Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 30. ágúst 2025 13:32 Viðtal Morgunblaðsins við Kristrúnu Frostadóttur, forsætisráðherra og formann Samfylkingarinnar, um síðustu helgi, þar sem hún tók skýrt fram að áherzla ríkisstjórnar hennar væri á efnahagsmálin en ekki Evrópusambandið, verður ekki túlkað á annan hátt en útspil til þess að slá á puttana á Viðreisn og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra og formanni flokksins. Viðreisnarfólk hefur í kjölfarið áréttað að þjóðaratkvæði um málið sé forsenda stjórnarsamstarfsins. „Ég hef sagt og mun segja það áfram að ég er fyrst og fremst í þessu starfi fulltrúi ríkisstjórnarinnar og þjóðarinnar til þess að standa vörð um hagsmuni þjóðarinnar og vil ráðast í aðgerðir eða vegferðir sem munu styrkja hag þjóðarinnar. Og við erum ekki að eyða tíma í eitthvað núna sem tekur orku í annað,“ sagði Kristrún í viðtalinu: „Evrópumálin snerta ekki núverandi efnahagsástand. Það liggur alveg fyrir.“ Með öðrum orðum eru skilaboðin að þetta tvennt fari ekki saman. Kristrún talaði á sömu nótum fyrir þingkosningarnar í lok nóvember. Til að mynda sagði hún við kjósendur sem spurðu hana hvort Evrópusambandið yrði sett á dagskrá á þessu kjörtímabili að svo yrði ekki. Kjörtímabilið myndi einkum snúast um efnahagsmálin en síðan væri mögulega hægt að skoða sambandið á næsta kjörtímabili þar á eftir. Síðan var málið hins vegar sett á dagskrá eins og kunnugt er með fyrirhuguðu þjóðaratkvæði strax eftir kosningar þvert á það. Hins vegar talaði Þorgerður á hliðstæðum nótum og Kristrún fyrir þingkosningarnar. Fyrst yrði að koma efnahagsmálunum á betri stað og ná niður vöxtum og verðbólgu áður en hægt væri að fara að tala um inngöngu í Evrópusambandið. Til að mynda bæði í Spursmálum á mbl.is 20. nóvember og Forystusætinu í Ríkisútvarpinu viku áður. Raunar sagði hún beinlínis að forsenda þess væri enn fremur stöðugur gjaldmiðill sem átti víst ekki að vera mögulegt utan sambandsins! Vert er þó að hafa í huga að Viðreisn hefur ekki pólitíska hagsmuni af því að staða efnahagsmálanna batni með lægri vöxtum og minni verðbólgu. Þvert á móti. Það dregur aðeins úr áhuga á Evrópusambandinu. Ólíkt Viðreisn var Samfylkingin ekki stofnað um inngöngu í sambandið. Það varð ekki stefna flokksins fyrr en nokkrum árum eftir stofnun hans. Tilvist Viðreisnar byggist hins vegar beinlínis á málinu. Án þess er hreinlega spurning hver sé tilvistargrundvöllur flokksins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann Skoðun Olíumjólk Sigurður Ingi Friðleifsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hver er að hlusta? Ólafur Þ. Stephensen Fastir pennar Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Sjá meira
Viðtal Morgunblaðsins við Kristrúnu Frostadóttur, forsætisráðherra og formann Samfylkingarinnar, um síðustu helgi, þar sem hún tók skýrt fram að áherzla ríkisstjórnar hennar væri á efnahagsmálin en ekki Evrópusambandið, verður ekki túlkað á annan hátt en útspil til þess að slá á puttana á Viðreisn og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra og formanni flokksins. Viðreisnarfólk hefur í kjölfarið áréttað að þjóðaratkvæði um málið sé forsenda stjórnarsamstarfsins. „Ég hef sagt og mun segja það áfram að ég er fyrst og fremst í þessu starfi fulltrúi ríkisstjórnarinnar og þjóðarinnar til þess að standa vörð um hagsmuni þjóðarinnar og vil ráðast í aðgerðir eða vegferðir sem munu styrkja hag þjóðarinnar. Og við erum ekki að eyða tíma í eitthvað núna sem tekur orku í annað,“ sagði Kristrún í viðtalinu: „Evrópumálin snerta ekki núverandi efnahagsástand. Það liggur alveg fyrir.“ Með öðrum orðum eru skilaboðin að þetta tvennt fari ekki saman. Kristrún talaði á sömu nótum fyrir þingkosningarnar í lok nóvember. Til að mynda sagði hún við kjósendur sem spurðu hana hvort Evrópusambandið yrði sett á dagskrá á þessu kjörtímabili að svo yrði ekki. Kjörtímabilið myndi einkum snúast um efnahagsmálin en síðan væri mögulega hægt að skoða sambandið á næsta kjörtímabili þar á eftir. Síðan var málið hins vegar sett á dagskrá eins og kunnugt er með fyrirhuguðu þjóðaratkvæði strax eftir kosningar þvert á það. Hins vegar talaði Þorgerður á hliðstæðum nótum og Kristrún fyrir þingkosningarnar. Fyrst yrði að koma efnahagsmálunum á betri stað og ná niður vöxtum og verðbólgu áður en hægt væri að fara að tala um inngöngu í Evrópusambandið. Til að mynda bæði í Spursmálum á mbl.is 20. nóvember og Forystusætinu í Ríkisútvarpinu viku áður. Raunar sagði hún beinlínis að forsenda þess væri enn fremur stöðugur gjaldmiðill sem átti víst ekki að vera mögulegt utan sambandsins! Vert er þó að hafa í huga að Viðreisn hefur ekki pólitíska hagsmuni af því að staða efnahagsmálanna batni með lægri vöxtum og minni verðbólgu. Þvert á móti. Það dregur aðeins úr áhuga á Evrópusambandinu. Ólíkt Viðreisn var Samfylkingin ekki stofnað um inngöngu í sambandið. Það varð ekki stefna flokksins fyrr en nokkrum árum eftir stofnun hans. Tilvist Viðreisnar byggist hins vegar beinlínis á málinu. Án þess er hreinlega spurning hver sé tilvistargrundvöllur flokksins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál)
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar