá þeim ríkjum sambandsins sem hafa búið við áskoranir á sviði uppbyggingu innviða, eins og við gerum. Að auki fengjum við aðgang að sjóðum og úrræðum til að styrkja stöðu landsbyggðanna á Íslandi verulega, ekki síst brothættra byggða. 4. Öryggi Þessi þáttur hefur aldrei áður verið í forgrunni þegar rætt er um aðild Íslands að Evrópusambandinu, en skyndilega búum við í breyttu alþjóðlegu umhverfi þegar kemur að öryggismálum. Við búum vissulega að því að vera aðilar að NATO og við höfum varnarsamning við Bandaríkin frá árinu 1951 (rétt eins og Grænland). En atburðir undanfarinna mánaða, eftir valdaskiptin í Bandaríkjunum í janúar, hafa orðið til þess að ástæða er til að huga að því hvort að þessir þættir duga að fullu til að tryggja öryggi okkar sem fullvalda þjóðar, sem vill búa við lýðræði og mannréttindi. Rök hafa verið færð að því að sú öryggistrygging sem felst í aðild að Evrópusambandinu sé virkjuð fyrr en aðildin að NATO í þeim (vonandi ólíklegu) tilfellum sem öryggi okkar væri ógnað. Að auki er réttmætt að setja spurningamerki við það hvort ríki, sem hefur hótað að innlima, jafnvel með vopnavaldi, bandalagsríki sín í NATO (Kanada og Grænland), myndi hafa okkar hagsmuni sem fullvalda þjóðar að leiðarljósi ef til vopnaðra átaka kæmi. Vissulega má nefna fleiri rök sem mæla með því að Ísland taki upp þráðinn að nýju og haldi áfram aðildarviðræðum við Evrópusambandið. En á þessari stundu eru það þessi fjögur atriði sem ég tel brýnust og mest um vert að huga að. Þau varða framtíð okkar í samfélagi þjóða, efnahagslegt öryggi, lýðræðislega aðkomu og samkeppnishæfni íslensks samfélags. Aðildarviðræður eru ekki einfalt ferli, en þær eru nauðsynlegt skref ef við ætlum að taka upplýsta ákvörðun um okkar framtíðarstöðu okkar sem fullvalda ríkis í samfélagi annarra fullvalda ríkja í Evrópu. Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun