Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar 28. ágúst 2025 12:02 Grein Guðmundar Ara Sigurjónssonar, þingflokksformanns Samfylkingarinnar, um „nýja sókn í menntamálum“ í síðustu viku vakti athygli mína. Það er jákvætt að menntamál séu sett í forgrunn og rætt um sókn á þessu mikilvæga sviði. Til að hún verði að veruleika þarf hún þó að standa undir nafni, vera raunverulegt framfaraskref og umfram allt nægilega fjármögnuð. Endurnýting eða nýsköpun? Tvö frumvörp eru einkum sögð hornsteinar „nýju sóknarinnar“: annars vegar frumvarp sem varð að lögum sl. vor um samræmt námsmat og hins vegar frumvarp um heildarlög um gerð námsgagna. Bæði frumvörpin lágu hins vegar fullmótuð fyrir hjá fyrri ríkisstjórn. Það er vissulega jákvætt að þau komi nú til framkvæmda, en erfitt er að tala um „nýja sókn“ ef engin ný sýn er til staðar. Sókn án fjármögnunar? Stærri spurningin er þó hvort þessi boðaða sókn sé yfirleitt fjármögnuð. Í fjármálaáætlun 2026–2030 er gert ráð fyrir að fjárheimildir til menntamála (málefnasvið 22, stjórnsýsla menntamála o.fl.) lækki ár frá ári, alls um 1,5 milljarða á tímabili áætlunarinnar, þar af um einn milljarð strax árið 2026. Vissulega hækka framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga næstu ár, en nauðsynlegt er að efla faglega stoðþjónustu, styrkja stjórnsýslu og auka eftirfylgni markmiða og aðgerða. Það er eðlilegt að krefjast aðhalds í ríkisfjármálum, en það fer illa saman við stór orð um sókn í menntamálum, sem óhjákvæmilega krefst aukinna fjárveitinga. Að takast á við samfélagsbreytingar Raunveruleg sókn í menntamálum snýst enn fremur ekki aðeins um að bæta mælingar eða taka upp samræmt námsmat, sem hvort tveggja er vissulega jákvætt. Hún snýst um að tryggja að skólakerfið ráði m.a. við þær samfélagsbreytingar sem þegar eiga sér stað. Í mörgum grunnskólum landsins er hlutfall innflytjenda orðið mjög hátt og raunar svo hátt að hraði breytinganna er nánast án hliðstæðu á Norðurlöndum. Við stöndum einfaldlega frammi fyrir margvíslegum áskorunum. Mikilvægt er að kenna börnum með erlendan bakgrunn íslensku á árangursríkan hátt, og um leið að tryggja að íslensk börn nái góðum tökum á móðurmálinu. Þegar stór hluti bekkja hefur annað móðurmál en íslensku verður þessi áskorun enn stærri. Að takast á við þessar áskoranir mun kosta sitt, en leiða til aukinnar verðmætasköpunar og velmegunar til lengri tíma. Sameiginleg áskorun – sameiginlegt verkefni Breytt samfélagsmynstur er áskorun sem snertir okkur öll. Við þurfum heiðarlegt samtal um hvert stefnir og hvað gera þarf öllum til hagsbóta. Hvernig tryggjum við að börn með erlendan bakgrunn fái raunhæfan stuðning án þess að það komi niður á tungumálakunnáttu íslenskra barna? Hvernig tryggjum við að íslenskt skólakerfi verði áfram burðarás samfélags sem er í örum breytingum? Þetta eru ekki spurningar sem leystar verða með endurunnu frumvarpi, heldur með markvissum aðgerðum og fjárfestingu í kennurum, stuðningsúrræðum, bættu eftirliti og faglegu starfi. Samræmdur matsferill og betri námsgögn eru jákvæð skref, en við þurfum að taka fleiri skref. Sókn í menntamálum verður að fela í sér raunhæf markmið, tryggða fjármögnun og hugrekki til að mæta samfélagsbreytingum. Hún þarf að tryggja að íslenskan blómstri sem móðurmál, að skólarnir okkar ráði við breytta samsetningu samfélagsins og að börn fái sem bestan grunn til framtíðar. Í skólum landsins starfar frábært fagfólk sem á skilið traustan stuðning til að sinna sínu mikilvæga starfi. Spurningin er því einföld: ætlum við að nýta tækifærið og byggja upp menntakerfi sem þjónar öllum börnum í breyttu samfélagi eða látum við „nýju sóknina“ verða að litlu hliðarskrefi? Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ólöf Isaksen Skóla- og menntamál Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Sjá meira
Grein Guðmundar Ara Sigurjónssonar, þingflokksformanns Samfylkingarinnar, um „nýja sókn í menntamálum“ í síðustu viku vakti athygli mína. Það er jákvætt að menntamál séu sett í forgrunn og rætt um sókn á þessu mikilvæga sviði. Til að hún verði að veruleika þarf hún þó að standa undir nafni, vera raunverulegt framfaraskref og umfram allt nægilega fjármögnuð. Endurnýting eða nýsköpun? Tvö frumvörp eru einkum sögð hornsteinar „nýju sóknarinnar“: annars vegar frumvarp sem varð að lögum sl. vor um samræmt námsmat og hins vegar frumvarp um heildarlög um gerð námsgagna. Bæði frumvörpin lágu hins vegar fullmótuð fyrir hjá fyrri ríkisstjórn. Það er vissulega jákvætt að þau komi nú til framkvæmda, en erfitt er að tala um „nýja sókn“ ef engin ný sýn er til staðar. Sókn án fjármögnunar? Stærri spurningin er þó hvort þessi boðaða sókn sé yfirleitt fjármögnuð. Í fjármálaáætlun 2026–2030 er gert ráð fyrir að fjárheimildir til menntamála (málefnasvið 22, stjórnsýsla menntamála o.fl.) lækki ár frá ári, alls um 1,5 milljarða á tímabili áætlunarinnar, þar af um einn milljarð strax árið 2026. Vissulega hækka framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga næstu ár, en nauðsynlegt er að efla faglega stoðþjónustu, styrkja stjórnsýslu og auka eftirfylgni markmiða og aðgerða. Það er eðlilegt að krefjast aðhalds í ríkisfjármálum, en það fer illa saman við stór orð um sókn í menntamálum, sem óhjákvæmilega krefst aukinna fjárveitinga. Að takast á við samfélagsbreytingar Raunveruleg sókn í menntamálum snýst enn fremur ekki aðeins um að bæta mælingar eða taka upp samræmt námsmat, sem hvort tveggja er vissulega jákvætt. Hún snýst um að tryggja að skólakerfið ráði m.a. við þær samfélagsbreytingar sem þegar eiga sér stað. Í mörgum grunnskólum landsins er hlutfall innflytjenda orðið mjög hátt og raunar svo hátt að hraði breytinganna er nánast án hliðstæðu á Norðurlöndum. Við stöndum einfaldlega frammi fyrir margvíslegum áskorunum. Mikilvægt er að kenna börnum með erlendan bakgrunn íslensku á árangursríkan hátt, og um leið að tryggja að íslensk börn nái góðum tökum á móðurmálinu. Þegar stór hluti bekkja hefur annað móðurmál en íslensku verður þessi áskorun enn stærri. Að takast á við þessar áskoranir mun kosta sitt, en leiða til aukinnar verðmætasköpunar og velmegunar til lengri tíma. Sameiginleg áskorun – sameiginlegt verkefni Breytt samfélagsmynstur er áskorun sem snertir okkur öll. Við þurfum heiðarlegt samtal um hvert stefnir og hvað gera þarf öllum til hagsbóta. Hvernig tryggjum við að börn með erlendan bakgrunn fái raunhæfan stuðning án þess að það komi niður á tungumálakunnáttu íslenskra barna? Hvernig tryggjum við að íslenskt skólakerfi verði áfram burðarás samfélags sem er í örum breytingum? Þetta eru ekki spurningar sem leystar verða með endurunnu frumvarpi, heldur með markvissum aðgerðum og fjárfestingu í kennurum, stuðningsúrræðum, bættu eftirliti og faglegu starfi. Samræmdur matsferill og betri námsgögn eru jákvæð skref, en við þurfum að taka fleiri skref. Sókn í menntamálum verður að fela í sér raunhæf markmið, tryggða fjármögnun og hugrekki til að mæta samfélagsbreytingum. Hún þarf að tryggja að íslenskan blómstri sem móðurmál, að skólarnir okkar ráði við breytta samsetningu samfélagsins og að börn fái sem bestan grunn til framtíðar. Í skólum landsins starfar frábært fagfólk sem á skilið traustan stuðning til að sinna sínu mikilvæga starfi. Spurningin er því einföld: ætlum við að nýta tækifærið og byggja upp menntakerfi sem þjónar öllum börnum í breyttu samfélagi eða látum við „nýju sóknina“ verða að litlu hliðarskrefi? Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun