Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar 31. ágúst 2025 14:01 Ég held að ég sé ekki sú eina sem er orðin þreytt á því að sjá bara neikvæðar fréttir af skólastarfi núna í skólabyrjun. Það er erfitt fyrir alla sem koma að skólastarfi að fá að heyra það þegar þeir hefja nýtt skólaár að það sem þeir hafa verið að gera sé ekki nógu gott. Ég er ekki að segja að það megi ekki tala um hlutina heldur vil ég benda á að það skiptir máli hvernig það er gert. Núna koma jákvæðar fréttir af frábærri vinnu nemenda. Nemendur í Klébergsskóla eru svo sannarlega riddarar kærleikans en þann 30. ágúst var opnuð ljósmyndasýningin „Kærleikurinn í anda Bryndísar Klöru“ í skólanum í samvinnu við Minningarsjóð Bryndísar Klöru. Á sýningunni eru sautján ljósmyndir eftir nemendur. Fjöldi myndanna túlkar þann árafjölda sem Bryndís Klara fékk að lifa og markmið sýningarinnar er að sýna mikilvægi þess að sýna kærleik og samkennd og vera í góðri samvinnu við aðra. Ljósmyndasýningin verður farandsýning sem fer á milli skóla. Hver skóli mun síðan setja sitt mark á vinnuna samhliða sýningunni. Frá því að fræðast um það að ofbeldi getur verið dauðans alvara og að við útrýmum ekki ofbeldi með illsku heldur kærleik alveg til þess að vinna frekar með efnið. Sem kennari greip ég boltann eins og kennarar gera. Fráfall Bryndísar Klöru sló samfélagið okkar og harmur fjölskyldu hennar og vina er mikill. Bakland Bryndísar Klöru ákvað að halda minningu hennar á lofti með því að stofna minningarsjóð um hana. Markmið sjóðsins er að styðja við almannaheillaverkefni sem miða að því að vernda börn gegn ofbeldi og efla samfélag þar sem samkennd og samvinna er í forgrunni. Kjörorð sjóðsins eru „Látum kærleikinn sigra“. Þegar sjóðurinn auglýsti eftir verkefnum til að styrkja þá sótti ég um styrk til að vinna að ljósmyndasýningu með nemendum mínum. Ég var svo lánsöm að fá styrkinn því að fleiri sóttu um en fengu sem segir til um hversu margir vilja leggja málefninu lið. Áður en ég sótti um styrkinn þá átti ég samtal við nemendur mína á unglingastigi um það hvort að þeir væru til í að vinna að þessu verkefni með mér. Þeim fannst öllum mikilvægt að breiða út kærleiksboðskapinn. Í byrjun þá ætlaði ég aðeins að vinna verkefnið með unglingunum í Klébergsskóla en þegar ég áttaði mig á því hversu margar spurningar höfðu vaknað hjá yngri nemendum líka við fráfall Bryndísar Klöru þá fékk ég leyfi til að vinna verkefnið með öllum nemendum skólans á þemadögum núna í vor. Þetta verkefni kenndi mér það hversu mikilvægt það er að eiga samtal við börn um það sem er að gerast í samfélaginu í kringum þau og í heiminum sem þau búa í þó svo um harmsögu sé að ræða. Samtalið þarf auðvitað að vera á þeirra forsendum og í takt við aldur. Sum börn sem ég ræddi við voru reið yfir örlögum Bryndísar Klöru og fannst að gerandi hennar ætti að fá makleg málagjöld. Það var gott að geta átt spjall við þessi börn um það að maður eyðir ekki ofbeldi með illsku heldur kærleik. Svo gat ég sagt þeim frá því hvernig foreldrar Bryndísar Klöru og aðrir aðstandendur hennar ákváðu að vinna sig út úr sorginni og minnast hennar með kærleikinn að vopni. Sem sáttamiðlari veit ég að maður nær ekki til allra. Sumir vilja ekki hlusta og fara sínar eigin leiðir og geta margvíslegar ástæður legið þar að baki. En við megum ekki gefast upp. Þegar ég vinn með svona viðkvæmt málefni þá er ég búin að vinna með samskipti almennt, virðingu og það að setja mörk. Börn og jafnvel margir fullorðnir þurfa endurtekna upprifjun á því að við erum allskonar og eigum að vera það en við megum ekki ganga á rétt annarra né láta öðrum líða illa og alls ekki beita ofbeldi til að ná okkar fram. Við þurfum öll að hafa í huga að við getum breytt okkur sjálfum en ekki öðrum. Þó að við séum ekki alltaf sammála þá eigum við að geta virt skoðanir annarra og átt samtal um málefni án þess að hjóla í manneskjuna eða reyna að breyta henni. Mín skoðun er sú og rannsóknir styðja það að forsendur þess að börn geti blómstrað á sinn hátt séu að þeim þurfi að líða vel. Mér finnst ég sjá allt of mörg börn í mikilli vanlíðan sem bitnar ekki bara á þeim sjálfum heldur líka öðrum sem eru í kringum þau. Þessi börn verða svo fullorðnar manneskjur og fiðrildaáhrifin segja sitt. Við sem samfélag þurfum að gera betur og við getum öll gert eitthvað. Aðstandendur Bryndísar Klöru ákváðu að láta fráfall hennar leiða til góðs. Leyfum bleiku bylgjunni að blómstra og dreifum kærleiknum sem víðast. Ég skora á stjórnvöld að sinna málaflokkum barna betur en gert er í dag. Gerum heiminn betri saman. Höfundur er kennari í stjórn KFR og sáttamiðlari hjá Sátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Rakel Linda Kristjánsdóttir Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Ég held að ég sé ekki sú eina sem er orðin þreytt á því að sjá bara neikvæðar fréttir af skólastarfi núna í skólabyrjun. Það er erfitt fyrir alla sem koma að skólastarfi að fá að heyra það þegar þeir hefja nýtt skólaár að það sem þeir hafa verið að gera sé ekki nógu gott. Ég er ekki að segja að það megi ekki tala um hlutina heldur vil ég benda á að það skiptir máli hvernig það er gert. Núna koma jákvæðar fréttir af frábærri vinnu nemenda. Nemendur í Klébergsskóla eru svo sannarlega riddarar kærleikans en þann 30. ágúst var opnuð ljósmyndasýningin „Kærleikurinn í anda Bryndísar Klöru“ í skólanum í samvinnu við Minningarsjóð Bryndísar Klöru. Á sýningunni eru sautján ljósmyndir eftir nemendur. Fjöldi myndanna túlkar þann árafjölda sem Bryndís Klara fékk að lifa og markmið sýningarinnar er að sýna mikilvægi þess að sýna kærleik og samkennd og vera í góðri samvinnu við aðra. Ljósmyndasýningin verður farandsýning sem fer á milli skóla. Hver skóli mun síðan setja sitt mark á vinnuna samhliða sýningunni. Frá því að fræðast um það að ofbeldi getur verið dauðans alvara og að við útrýmum ekki ofbeldi með illsku heldur kærleik alveg til þess að vinna frekar með efnið. Sem kennari greip ég boltann eins og kennarar gera. Fráfall Bryndísar Klöru sló samfélagið okkar og harmur fjölskyldu hennar og vina er mikill. Bakland Bryndísar Klöru ákvað að halda minningu hennar á lofti með því að stofna minningarsjóð um hana. Markmið sjóðsins er að styðja við almannaheillaverkefni sem miða að því að vernda börn gegn ofbeldi og efla samfélag þar sem samkennd og samvinna er í forgrunni. Kjörorð sjóðsins eru „Látum kærleikinn sigra“. Þegar sjóðurinn auglýsti eftir verkefnum til að styrkja þá sótti ég um styrk til að vinna að ljósmyndasýningu með nemendum mínum. Ég var svo lánsöm að fá styrkinn því að fleiri sóttu um en fengu sem segir til um hversu margir vilja leggja málefninu lið. Áður en ég sótti um styrkinn þá átti ég samtal við nemendur mína á unglingastigi um það hvort að þeir væru til í að vinna að þessu verkefni með mér. Þeim fannst öllum mikilvægt að breiða út kærleiksboðskapinn. Í byrjun þá ætlaði ég aðeins að vinna verkefnið með unglingunum í Klébergsskóla en þegar ég áttaði mig á því hversu margar spurningar höfðu vaknað hjá yngri nemendum líka við fráfall Bryndísar Klöru þá fékk ég leyfi til að vinna verkefnið með öllum nemendum skólans á þemadögum núna í vor. Þetta verkefni kenndi mér það hversu mikilvægt það er að eiga samtal við börn um það sem er að gerast í samfélaginu í kringum þau og í heiminum sem þau búa í þó svo um harmsögu sé að ræða. Samtalið þarf auðvitað að vera á þeirra forsendum og í takt við aldur. Sum börn sem ég ræddi við voru reið yfir örlögum Bryndísar Klöru og fannst að gerandi hennar ætti að fá makleg málagjöld. Það var gott að geta átt spjall við þessi börn um það að maður eyðir ekki ofbeldi með illsku heldur kærleik. Svo gat ég sagt þeim frá því hvernig foreldrar Bryndísar Klöru og aðrir aðstandendur hennar ákváðu að vinna sig út úr sorginni og minnast hennar með kærleikinn að vopni. Sem sáttamiðlari veit ég að maður nær ekki til allra. Sumir vilja ekki hlusta og fara sínar eigin leiðir og geta margvíslegar ástæður legið þar að baki. En við megum ekki gefast upp. Þegar ég vinn með svona viðkvæmt málefni þá er ég búin að vinna með samskipti almennt, virðingu og það að setja mörk. Börn og jafnvel margir fullorðnir þurfa endurtekna upprifjun á því að við erum allskonar og eigum að vera það en við megum ekki ganga á rétt annarra né láta öðrum líða illa og alls ekki beita ofbeldi til að ná okkar fram. Við þurfum öll að hafa í huga að við getum breytt okkur sjálfum en ekki öðrum. Þó að við séum ekki alltaf sammála þá eigum við að geta virt skoðanir annarra og átt samtal um málefni án þess að hjóla í manneskjuna eða reyna að breyta henni. Mín skoðun er sú og rannsóknir styðja það að forsendur þess að börn geti blómstrað á sinn hátt séu að þeim þurfi að líða vel. Mér finnst ég sjá allt of mörg börn í mikilli vanlíðan sem bitnar ekki bara á þeim sjálfum heldur líka öðrum sem eru í kringum þau. Þessi börn verða svo fullorðnar manneskjur og fiðrildaáhrifin segja sitt. Við sem samfélag þurfum að gera betur og við getum öll gert eitthvað. Aðstandendur Bryndísar Klöru ákváðu að láta fráfall hennar leiða til góðs. Leyfum bleiku bylgjunni að blómstra og dreifum kærleiknum sem víðast. Ég skora á stjórnvöld að sinna málaflokkum barna betur en gert er í dag. Gerum heiminn betri saman. Höfundur er kennari í stjórn KFR og sáttamiðlari hjá Sátt.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun