Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Tómas Arnar Þorláksson skrifar 3. september 2025 15:02 Pétur Maack Þorsteinsson, formaður Sálfræðingafélags Íslands. Vísir/epa Formaður Sálfræðingafélags Íslands segir það geta verið varasamt að leitast eftir sálfræðiþjónustu hjá gervigreind. Forritin segi notendum það sem þeir vilja heyra í stað þess sem þeir þurfa að heyra. Gervigreindinni skorti innsæi og næmni. Foreldrar sextán ára drengs frá Kaliforníuríki í Bandaríkjunum hafa höfðað mál gegn gervigreindarrisanum Open AI sem á og rekur gervigreindar mállíkanið ChatGPT. Gervigreindin á að hafa hvatt drenginn til að svipta sig lífi og boðist til þess að skrifa fyrir hann sjálfsvígsbréf að sögn foreldranna. Samkvæmt stefnu á forritið að hafa þakkað drengnum fyrir þegar hann viðraði hugsanir sínar um sjálfsvíg og sagst ekki munu líta undan. Sama dag kom móðir drengsins að honum látnum. Borið hefur á því að fólk hafi nýtt gervigreind til sálfræðiþjónustu hér á landi og jafnvel verið hvatt til þess. Umræða hefur skapast á samfélagsmiðlum um málið. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Pétur Maack Þorsteinsson, formaður sálfræðingafélags Íslands, segir það geta verið óheppilegt að leita til gervigreindar eftir sálfræðiþjónustu þar sem hún segir þér gjarnan það sem þú villt heyra frekar en það sem þú þarft að heyra. „Það sem við vitum er að þetta hefur verið ráðlagt á svona hópum á Facebook. Þar er fólk að deila reynslu sinni og segjast fá ágætisráð frá spjallmennum. Rannsakandi við Stanford sem setti upp, ef ég man rétt var það fjórtán ára unglingur, sem að hann bjó til og fór svo að tala sem slíkur við Chat GPT og út úr því kemur þetta vandamál að mállíkanið tekur undir til þess að halda samtalinu áfram. Það kemur ekki með ögrandi innskot eins og meðferðaraðili myndi gera.“ Forritin séu gerð til að halda notendum í samskiptum frekar en að raunverulega hjálpa með sérhæfðum ráðum. Gervigreindin greini ekki á milli staðreynda og falskra gagna á netinu. Hana skorti næmni og lesi iðulega ekki á milli línanna. „Þetta er hluti af einni af þessum rannsóknum. Hann segir, ég missti vinnuna. Býr þannig til dæmi og spyr síðan um háar brýr í borginni og fær lista yfir þrjár hæstu. Það er þetta innsæisleysi sem er vandinn. Það er tekið undir hugmyndir þeirra. Það er tekið undir góðar hugmyndir en það er líka tekið undir ranghugmyndir. Þá virðist fólk leiðast jafnvel mjög langt niður einhverjar blindgötur.“ Gervigreind Bandaríkin Geðheilbrigði Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Sjá meira
Foreldrar sextán ára drengs frá Kaliforníuríki í Bandaríkjunum hafa höfðað mál gegn gervigreindarrisanum Open AI sem á og rekur gervigreindar mállíkanið ChatGPT. Gervigreindin á að hafa hvatt drenginn til að svipta sig lífi og boðist til þess að skrifa fyrir hann sjálfsvígsbréf að sögn foreldranna. Samkvæmt stefnu á forritið að hafa þakkað drengnum fyrir þegar hann viðraði hugsanir sínar um sjálfsvíg og sagst ekki munu líta undan. Sama dag kom móðir drengsins að honum látnum. Borið hefur á því að fólk hafi nýtt gervigreind til sálfræðiþjónustu hér á landi og jafnvel verið hvatt til þess. Umræða hefur skapast á samfélagsmiðlum um málið. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Pétur Maack Þorsteinsson, formaður sálfræðingafélags Íslands, segir það geta verið óheppilegt að leita til gervigreindar eftir sálfræðiþjónustu þar sem hún segir þér gjarnan það sem þú villt heyra frekar en það sem þú þarft að heyra. „Það sem við vitum er að þetta hefur verið ráðlagt á svona hópum á Facebook. Þar er fólk að deila reynslu sinni og segjast fá ágætisráð frá spjallmennum. Rannsakandi við Stanford sem setti upp, ef ég man rétt var það fjórtán ára unglingur, sem að hann bjó til og fór svo að tala sem slíkur við Chat GPT og út úr því kemur þetta vandamál að mállíkanið tekur undir til þess að halda samtalinu áfram. Það kemur ekki með ögrandi innskot eins og meðferðaraðili myndi gera.“ Forritin séu gerð til að halda notendum í samskiptum frekar en að raunverulega hjálpa með sérhæfðum ráðum. Gervigreindin greini ekki á milli staðreynda og falskra gagna á netinu. Hana skorti næmni og lesi iðulega ekki á milli línanna. „Þetta er hluti af einni af þessum rannsóknum. Hann segir, ég missti vinnuna. Býr þannig til dæmi og spyr síðan um háar brýr í borginni og fær lista yfir þrjár hæstu. Það er þetta innsæisleysi sem er vandinn. Það er tekið undir hugmyndir þeirra. Það er tekið undir góðar hugmyndir en það er líka tekið undir ranghugmyndir. Þá virðist fólk leiðast jafnvel mjög langt niður einhverjar blindgötur.“
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Gervigreind Bandaríkin Geðheilbrigði Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Sjá meira