Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Árni Sæberg skrifar 28. ágúst 2025 16:16 Í umslaginu voru byssukúla og bréf. Myndin er úr safni. Getty/arjanl Karlmaður hefur verið ákærður fyrir nokkurn fjölda refsibrota. Þar á meðal eru kynferðisbrot, líkamsárásir og hótunarbrot. Það síðastnefnda er hann sagður hafa framið með því að setja umslag í póstkassa við heimili fjölskyldu sem innihélt byssukúlu og bréf sem á stóð „Næsta kemur ekki í umslagi“. Í ákærunni, sem gefin var út í apríl, er maðurinn ákærður fyrir að hafa hótað manni aðfararnótt sunnudags í janúar árið 2023, með því að setja umslag merkt manninum í póstkassa við heimili hans og fjölskyldu en í umslaginu hafi verið 4,5 sentímetra löng byssukúla og bréf sem á stóð „Næsta kemur ekki í umslagi“. Hótunin hafi verið til þess fallin að vekja ótta hjá manninum um líf sitt, heilbrigði og velferð. Kynferðisleg mynd, kókaín og hnúajárn Því næst er maðurinn ákærður fyrir kynferðisbrot gagnvart konu, með því að hafa í janúar 2023 hótað henni að senda föður hennar kynferðislega mynd af henni og daginn eftir sent manninum sem hann hótaði sömu mynd af henni á Snapchat án hennar samþykkis. Hann er einnig ákærður fyrir fíkniefnalagabrot, með því að hafa haft í vörslum sínum 8,23 grömm af kókaíni á þeim tíma sem hin brotin voru framin og hnúajárn þegar hann var handtekinn í september árið 2023. Þrjár líkamsárásir gegn sömu konu Loks er maðurinn ákærður fyrir þrjár líkamsárásir gegn sömu konunni. Í fyrri hluta september hafi hann framið sérstaklega hættulega líkamsárás gegn henni með því að hafa ýtt henni á rúm, sest klofvega yfir hana og haldið þannig höndum hennar niðri, slegið hana, rifið í hár hennar og tekið hana kverkataki, með þeim afleiðingum að hún missti meðvitund um stund og hlaut mar utan á hálsi beggja megin. Í síðari hluta apríl sama árs hafi hann slegið hana einu höggi í vinstra gagnaugað með þeim afleiðingum að hún ældi og hlaut mar yfir vinstra auga. Loks hafi hann í maí eða júní sama ár í bifreið slegið hana nokkrum sinnum í andlitið með hnífskafti með þeim afleiðingum að það blæddi úr nefi hennar. Ákæruvaldið krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Fyrir hönd kvennanna tveggja er þess krafist að maðurinn greiði þeim miskabætur upp á níu milljónir króna samanlagt. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Sjá meira
Í ákærunni, sem gefin var út í apríl, er maðurinn ákærður fyrir að hafa hótað manni aðfararnótt sunnudags í janúar árið 2023, með því að setja umslag merkt manninum í póstkassa við heimili hans og fjölskyldu en í umslaginu hafi verið 4,5 sentímetra löng byssukúla og bréf sem á stóð „Næsta kemur ekki í umslagi“. Hótunin hafi verið til þess fallin að vekja ótta hjá manninum um líf sitt, heilbrigði og velferð. Kynferðisleg mynd, kókaín og hnúajárn Því næst er maðurinn ákærður fyrir kynferðisbrot gagnvart konu, með því að hafa í janúar 2023 hótað henni að senda föður hennar kynferðislega mynd af henni og daginn eftir sent manninum sem hann hótaði sömu mynd af henni á Snapchat án hennar samþykkis. Hann er einnig ákærður fyrir fíkniefnalagabrot, með því að hafa haft í vörslum sínum 8,23 grömm af kókaíni á þeim tíma sem hin brotin voru framin og hnúajárn þegar hann var handtekinn í september árið 2023. Þrjár líkamsárásir gegn sömu konu Loks er maðurinn ákærður fyrir þrjár líkamsárásir gegn sömu konunni. Í fyrri hluta september hafi hann framið sérstaklega hættulega líkamsárás gegn henni með því að hafa ýtt henni á rúm, sest klofvega yfir hana og haldið þannig höndum hennar niðri, slegið hana, rifið í hár hennar og tekið hana kverkataki, með þeim afleiðingum að hún missti meðvitund um stund og hlaut mar utan á hálsi beggja megin. Í síðari hluta apríl sama árs hafi hann slegið hana einu höggi í vinstra gagnaugað með þeim afleiðingum að hún ældi og hlaut mar yfir vinstra auga. Loks hafi hann í maí eða júní sama ár í bifreið slegið hana nokkrum sinnum í andlitið með hnífskafti með þeim afleiðingum að það blæddi úr nefi hennar. Ákæruvaldið krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Fyrir hönd kvennanna tveggja er þess krafist að maðurinn greiði þeim miskabætur upp á níu milljónir króna samanlagt.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Sjá meira