Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Jón Þór Stefánsson skrifar 28. ágúst 2025 10:54 Maðurinn var fluttur á lögreglustöðina Hverfisgötu eftir handtökuna. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem er grunaður um stórfellda líkamsárás og rán í júní síðastliðnum hefur verið látinn afplána 120 daga eftirstöðvar fangelsisrefsingar sem hann hlaut í fyrra. Maðurinn er sagður hafa bankað upp á hjá manni, ráðist á hann, og síðan elt hann þegar honum tókst að komast undan og beitt frekara ofbeldi. Þetta kemur fram í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness sem Landsréttur staðfesti í júnílok, en var birtur opinberlega nýlega. Árásin sem maðurinn er nú grunaður um er sögð hafa átt sér stað 23. júní síðastliðinn. Hann er grunaður um að hafa knúið dyra á heimili manns og veist að honum með ofbeldi. Hann hafi hrint manninum, kýlt hann ítrekað með krepptum hnefa, og slegið tvisvar í höfuðið með kertastjaka. Þá er hann sagður hafa tekið farsíma og strigaskó mannsins. Réðst aftur á manninn sem hljóp undan Þeim sem varð fyrir árásinni mun hafa tekist að standa á fætur og hlaupa úr íbúðinni. Árásarmaðurinn grunaði er þá sagður hafa hlaupið á eftir honum og tekist að fella hann með því að sparka í fæturna á honum. Þar á eftir er árásarmaðurinn sagður hafa kýlt manninn ítrekað. Í úrskurðinum er haft eftir vitni að hann hafi séð brotaþola, sem hafi verið blóðugur, koma hlaupandi út úr íbúð sinni og svo séð árásarmanninn ráðast á hann á grasbala fyrir framan húsið. Þar hafi árásarmaðurinn kýlt manninn ítrekað og stappað einu sinni á höfði hans meðan hann lá í jörðinni. Fram kemur að lögreglu hafi verið gert viðvart um málið. Skömmu síðar hafi hún komið auga á mann sem passaði við lýsinguna sem hún fékk á árásarmanninum og handtekið manninn sem nú er grunaður um að hafa framið hana. Hann var fluttur á lögreglustöðina á Hverfisgötu. Grunaður um fleiri brot Umræddur maður er einnig grunaður um að hafa stolið borvél úr geymslu. Hann mun hafa viðurkennt að hafa farið inn í umrædda geymslu en vildi meina að hann hafi ekki stolið neinu þaðan. Þar að auki er hann grunaður um ofbeldi gagnvart opinberum starfsmanni með því að hrækja á lögreglumann sem handtók hann eftir meintan borvélastuld. Hann hlaut tvo fangelsisdóma í Héraðsdómi Reykjaness síðastliðið sumar. Með brotunum sem hann er nú grunaður um er maðurinn sagður hafa brotið gróflega almennt skilorð reynslulausnarinnar sem hann var á. Því hefur honum verið gert að afplána 120 daga eftirstöðvar refsingarinnar. Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Sjá meira
Þetta kemur fram í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness sem Landsréttur staðfesti í júnílok, en var birtur opinberlega nýlega. Árásin sem maðurinn er nú grunaður um er sögð hafa átt sér stað 23. júní síðastliðinn. Hann er grunaður um að hafa knúið dyra á heimili manns og veist að honum með ofbeldi. Hann hafi hrint manninum, kýlt hann ítrekað með krepptum hnefa, og slegið tvisvar í höfuðið með kertastjaka. Þá er hann sagður hafa tekið farsíma og strigaskó mannsins. Réðst aftur á manninn sem hljóp undan Þeim sem varð fyrir árásinni mun hafa tekist að standa á fætur og hlaupa úr íbúðinni. Árásarmaðurinn grunaði er þá sagður hafa hlaupið á eftir honum og tekist að fella hann með því að sparka í fæturna á honum. Þar á eftir er árásarmaðurinn sagður hafa kýlt manninn ítrekað. Í úrskurðinum er haft eftir vitni að hann hafi séð brotaþola, sem hafi verið blóðugur, koma hlaupandi út úr íbúð sinni og svo séð árásarmanninn ráðast á hann á grasbala fyrir framan húsið. Þar hafi árásarmaðurinn kýlt manninn ítrekað og stappað einu sinni á höfði hans meðan hann lá í jörðinni. Fram kemur að lögreglu hafi verið gert viðvart um málið. Skömmu síðar hafi hún komið auga á mann sem passaði við lýsinguna sem hún fékk á árásarmanninum og handtekið manninn sem nú er grunaður um að hafa framið hana. Hann var fluttur á lögreglustöðina á Hverfisgötu. Grunaður um fleiri brot Umræddur maður er einnig grunaður um að hafa stolið borvél úr geymslu. Hann mun hafa viðurkennt að hafa farið inn í umrædda geymslu en vildi meina að hann hafi ekki stolið neinu þaðan. Þar að auki er hann grunaður um ofbeldi gagnvart opinberum starfsmanni með því að hrækja á lögreglumann sem handtók hann eftir meintan borvélastuld. Hann hlaut tvo fangelsisdóma í Héraðsdómi Reykjaness síðastliðið sumar. Með brotunum sem hann er nú grunaður um er maðurinn sagður hafa brotið gróflega almennt skilorð reynslulausnarinnar sem hann var á. Því hefur honum verið gert að afplána 120 daga eftirstöðvar refsingarinnar.
Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Sjá meira