Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar 28. ágúst 2025 19:00 Vonarskarð er eitt af djásnum Vatnajökulsþjóðgarðs. Þar ræður fjallakyrrðin ríkjum og landslagið ber með sér fjölbreytileika sem á sér fáa líka: svartir sandar, hverasvæði, mýrlendi í yfir 900 m hæð og viðkvæmt gróðurfar þar sem vaxtartíminn er stuttur og öll röskun verður alvarleg og langvinn. Verndargildi Vonarskarðs er metið mjög hátt á alþjóðavísu og hefur Náttúrufræðistofnun lagt til að auka verndarstig svæðisins til að endurspegla það mat. Við Íslendingar berum sérstaka ábyrgð á að standa vörð um víðerni landsins. Hér erum við vörslumenn um 43% allra víðerna í Evrópu, og það sem við gerum skiptir máli langt út fyrir landsteinana. Vonarskarð er hluti af þessum sameiginlegu auðæfum og ekki síst þeim náttúruverðmætum sem UNESCO hefur viðurkennt með því að setja Vatnajökulsþjóðgarð á heimsminjaskrá. Þrátt fyrir þetta hefur hávær en fámennur þrýstihópur ítrekað reynt að fá akstur um skarðið heimilaðan og nú er gengið svo langt að komin er fram breytingatillaga að stjórnunar- og verndaráætlun þjóðgarðsins um að heimila vélknúna umferð um Vonarskarð í tilraunaskyni til fimm ára. Tillagan brýtur gegn gildandi lögum um þjóðgarðinn, gengur þvert á umsagnir sérfræðistofnana og myndi, samkvæmt óháðu mati Wildland Research Institute, skerða óbyggð víðerni skarðsins um meira en helming. Vegalagning eða reglubundinn akstur um Vonarskarð stefnir þessum verðmætum í hættu án nokkurs ávinnings. Leiðin um Vonarskarð er hvorki vegur í skilningi vegalaga né náttúruverndarlaga og væri því hér um að ræða utanvegaakstur í boði opinberra aðila og gróft brot á 31. gr. um akstur utan vega í lögum um náttúruvernd. Það vekur upp alvarlegar spurningar að ákvarðanir um vernd sem teknar hafa verið af fagmennsku séu þæfðar árum saman og teknar til endurskoðunar án sýnilegs ávinnings fyrir þjóðgarðinn eða náttúruna sem hann geymir. Slík vinnubrögð grafa undan trúverðugleika þjóðgarðsins og senda þau skilaboð að hægt sé að semja um náttúruvernd – jafnvel á okkar verðmætustu svæðum. Vonarskarð á að vera friðland framtíðarinnar, ekki tilraunareitur. Ég hvet því alla til að senda inn athugasemd við þessa tillögu og að fallið verður tafarlaust frá þessum áformum. Umsagnarfrestur er til og með 3. september 2025. Höfundur er formaður Skrauta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vatnajökulsþjóðgarður Umhverfismál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Vonarskarð er eitt af djásnum Vatnajökulsþjóðgarðs. Þar ræður fjallakyrrðin ríkjum og landslagið ber með sér fjölbreytileika sem á sér fáa líka: svartir sandar, hverasvæði, mýrlendi í yfir 900 m hæð og viðkvæmt gróðurfar þar sem vaxtartíminn er stuttur og öll röskun verður alvarleg og langvinn. Verndargildi Vonarskarðs er metið mjög hátt á alþjóðavísu og hefur Náttúrufræðistofnun lagt til að auka verndarstig svæðisins til að endurspegla það mat. Við Íslendingar berum sérstaka ábyrgð á að standa vörð um víðerni landsins. Hér erum við vörslumenn um 43% allra víðerna í Evrópu, og það sem við gerum skiptir máli langt út fyrir landsteinana. Vonarskarð er hluti af þessum sameiginlegu auðæfum og ekki síst þeim náttúruverðmætum sem UNESCO hefur viðurkennt með því að setja Vatnajökulsþjóðgarð á heimsminjaskrá. Þrátt fyrir þetta hefur hávær en fámennur þrýstihópur ítrekað reynt að fá akstur um skarðið heimilaðan og nú er gengið svo langt að komin er fram breytingatillaga að stjórnunar- og verndaráætlun þjóðgarðsins um að heimila vélknúna umferð um Vonarskarð í tilraunaskyni til fimm ára. Tillagan brýtur gegn gildandi lögum um þjóðgarðinn, gengur þvert á umsagnir sérfræðistofnana og myndi, samkvæmt óháðu mati Wildland Research Institute, skerða óbyggð víðerni skarðsins um meira en helming. Vegalagning eða reglubundinn akstur um Vonarskarð stefnir þessum verðmætum í hættu án nokkurs ávinnings. Leiðin um Vonarskarð er hvorki vegur í skilningi vegalaga né náttúruverndarlaga og væri því hér um að ræða utanvegaakstur í boði opinberra aðila og gróft brot á 31. gr. um akstur utan vega í lögum um náttúruvernd. Það vekur upp alvarlegar spurningar að ákvarðanir um vernd sem teknar hafa verið af fagmennsku séu þæfðar árum saman og teknar til endurskoðunar án sýnilegs ávinnings fyrir þjóðgarðinn eða náttúruna sem hann geymir. Slík vinnubrögð grafa undan trúverðugleika þjóðgarðsins og senda þau skilaboð að hægt sé að semja um náttúruvernd – jafnvel á okkar verðmætustu svæðum. Vonarskarð á að vera friðland framtíðarinnar, ekki tilraunareitur. Ég hvet því alla til að senda inn athugasemd við þessa tillögu og að fallið verður tafarlaust frá þessum áformum. Umsagnarfrestur er til og með 3. september 2025. Höfundur er formaður Skrauta.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun