Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Agnar Már Másson skrifar 31. ágúst 2025 18:50 Sjálfstæðismaðurinn Marta Guðjónsdóttir mun hafa lagt fram tillögu um friðarfána Reykjavíkurborgar á fundi forsætisnefndar. Sólveig Anna kallar tillögu hennar woke. Aðsend Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir tillögur sjálfstæðismanna um „friðarfána“ Reykjavíkur vera dæmigert „woke-þus“ hjá íhaldinu. Þá telur hún að frekar ætti að nefna friðarsúluna „woke-súluna“ enda sé hún gagnslaus dyggðaskreyting. Í gærkvöldi var greint frá áformum borgarinnar um að endurskoða fánareglur sínar, sem samþykkt var á fundi forsætisnefndar borgarinnar á föstudag. Er það gert til að gera það auðveldara fyrir borgaryfirvöld að sýna öðrum þjóðum stuðning, væntanlega með því að draga þjóðfána þeirra að húni. Á sama fundi forsætisnefndar var einnig samþykkt að taka tvær tillögur Sjálfstæðismanna til skoðunar við endurskoðun fánareglnanna. Önnur tillagan var að borgin myndi hanna glænýjan „friðarfána Reykjavíkurborgar“ til að sýna að Reykjavíkurborg væri „yfirlýst friðarborg“ og þá yrði „ástæðulaust“ að draga erlenda þjóðfána að að húni í stríðsátökum erlendis enda stæði borgin ávallt með friði. Gerist þetta í framhaldi af því að meirihlutinn í borgarstjórn ákvað að draga palestínskan fána að húni við ráðhúsið í rækilegri óþökk minnihlutans. Oddviti sjálfstæðismanna í borginni vildi meina að það væri „óábyrgt“ að taka afstöðu með þeim hætti. „Innihaldsleysi og væl“ Í færslu a Facebook smættar Sólveig Anna þessa tillögu Sjálfstæðismanna niður í „[d]æmigert woke-þus hjá íhaldinu“. „Algjört innihaldsleysi og væl,“ bætir Eflingarformaðurinn við. Þeir sem fylgst hafa grannt með þjóðfélagsumræðunni síðasta árið ættu að þekkja óbeit Sólveigar Önnu á því sem er „woke“ enda áttu þau Hallgrímur Helgason hvöss orðaskipti um hugtakið í umræðuþættinum Sonum Egils á Samstöðinni í apríl. Rökræðurnar hrundu af stað umræðu um hugtakið á samfélagsmiðlum, þar sem fjöldi fólks reyndi að skilgreina „woke“. Vóksúlan í Viðey? Sjálfstæðismenn bentu á í tillögum sínum að friðarsúlan og friðarsetrið á Höfða væru til marks um að Reykjavík væri friðarborg. Sólveigu er ekki skemmt. „Þvaður um hina ömurlegu og al-gagnslausu Friðarsúlu en hana ætti að endurnefna Woke-súluna; eins og woke-ið er hún top-down ömurð sem hefur þann eina tilgang að gefa fólki sem ekki er tilbúið til að gera nokkuð raunverulegt eða gagnlegt fyrir frið og diplómasíu í alþjóðasamskiptum tækifæri til að dyggðaskreyta,“ segir Sólveig. Hún heldur áfram að hjóla í frðiarsúluna, sem hún kallar tækifæri til að tigna „vanheilagt líkneski falsguðs“ og til að setja á svið „leikverk um gæsku og mannkyns-ást“. „Svona rétt áður en þau skella sér á NATO-fund til að flaðra upp um vestræna morð-stjóra í von um betri stöðu og meiri sýnileika og fleiri sjálfu-tækifæri,“ segir Sólveig. Segir hún að þetta „woke-væl“ Sjálfstæðismanna um fána sé ekkert annað en yfirlýsing um innihaldsleysi. „[Þetta er] tilraun til að senda skilaboð í woke-menningarstríðunum, yfirborðskennd og aumkunarverð tilraun til að fela viljaleysi þegar kemur að því að takast á við raunveruleg vandamál eins og efnahagslegan ójöfnuð, pólitíska spillingu og samsekt í þjóðarmorði,“ skrifur hún. „Vonandi sér fólk í gegnum þessa uppsetningu á tilgangsleysi og neitar að láta woke-stríðsmenn teyma sig á asnaeyrum inn í átök um ekkert.“ Borgarstjórn Reykjavík Palestína Úkraína Sjálfstæðisflokkurinn Friðarsúlan í Viðey Viðey Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Fleiri fréttir „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Sjá meira
Í gærkvöldi var greint frá áformum borgarinnar um að endurskoða fánareglur sínar, sem samþykkt var á fundi forsætisnefndar borgarinnar á föstudag. Er það gert til að gera það auðveldara fyrir borgaryfirvöld að sýna öðrum þjóðum stuðning, væntanlega með því að draga þjóðfána þeirra að húni. Á sama fundi forsætisnefndar var einnig samþykkt að taka tvær tillögur Sjálfstæðismanna til skoðunar við endurskoðun fánareglnanna. Önnur tillagan var að borgin myndi hanna glænýjan „friðarfána Reykjavíkurborgar“ til að sýna að Reykjavíkurborg væri „yfirlýst friðarborg“ og þá yrði „ástæðulaust“ að draga erlenda þjóðfána að að húni í stríðsátökum erlendis enda stæði borgin ávallt með friði. Gerist þetta í framhaldi af því að meirihlutinn í borgarstjórn ákvað að draga palestínskan fána að húni við ráðhúsið í rækilegri óþökk minnihlutans. Oddviti sjálfstæðismanna í borginni vildi meina að það væri „óábyrgt“ að taka afstöðu með þeim hætti. „Innihaldsleysi og væl“ Í færslu a Facebook smættar Sólveig Anna þessa tillögu Sjálfstæðismanna niður í „[d]æmigert woke-þus hjá íhaldinu“. „Algjört innihaldsleysi og væl,“ bætir Eflingarformaðurinn við. Þeir sem fylgst hafa grannt með þjóðfélagsumræðunni síðasta árið ættu að þekkja óbeit Sólveigar Önnu á því sem er „woke“ enda áttu þau Hallgrímur Helgason hvöss orðaskipti um hugtakið í umræðuþættinum Sonum Egils á Samstöðinni í apríl. Rökræðurnar hrundu af stað umræðu um hugtakið á samfélagsmiðlum, þar sem fjöldi fólks reyndi að skilgreina „woke“. Vóksúlan í Viðey? Sjálfstæðismenn bentu á í tillögum sínum að friðarsúlan og friðarsetrið á Höfða væru til marks um að Reykjavík væri friðarborg. Sólveigu er ekki skemmt. „Þvaður um hina ömurlegu og al-gagnslausu Friðarsúlu en hana ætti að endurnefna Woke-súluna; eins og woke-ið er hún top-down ömurð sem hefur þann eina tilgang að gefa fólki sem ekki er tilbúið til að gera nokkuð raunverulegt eða gagnlegt fyrir frið og diplómasíu í alþjóðasamskiptum tækifæri til að dyggðaskreyta,“ segir Sólveig. Hún heldur áfram að hjóla í frðiarsúluna, sem hún kallar tækifæri til að tigna „vanheilagt líkneski falsguðs“ og til að setja á svið „leikverk um gæsku og mannkyns-ást“. „Svona rétt áður en þau skella sér á NATO-fund til að flaðra upp um vestræna morð-stjóra í von um betri stöðu og meiri sýnileika og fleiri sjálfu-tækifæri,“ segir Sólveig. Segir hún að þetta „woke-væl“ Sjálfstæðismanna um fána sé ekkert annað en yfirlýsing um innihaldsleysi. „[Þetta er] tilraun til að senda skilaboð í woke-menningarstríðunum, yfirborðskennd og aumkunarverð tilraun til að fela viljaleysi þegar kemur að því að takast á við raunveruleg vandamál eins og efnahagslegan ójöfnuð, pólitíska spillingu og samsekt í þjóðarmorði,“ skrifur hún. „Vonandi sér fólk í gegnum þessa uppsetningu á tilgangsleysi og neitar að láta woke-stríðsmenn teyma sig á asnaeyrum inn í átök um ekkert.“
Borgarstjórn Reykjavík Palestína Úkraína Sjálfstæðisflokkurinn Friðarsúlan í Viðey Viðey Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Fleiri fréttir „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Sjá meira