Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás Tómas Arnar Þorláksson skrifar 29. ágúst 2025 09:41 Um var að ræða kornsnák sem telst varla sem stór snákur fyrir utan landsteinanna en getur þó verið allt að metri að lengd. Vísir/Getty Einn var handtekinn eftir alvarlega líkamsárás í Þorlákshöfn en sá gisti fangageymslu lögreglunnar á Suðurlandi í nótt. Brotaþoli var fluttur umsvifalaust á Heilbrigðisstofnun Suðurlands þar sem er hlúð að honum. Lögreglan gerði snák upptækan á vettvangi. Þetta staðfestir Garðar Már Garðarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við Vísi. Líkamsárásin átti sér stað innandyra um klukkan hálf fjögur í nótt en Garðar gat ekki staðfest hvort að um heimahús væri að ræða. Mbl.is greindi fyrst frá. Snákurinn innan við metri að lengd Snákurinn var á vettvangi og var gerður upptækur á staðnum og komið til eyðingar hjá dýralækni. Að sögn Garðars var um lítinn snák að ræða en hann á að hafa verið einhverjir tugir sentímetrar og minna en metri að lengd. Líklegast sé um kornsnák að ræða að sögn lögreglunnar. „Við bíðum eftir því að geta tekið skýrslu af meintum árásaraðila. Brotaþoli er ekki lífshættulega slasaður eða neitt slíkt en hann er talsvert laskaður. Þetta er rannsakað sem alvarleg líkamsárás. Það lítur allt út fyrir að þeir hafi verið undir einhverjum áhrifum báðir. Einhverjum efna eða áfengis,“ sagði Garðar. „Manni væri brugðið sjálfum“ Málið er nú til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi og meðal þess sem er rannsakað er hvort vopnum hafi verið beitt. „Snákurinn tengist ekki líkamsárásinni með beinum hætti en hann var á vettvangi þar sem líkamsárásin átti sér stað. Hann var settur í búr og það sett í hefðbundið ferli. Honum var komið til dýralæknis til aflífunar,“ sagði hann og gat ekki staðfest hvort snákurinn hafi verið í eigu annars hvors aðilans. „Snákurinn er ekki talinn eitraður. Svona snákar eru ólöglegir hér á landi. Hann var einhverjir tugir sentímetra og allavega innan við metra. Fyrir okkur Íslendinga sem sjáum þetta ekki daglega og þekkjum þetta ekki þá er þetta náttúrulega.. Manni væri brugðið sjálfum ef maður sæi snák þótt hann væri ekki nema nokkrir sentímetrar.“ Dýr Ölfus Lögreglumál Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Þetta staðfestir Garðar Már Garðarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við Vísi. Líkamsárásin átti sér stað innandyra um klukkan hálf fjögur í nótt en Garðar gat ekki staðfest hvort að um heimahús væri að ræða. Mbl.is greindi fyrst frá. Snákurinn innan við metri að lengd Snákurinn var á vettvangi og var gerður upptækur á staðnum og komið til eyðingar hjá dýralækni. Að sögn Garðars var um lítinn snák að ræða en hann á að hafa verið einhverjir tugir sentímetrar og minna en metri að lengd. Líklegast sé um kornsnák að ræða að sögn lögreglunnar. „Við bíðum eftir því að geta tekið skýrslu af meintum árásaraðila. Brotaþoli er ekki lífshættulega slasaður eða neitt slíkt en hann er talsvert laskaður. Þetta er rannsakað sem alvarleg líkamsárás. Það lítur allt út fyrir að þeir hafi verið undir einhverjum áhrifum báðir. Einhverjum efna eða áfengis,“ sagði Garðar. „Manni væri brugðið sjálfum“ Málið er nú til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi og meðal þess sem er rannsakað er hvort vopnum hafi verið beitt. „Snákurinn tengist ekki líkamsárásinni með beinum hætti en hann var á vettvangi þar sem líkamsárásin átti sér stað. Hann var settur í búr og það sett í hefðbundið ferli. Honum var komið til dýralæknis til aflífunar,“ sagði hann og gat ekki staðfest hvort snákurinn hafi verið í eigu annars hvors aðilans. „Snákurinn er ekki talinn eitraður. Svona snákar eru ólöglegir hér á landi. Hann var einhverjir tugir sentímetra og allavega innan við metra. Fyrir okkur Íslendinga sem sjáum þetta ekki daglega og þekkjum þetta ekki þá er þetta náttúrulega.. Manni væri brugðið sjálfum ef maður sæi snák þótt hann væri ekki nema nokkrir sentímetrar.“
Dýr Ölfus Lögreglumál Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira