Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 27. ágúst 2025 07:42 Kári Stefánsson fyrrverandi forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/Vilhelm Starfshópur undir formennsku Kára Stefánssonar fyrrverandi forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, hefur skilað skýrslu til ráðherra með drögum að stefnu um einstaklingssniðna heilbrigðisþjónustu (EHÞ). Skýrslan verður kynnt á svokölluðum morgunverðarfundi heilbrigðisráðherra klukkan átta og verður í beinni útsendingu á Vísi. EHÞ felur í sér að forvarnir, greining og meðferð verði sniðin sérstaklega að hverjum einstaklingi eftir því sem kostur er, meðal annars á grunni erfðafræði, lífvísa og klínískra upplýsinga. Markmiðið er að velja besta meðferðarkostinn á hverjum tíma, forðast ónauðsynlegar meðferðir og draga úr aukaverkunum. Skýrsla starfshópsins verður kynnt á fundinum og rætt verður um málefnið frá ýmsum sjónarhornum. Starfshópurinn leggur meðal annars til að ráðist verði í tilraunaverkefni með EHÞ vegna tiltekinna arfgengra sjúkdóma hér á landi. Skimað verði meðal annars fyrir arfgengri hækkun kólesteróls. „Vísindafólk og sérfræðingar á sviði heilbrigðismála víða um heim telja að EHÞ geti verið mikilvæg til að mæta á árangursríkan hátt margvíslegum áskorunum sem felast m.a. í öldrun þjóða, vaxandi sjúkdómsbyrði og þar með auknu álagi á heilbrigðiskerfi og sívaxandi kostnaði,“ segir í tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins. „Með því að nýta nýjustu þekkingu á erfðafræði, prótínmælingum og öðrum lífvísaþáttum má bæta horfur sjúklinga, gera skimun markvissari og hefja meðferð fyrr. Þetta getur aukið lífslíkur, bætt lífsgæði og sparað samfélaginu kostnað.“ Fundarstjóri verður Henry Alexander Henrysson, doktor í heimspeki. Kári Stefánsson formaður starfshópsins opnar fundinn, og Sædís Sævarsdóttir, forseti læknadeildar Háskóla Íslands, kynnir svo skýrsluna. Hans Tómas Björnsson, yfirlæknir á Landspítala og prófessor við Háskóla Íslands, flytur svo erindi um áhrif EHÞ á heilbrigðisþjónustu framtíðarinnar. Svo flytur Sigurdís Haraldsdóttir, krabbameinslæknir, yfirlæknir á Landspítala og prófessor við Háskóla Íslands, erindið „EHÞ í framkvæmd, Lynch-heilkennið.“ Jóhanna Lilja Eiríksdóttir, formaður Brakka-samtakanna, flytur eftir það erindi um persónulega reynslu af EHÞ. Síðar verða pallborðsumræður og að lokum flytur Alma D. Möller heilbrigðisráðherra samantekt og lokaorð. Eftirfarandi taka þátt í pallborðsumræðunum: Henry Alexander stjórnandi pallborðs Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands Jón Jóhannes Jónsson, yfirlæknar erfða- og sameindalæknisfræðideildar Landspítala María Heimisdóttir landlæknir Martin Ingi Sigurðsson, yfirlæknir í svæfingar- og gjörgæslulækningum á Landspítala Sigurdís Haraldsdóttir, krabbameinslæknir, yfirlæknir á Landspítala og prófessor við Háskóla Íslands Sædís Sævarsdóttir, forseti læknadeildar Háskóla Íslands Þorvarður J. Löve, formaður vísindasiðanefndar Heilbrigðismál Heilbrigðiseftirlit Íslensk erfðagreining Landspítalinn Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
EHÞ felur í sér að forvarnir, greining og meðferð verði sniðin sérstaklega að hverjum einstaklingi eftir því sem kostur er, meðal annars á grunni erfðafræði, lífvísa og klínískra upplýsinga. Markmiðið er að velja besta meðferðarkostinn á hverjum tíma, forðast ónauðsynlegar meðferðir og draga úr aukaverkunum. Skýrsla starfshópsins verður kynnt á fundinum og rætt verður um málefnið frá ýmsum sjónarhornum. Starfshópurinn leggur meðal annars til að ráðist verði í tilraunaverkefni með EHÞ vegna tiltekinna arfgengra sjúkdóma hér á landi. Skimað verði meðal annars fyrir arfgengri hækkun kólesteróls. „Vísindafólk og sérfræðingar á sviði heilbrigðismála víða um heim telja að EHÞ geti verið mikilvæg til að mæta á árangursríkan hátt margvíslegum áskorunum sem felast m.a. í öldrun þjóða, vaxandi sjúkdómsbyrði og þar með auknu álagi á heilbrigðiskerfi og sívaxandi kostnaði,“ segir í tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins. „Með því að nýta nýjustu þekkingu á erfðafræði, prótínmælingum og öðrum lífvísaþáttum má bæta horfur sjúklinga, gera skimun markvissari og hefja meðferð fyrr. Þetta getur aukið lífslíkur, bætt lífsgæði og sparað samfélaginu kostnað.“ Fundarstjóri verður Henry Alexander Henrysson, doktor í heimspeki. Kári Stefánsson formaður starfshópsins opnar fundinn, og Sædís Sævarsdóttir, forseti læknadeildar Háskóla Íslands, kynnir svo skýrsluna. Hans Tómas Björnsson, yfirlæknir á Landspítala og prófessor við Háskóla Íslands, flytur svo erindi um áhrif EHÞ á heilbrigðisþjónustu framtíðarinnar. Svo flytur Sigurdís Haraldsdóttir, krabbameinslæknir, yfirlæknir á Landspítala og prófessor við Háskóla Íslands, erindið „EHÞ í framkvæmd, Lynch-heilkennið.“ Jóhanna Lilja Eiríksdóttir, formaður Brakka-samtakanna, flytur eftir það erindi um persónulega reynslu af EHÞ. Síðar verða pallborðsumræður og að lokum flytur Alma D. Möller heilbrigðisráðherra samantekt og lokaorð. Eftirfarandi taka þátt í pallborðsumræðunum: Henry Alexander stjórnandi pallborðs Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands Jón Jóhannes Jónsson, yfirlæknar erfða- og sameindalæknisfræðideildar Landspítala María Heimisdóttir landlæknir Martin Ingi Sigurðsson, yfirlæknir í svæfingar- og gjörgæslulækningum á Landspítala Sigurdís Haraldsdóttir, krabbameinslæknir, yfirlæknir á Landspítala og prófessor við Háskóla Íslands Sædís Sævarsdóttir, forseti læknadeildar Háskóla Íslands Þorvarður J. Löve, formaður vísindasiðanefndar
Heilbrigðismál Heilbrigðiseftirlit Íslensk erfðagreining Landspítalinn Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira