Innlent

Þurfa að loka Vestur­bæjar­laug enn á ný

Atli Ísleifsson skrifar
Vesturbæjarlaug lokar klukkan 13:30 í dag.
Vesturbæjarlaug lokar klukkan 13:30 í dag. Vísir/Anton Brink

Vesturbæjarlaug verður lokuð frá klukkan 13.30 í dag, föstudaginn 29. ágúst, þar sem nauðsynlegt er að endursanda þrep ofan í laugina.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þar segir að þegar unnið hafi verið að endurbótum í sumar hafi öll þrep endursönduð. 

„Þrátt fyrir það reynast þau of hál og því þarf að grípa til frekari aðgerða.

Til þess að tryggja öryggi gesta verður laugin tæmd og unnið markvisst að því að ljúka framkvæmdum sem allra fyrst. Stefnt er að því að opna laugina á ný annað kvöld, laugardagskvöldið 30. ágúst, en það verður staðfest um leið og endanleg tímasetning liggur fyrir.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem lokunin kann að valda en öryggi gesta er ávallt í fyrirrúmi,“ segir í tilkynningunni. 

Vesturbæjarlaug var lokað upp úr miðjum mánuðinum eftir að galli á málningarvinnu á laugarbotninum kom í ljós sem olli því að málningin var tekin að flagna af laugarkarinu. Lauginni hafði áður verið lokað vegna viðhaldsframkvæmda í sumar og var opnunni ítrekað frestað en þá hafði verið unnið að því að bæta aðstöðu gesta og endurnýja eldri mannvirki.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×