Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar 28. ágúst 2025 15:02 Hugtakið snemmtæk íhlutun hefur undanfarin ár orðið lykilorð í menntastefnu og umræðu um velferð barna. Það vísar til þess að gripið sé inn í náms- eða þroskavanda barns strax við fyrstu merki, áður en hann þróast í alvarlegri erfiðleika. Rannsóknir sýna að snemmtæk íhlutun eykur líkur á farsælli námsframvindu, dregur úr félagslegum hindrunum og minnkar kostnað samfélagsins til lengri tíma. En þegar litið er til skipulags þess nýja námsmats sem nú á að innleiða hér á landi vaknar sú spurning: erum við í raun að bjóða upp á snemmtæka íhlutun, eða einungis seina íhlutun? Samræmt námsmat – of seint og of sjaldan Í þessu nýja kerfi er gert ráð fyrir að samræmt námsmat, sem á að varpa ljósi á stöðu nemenda, sé lagt fyrir einu sinni á ári, undir lok skólaársins. Fyrsta mæling á ekki að vera gerð fyrr en á fjórða skólaári barns. Þannig geta nemendur átt í lestrar- eða stærðfræðierfiðleikum árum saman áður en kerfið kallar eftir viðbrögðum. Þetta þýðir í reynd að barn sem hefur átt í erfiðleikum í fyrsta eða öðru bekk fær ekki kerfisbundið mat fyrr en allt að þremur árum síðar. Þá hefur vandinn oft fest sig í sessi, sjálfstraust barnsins laskast og mun meiri úrræði þurfa til en ella. Það er andstætt allri hugmyndafræði snemmtækrar íhlutunar. Hvers vegna skiptir tíminn máli? Þroskasálfræðingar leggja áherslu á að fyrstu skólaárin séu mótandi fyrir allt nám barnsins. Ef lestrarkunnátta eða talnaskilningur ná ekki festu á fyrstu tveimur árum getur barnið átt erfitt uppdráttar í öllum öðrum námsgreinum. Þar sem heilinn er hvað mótanlegastur snemma í æsku skiptir máli að grípa fljótt inn í – innan vikna eða mánaða, ekki ára. Hvað þarf að breytast? Ef markmiðið er raunveruleg snemmtæk íhlutun þarf skólakerfið að: ●Skima reglulega frá fyrsta skólaári, jafnvel með einföldum skimunarprófum sem taka fáar mínútur. ●Meta stöðuna oftar en einu sinni á ári, þannig að kennarar geti brugðist við strax þegar frávik koma í ljós. ●Tryggja að stuðningur hefjist strax, í stað þess að bíða eftir árlegu prófi sem kemur alltaf of seint fyrir suma nemendur. Við verðum að bregðast fyrr við Með núverandi skipulagi má vart tala um snemmtæka íhlutun. Við bregðumst við, en of seint til að það falli undir hugtakið eins og fræðin skilgreina það. Ef við ætlum að taka mark á eigin stefnum og vilja bæta námsárangur allra barna, þá verðum við að færa mats- og íhlutunarferlið nær byrjun skólagöngunnar – og gera það að hluta af daglegu starfi, ekki árlegu prófi. Höfundur er rekstrarstjóri og stofnandi Evolytes. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Sjá meira
Hugtakið snemmtæk íhlutun hefur undanfarin ár orðið lykilorð í menntastefnu og umræðu um velferð barna. Það vísar til þess að gripið sé inn í náms- eða þroskavanda barns strax við fyrstu merki, áður en hann þróast í alvarlegri erfiðleika. Rannsóknir sýna að snemmtæk íhlutun eykur líkur á farsælli námsframvindu, dregur úr félagslegum hindrunum og minnkar kostnað samfélagsins til lengri tíma. En þegar litið er til skipulags þess nýja námsmats sem nú á að innleiða hér á landi vaknar sú spurning: erum við í raun að bjóða upp á snemmtæka íhlutun, eða einungis seina íhlutun? Samræmt námsmat – of seint og of sjaldan Í þessu nýja kerfi er gert ráð fyrir að samræmt námsmat, sem á að varpa ljósi á stöðu nemenda, sé lagt fyrir einu sinni á ári, undir lok skólaársins. Fyrsta mæling á ekki að vera gerð fyrr en á fjórða skólaári barns. Þannig geta nemendur átt í lestrar- eða stærðfræðierfiðleikum árum saman áður en kerfið kallar eftir viðbrögðum. Þetta þýðir í reynd að barn sem hefur átt í erfiðleikum í fyrsta eða öðru bekk fær ekki kerfisbundið mat fyrr en allt að þremur árum síðar. Þá hefur vandinn oft fest sig í sessi, sjálfstraust barnsins laskast og mun meiri úrræði þurfa til en ella. Það er andstætt allri hugmyndafræði snemmtækrar íhlutunar. Hvers vegna skiptir tíminn máli? Þroskasálfræðingar leggja áherslu á að fyrstu skólaárin séu mótandi fyrir allt nám barnsins. Ef lestrarkunnátta eða talnaskilningur ná ekki festu á fyrstu tveimur árum getur barnið átt erfitt uppdráttar í öllum öðrum námsgreinum. Þar sem heilinn er hvað mótanlegastur snemma í æsku skiptir máli að grípa fljótt inn í – innan vikna eða mánaða, ekki ára. Hvað þarf að breytast? Ef markmiðið er raunveruleg snemmtæk íhlutun þarf skólakerfið að: ●Skima reglulega frá fyrsta skólaári, jafnvel með einföldum skimunarprófum sem taka fáar mínútur. ●Meta stöðuna oftar en einu sinni á ári, þannig að kennarar geti brugðist við strax þegar frávik koma í ljós. ●Tryggja að stuðningur hefjist strax, í stað þess að bíða eftir árlegu prófi sem kemur alltaf of seint fyrir suma nemendur. Við verðum að bregðast fyrr við Með núverandi skipulagi má vart tala um snemmtæka íhlutun. Við bregðumst við, en of seint til að það falli undir hugtakið eins og fræðin skilgreina það. Ef við ætlum að taka mark á eigin stefnum og vilja bæta námsárangur allra barna, þá verðum við að færa mats- og íhlutunarferlið nær byrjun skólagöngunnar – og gera það að hluta af daglegu starfi, ekki árlegu prófi. Höfundur er rekstrarstjóri og stofnandi Evolytes.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun