Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar 31. ágúst 2025 10:05 Einn gesta þáttarins „Viklokin” á Rás 1, laugardaginn 30.ágúst, var Þórólfur Matthíasson prófessor emeritus og hagfræðingur. Til umræðu enn og aftur var hin svokallaða „innviðaskuld” okkar Íslendinga. Þórólfur talaði þar um slit á vegakerfinu sem m.a. orsakaðist af því að allir vöruflutningar fara nú fram á þjóðvegum landsins. Þórólfur bætti svo við”....svo kemur ferðamannaiðnaðurinn í viðbót, þar sem við höfum kosið að skipuleggja hann þannig að láta ferðamennina sjá um aksturinn sjálfa, á bílaleigubílum og þetta veldur mjög miklu sliti á kerfinu, án þess að við höfum þá greiðslukerfi fyrir notkunina á mannvirkjunum, sem gengur upp, þannig að þetta þarf að takast á við. Það er ekki hægt að senda alla reikningana fyrir að flytja lax í flug eða ferðamenn austur á Vík til skattgreiðenda. Það verður að taka það einhvern veginn af notendum mannvirkjanna, vegna þess að þeir eru ekki endilega skattgreiðendur hér……það þarf að passa upp á þetta, sérstaklega í sambandi við ferðamannaiðnaðinn. Að greiðsluþátttaka ferðamanna vegna þeirra útgjalda sem falla til hérna er ekki nógu mikil. Kostnaðurinn vegna þessa lendir í of ríkum mæli á skattgreiðendum.” Skrifa mætti heila ritgerð um þessa nálgun prófessorsins á ferðaþjónustuna, en hér ætla ég að skoða fullyrðingu hans um að ferðamenn séu ekki skattgreiðendur á Íslandi. Hinn dæmigerði ferðamaður greiðir ríkulega fyrir afnot og til samneyslunnar Fyrir rúmum sjö árum og oft síðar, hefur svipuð umræða komið upp. Í lok mars árið 2018, skrifaði ég grein sem birtist í Fréttablaðinu um skattspor Angelu Müller frá Stuttgart í Þýskalandi, sem kom með eiginmanni sínum til Íslands sumarið áður. Svo vill til, að þau hjónin fengu ekki nóg af Íslandi í fyrri ferð sinni og komu því aftur nú í sumar. Þau dvöldu hér í níu daga og fóru hringinn í kringum landið á bílaleigubíl. Þau borðuðu á veitingastöðum bæði í hádeginu og á kvöldin og nýttu auk þess ýmsa afþreyingu, fóru í siglingu, í baðlón og í hvalaskoðun, svo eitthvað sé nefnt. Auk þess keyptu þau sér bæði íslenskar lopapeysur og töluvert af minjagripum, sem ekki verður tíundað frekar hér. Síðan þau komu síðast, hefur ýmislegt breyst - verð á flestum þjónustuþáttum hefur hækkað verulega (og þar með virðisaukaskattsupphæðir), gistináttaskattur hefur margfaldast og bílastæðagjöld eru nú innheimt á nánast hverju „götuhorni”. Kostnaður þeirra við Íslandsferðina var á þessa leið, miðast við tvo, fyrir utan flugfargjald: Flugvallagjöld á Íslandi námu 11.230 kr. Gisting í 9 nætur á 3ja-4ra stjörnu hótelum kostaði 315.000 kr. Þar af var gistináttaskattur 800 kr. per einingu, samtals 7.200 kr. og virðisaukaskattur (11%) á gistingu 30.503 kr. Kostnaður vegna morgunverðar var 54.000 kr. og þar af var greiddur 5.352 kr. í virðisaukaskatt (11%). Kostnaður vegna bílaleigubíls í millistærð var 353.000 kr., þar af var greiddur 68.323 kr. í virðisaukaskatt (24%). Kostnaður vegna eldsneytis var um 80.000 kr. (Eknir 2.500 km). Af þeim kostnaði rann rúmur helmingur í ríkissjóð vegna bensín- og olíugjalds ásamt virðisaukaskatti (24%), eða um 43.000 kr. Hér er rétt að geta þess að langflestir bílaleigubílar eru ennþá knúnir bensíni eða díselolíu. Kostnaður vegna hádegisverða var um 63.000 kr. Þar af var virðisaukaskattur (11%) eða 6.240 kr. Kostnaður vegna kvöldverða var um 162.000 kr. Þar af virðisaukaskattur (11%) eða 16.055 kr. Kostnaður vegna áfengra drykkja (9 flöskur af léttvíni á veitingahúsi) var72.000 kr. Þar af nam áfengisgjald og virðisaukaskattur ca. 17.000 kr. Í þjóðgarðinum á Þingvöllum, Í Vatnajökulsþjóðgarði og við Geysi (land í eigu ríkisins) greiddu hjónin bílastæðagjöld, alls 3.300 kr. Við aðra áfangastaði ferðamanna (Seljalandsfoss, Skógafoss, Reynisfjara, Dyrhólaey, Fjaðrárgljúfur, Stuðlagil, Námaskarð, Hverfjall, Glanna og Kirkjufell), greiddu þau samtals 10.772. Þeim láðist að greiða fyrir bílastæðið við Kirkjufell innan sólarhrings og því féll þar á vangreiðsluálag (Sannir Landvættir) upp á 4.500 kr. auk færslugjalds 250 kr. Fyrir siglingu á Jökulsárlóni voru greiddar 13.800 kr. Þar af var virðisaukaskattur (11%) eða 1.368 kr. Jafnframt fóru þau í hvalaskoðunarferð sem kostaði 27.000 kr. Virðisaukaskattur (11%) af þeirri ferð var 2.674 kr. Müller hjónin fóru í tvö baðlón og greiddu fyrir það samtals 46.980 kr. Virðisaukaskattur (11%) var 4.678 kr. Sínum augum lítur hver á silfrið Samkvæmt ofangreindu eru Müller hjónin frá Stuttgart að greiða í skatt og þjónustugjöld til hins opinbera og til fyrirtækja í eigu ríkisins, samtals 216.923 kr. sem eru tæp 18% af heildarverði ferðarinnar. Tekjur sem ríkissjóður hefði orðið af, hefðu Müller hjónin ekki komið til landsins. Óbeint framlag til hagkerfisins er hér ótalið. En þegar allt er talið með, þá rennur um það bil þriðja hver króna sem ferðaþjónustan aflar, til ríkis og sveitarfélaga. Müller hjónin eru dæmigerðir sumarferðamenn á Íslandi og eru í hópi hundruða þúsunda annarra gesta sem ferðast um landið á svipaðan hátt. Þau nýta sér fjöbreytta þjónustu vítt og breitt um landið eins og flestir ferðamenn gera. Þau borga skatta og gjöld eins og lög gera ráð fyrir og greiða þar með ríkulega fyrir notkun vegakerfis og aðstöðu á ferðamannastöðum. Það má færa fyrir því sterk rök að erlendir ferðamenn séu einstaklega heppilegir skattgreiðendur á landinu, þar sem þeir í langflestum tilfellum bæta aðeins við, legga til fjármuni til innviðauppbyggingar, auka nýtingu þeirra og taka á sama tíma hlutfallslega mjög lítið út úr samneyslunni á landinu. Það er því óhætt að segja að sínum augum lítur hver á silfrið. Höfundur er framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Katla DMI ehf og fyrrverandi formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Ferðaþjónusta Mest lesið Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Sjá meira
Einn gesta þáttarins „Viklokin” á Rás 1, laugardaginn 30.ágúst, var Þórólfur Matthíasson prófessor emeritus og hagfræðingur. Til umræðu enn og aftur var hin svokallaða „innviðaskuld” okkar Íslendinga. Þórólfur talaði þar um slit á vegakerfinu sem m.a. orsakaðist af því að allir vöruflutningar fara nú fram á þjóðvegum landsins. Þórólfur bætti svo við”....svo kemur ferðamannaiðnaðurinn í viðbót, þar sem við höfum kosið að skipuleggja hann þannig að láta ferðamennina sjá um aksturinn sjálfa, á bílaleigubílum og þetta veldur mjög miklu sliti á kerfinu, án þess að við höfum þá greiðslukerfi fyrir notkunina á mannvirkjunum, sem gengur upp, þannig að þetta þarf að takast á við. Það er ekki hægt að senda alla reikningana fyrir að flytja lax í flug eða ferðamenn austur á Vík til skattgreiðenda. Það verður að taka það einhvern veginn af notendum mannvirkjanna, vegna þess að þeir eru ekki endilega skattgreiðendur hér……það þarf að passa upp á þetta, sérstaklega í sambandi við ferðamannaiðnaðinn. Að greiðsluþátttaka ferðamanna vegna þeirra útgjalda sem falla til hérna er ekki nógu mikil. Kostnaðurinn vegna þessa lendir í of ríkum mæli á skattgreiðendum.” Skrifa mætti heila ritgerð um þessa nálgun prófessorsins á ferðaþjónustuna, en hér ætla ég að skoða fullyrðingu hans um að ferðamenn séu ekki skattgreiðendur á Íslandi. Hinn dæmigerði ferðamaður greiðir ríkulega fyrir afnot og til samneyslunnar Fyrir rúmum sjö árum og oft síðar, hefur svipuð umræða komið upp. Í lok mars árið 2018, skrifaði ég grein sem birtist í Fréttablaðinu um skattspor Angelu Müller frá Stuttgart í Þýskalandi, sem kom með eiginmanni sínum til Íslands sumarið áður. Svo vill til, að þau hjónin fengu ekki nóg af Íslandi í fyrri ferð sinni og komu því aftur nú í sumar. Þau dvöldu hér í níu daga og fóru hringinn í kringum landið á bílaleigubíl. Þau borðuðu á veitingastöðum bæði í hádeginu og á kvöldin og nýttu auk þess ýmsa afþreyingu, fóru í siglingu, í baðlón og í hvalaskoðun, svo eitthvað sé nefnt. Auk þess keyptu þau sér bæði íslenskar lopapeysur og töluvert af minjagripum, sem ekki verður tíundað frekar hér. Síðan þau komu síðast, hefur ýmislegt breyst - verð á flestum þjónustuþáttum hefur hækkað verulega (og þar með virðisaukaskattsupphæðir), gistináttaskattur hefur margfaldast og bílastæðagjöld eru nú innheimt á nánast hverju „götuhorni”. Kostnaður þeirra við Íslandsferðina var á þessa leið, miðast við tvo, fyrir utan flugfargjald: Flugvallagjöld á Íslandi námu 11.230 kr. Gisting í 9 nætur á 3ja-4ra stjörnu hótelum kostaði 315.000 kr. Þar af var gistináttaskattur 800 kr. per einingu, samtals 7.200 kr. og virðisaukaskattur (11%) á gistingu 30.503 kr. Kostnaður vegna morgunverðar var 54.000 kr. og þar af var greiddur 5.352 kr. í virðisaukaskatt (11%). Kostnaður vegna bílaleigubíls í millistærð var 353.000 kr., þar af var greiddur 68.323 kr. í virðisaukaskatt (24%). Kostnaður vegna eldsneytis var um 80.000 kr. (Eknir 2.500 km). Af þeim kostnaði rann rúmur helmingur í ríkissjóð vegna bensín- og olíugjalds ásamt virðisaukaskatti (24%), eða um 43.000 kr. Hér er rétt að geta þess að langflestir bílaleigubílar eru ennþá knúnir bensíni eða díselolíu. Kostnaður vegna hádegisverða var um 63.000 kr. Þar af var virðisaukaskattur (11%) eða 6.240 kr. Kostnaður vegna kvöldverða var um 162.000 kr. Þar af virðisaukaskattur (11%) eða 16.055 kr. Kostnaður vegna áfengra drykkja (9 flöskur af léttvíni á veitingahúsi) var72.000 kr. Þar af nam áfengisgjald og virðisaukaskattur ca. 17.000 kr. Í þjóðgarðinum á Þingvöllum, Í Vatnajökulsþjóðgarði og við Geysi (land í eigu ríkisins) greiddu hjónin bílastæðagjöld, alls 3.300 kr. Við aðra áfangastaði ferðamanna (Seljalandsfoss, Skógafoss, Reynisfjara, Dyrhólaey, Fjaðrárgljúfur, Stuðlagil, Námaskarð, Hverfjall, Glanna og Kirkjufell), greiddu þau samtals 10.772. Þeim láðist að greiða fyrir bílastæðið við Kirkjufell innan sólarhrings og því féll þar á vangreiðsluálag (Sannir Landvættir) upp á 4.500 kr. auk færslugjalds 250 kr. Fyrir siglingu á Jökulsárlóni voru greiddar 13.800 kr. Þar af var virðisaukaskattur (11%) eða 1.368 kr. Jafnframt fóru þau í hvalaskoðunarferð sem kostaði 27.000 kr. Virðisaukaskattur (11%) af þeirri ferð var 2.674 kr. Müller hjónin fóru í tvö baðlón og greiddu fyrir það samtals 46.980 kr. Virðisaukaskattur (11%) var 4.678 kr. Sínum augum lítur hver á silfrið Samkvæmt ofangreindu eru Müller hjónin frá Stuttgart að greiða í skatt og þjónustugjöld til hins opinbera og til fyrirtækja í eigu ríkisins, samtals 216.923 kr. sem eru tæp 18% af heildarverði ferðarinnar. Tekjur sem ríkissjóður hefði orðið af, hefðu Müller hjónin ekki komið til landsins. Óbeint framlag til hagkerfisins er hér ótalið. En þegar allt er talið með, þá rennur um það bil þriðja hver króna sem ferðaþjónustan aflar, til ríkis og sveitarfélaga. Müller hjónin eru dæmigerðir sumarferðamenn á Íslandi og eru í hópi hundruða þúsunda annarra gesta sem ferðast um landið á svipaðan hátt. Þau nýta sér fjöbreytta þjónustu vítt og breitt um landið eins og flestir ferðamenn gera. Þau borga skatta og gjöld eins og lög gera ráð fyrir og greiða þar með ríkulega fyrir notkun vegakerfis og aðstöðu á ferðamannastöðum. Það má færa fyrir því sterk rök að erlendir ferðamenn séu einstaklega heppilegir skattgreiðendur á landinu, þar sem þeir í langflestum tilfellum bæta aðeins við, legga til fjármuni til innviðauppbyggingar, auka nýtingu þeirra og taka á sama tíma hlutfallslega mjög lítið út úr samneyslunni á landinu. Það er því óhætt að segja að sínum augum lítur hver á silfrið. Höfundur er framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Katla DMI ehf og fyrrverandi formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun