Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar 28. ágúst 2025 19:00 Vonarskarð er eitt af djásnum Vatnajökulsþjóðgarðs. Þar ræður fjallakyrrðin ríkjum og landslagið ber með sér fjölbreytileika sem á sér fáa líka: svartir sandar, hverasvæði, mýrlendi í yfir 900 m hæð og viðkvæmt gróðurfar þar sem vaxtartíminn er stuttur og öll röskun verður alvarleg og langvinn. Verndargildi Vonarskarðs er metið mjög hátt á alþjóðavísu og hefur Náttúrufræðistofnun lagt til að auka verndarstig svæðisins til að endurspegla það mat. Við Íslendingar berum sérstaka ábyrgð á að standa vörð um víðerni landsins. Hér erum við vörslumenn um 43% allra víðerna í Evrópu, og það sem við gerum skiptir máli langt út fyrir landsteinana. Vonarskarð er hluti af þessum sameiginlegu auðæfum og ekki síst þeim náttúruverðmætum sem UNESCO hefur viðurkennt með því að setja Vatnajökulsþjóðgarð á heimsminjaskrá. Þrátt fyrir þetta hefur hávær en fámennur þrýstihópur ítrekað reynt að fá akstur um skarðið heimilaðan og nú er gengið svo langt að komin er fram breytingatillaga að stjórnunar- og verndaráætlun þjóðgarðsins um að heimila vélknúna umferð um Vonarskarð í tilraunaskyni til fimm ára. Tillagan brýtur gegn gildandi lögum um þjóðgarðinn, gengur þvert á umsagnir sérfræðistofnana og myndi, samkvæmt óháðu mati Wildland Research Institute, skerða óbyggð víðerni skarðsins um meira en helming. Vegalagning eða reglubundinn akstur um Vonarskarð stefnir þessum verðmætum í hættu án nokkurs ávinnings. Leiðin um Vonarskarð er hvorki vegur í skilningi vegalaga né náttúruverndarlaga og væri því hér um að ræða utanvegaakstur í boði opinberra aðila og gróft brot á 31. gr. um akstur utan vega í lögum um náttúruvernd. Það vekur upp alvarlegar spurningar að ákvarðanir um vernd sem teknar hafa verið af fagmennsku séu þæfðar árum saman og teknar til endurskoðunar án sýnilegs ávinnings fyrir þjóðgarðinn eða náttúruna sem hann geymir. Slík vinnubrögð grafa undan trúverðugleika þjóðgarðsins og senda þau skilaboð að hægt sé að semja um náttúruvernd – jafnvel á okkar verðmætustu svæðum. Vonarskarð á að vera friðland framtíðarinnar, ekki tilraunareitur. Ég hvet því alla til að senda inn athugasemd við þessa tillögu og að fallið verður tafarlaust frá þessum áformum. Umsagnarfrestur er til og með 3. september 2025. Höfundur er formaður Skrauta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vatnajökulsþjóðgarður Umhverfismál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Vonarskarð er eitt af djásnum Vatnajökulsþjóðgarðs. Þar ræður fjallakyrrðin ríkjum og landslagið ber með sér fjölbreytileika sem á sér fáa líka: svartir sandar, hverasvæði, mýrlendi í yfir 900 m hæð og viðkvæmt gróðurfar þar sem vaxtartíminn er stuttur og öll röskun verður alvarleg og langvinn. Verndargildi Vonarskarðs er metið mjög hátt á alþjóðavísu og hefur Náttúrufræðistofnun lagt til að auka verndarstig svæðisins til að endurspegla það mat. Við Íslendingar berum sérstaka ábyrgð á að standa vörð um víðerni landsins. Hér erum við vörslumenn um 43% allra víðerna í Evrópu, og það sem við gerum skiptir máli langt út fyrir landsteinana. Vonarskarð er hluti af þessum sameiginlegu auðæfum og ekki síst þeim náttúruverðmætum sem UNESCO hefur viðurkennt með því að setja Vatnajökulsþjóðgarð á heimsminjaskrá. Þrátt fyrir þetta hefur hávær en fámennur þrýstihópur ítrekað reynt að fá akstur um skarðið heimilaðan og nú er gengið svo langt að komin er fram breytingatillaga að stjórnunar- og verndaráætlun þjóðgarðsins um að heimila vélknúna umferð um Vonarskarð í tilraunaskyni til fimm ára. Tillagan brýtur gegn gildandi lögum um þjóðgarðinn, gengur þvert á umsagnir sérfræðistofnana og myndi, samkvæmt óháðu mati Wildland Research Institute, skerða óbyggð víðerni skarðsins um meira en helming. Vegalagning eða reglubundinn akstur um Vonarskarð stefnir þessum verðmætum í hættu án nokkurs ávinnings. Leiðin um Vonarskarð er hvorki vegur í skilningi vegalaga né náttúruverndarlaga og væri því hér um að ræða utanvegaakstur í boði opinberra aðila og gróft brot á 31. gr. um akstur utan vega í lögum um náttúruvernd. Það vekur upp alvarlegar spurningar að ákvarðanir um vernd sem teknar hafa verið af fagmennsku séu þæfðar árum saman og teknar til endurskoðunar án sýnilegs ávinnings fyrir þjóðgarðinn eða náttúruna sem hann geymir. Slík vinnubrögð grafa undan trúverðugleika þjóðgarðsins og senda þau skilaboð að hægt sé að semja um náttúruvernd – jafnvel á okkar verðmætustu svæðum. Vonarskarð á að vera friðland framtíðarinnar, ekki tilraunareitur. Ég hvet því alla til að senda inn athugasemd við þessa tillögu og að fallið verður tafarlaust frá þessum áformum. Umsagnarfrestur er til og með 3. september 2025. Höfundur er formaður Skrauta.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun