Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar 26. ágúst 2025 18:00 Hugmyndin um skóla án aðgreiningar er ein sú fallegasta sem menntakerfið okkar hefur tekið að sér. Hún byggir á þeirri einföldu en djúpu hugsjón að öll börn eigi rétt á því að ganga í skóla og njóta þar jafns aðgengis að menntun, óháð færni, bakgrunni eða þörfum. Á blaði er þetta ótrúlega mannúðleg sýn og í takt við hugmyndir um jafnrétti og félagslega þátttöku. En þegar horft er til daglegs veruleika innan skólanna blasir önnur mynd við, mynd sem einkennist af brotakenndri framkvæmd, misjöfnum vinnubrögðum og skorti á samræmdri eftirfylgni. Fögur orð en lítið um verkfæri Það er ekki hægt að ætlast til þess að hugmyndir um skóla án aðgreiningar blómstri án þess að kennarar hafi skýrar leiðbeiningar, stuðning og verkfæri til að mæta ólíkum þörfum nemenda. Umsjónarkennari er í dag oft settur í ómögulega stöðu, hann ber hitann og þungann af því að tryggja að allir nemendur í bekknun fái þá einstaklingsmiðuðu kennslu sem þeir þurfa, án þess að hafa nægan tíma, mannskap eða sérhæfð úrræði sér við hlið. Þegar nemandi þarf meiri aðlögun en kennarinn ræður við, hver á þá að grípa boltann? Á umsjónarkennari að bera alla ábyrgðina? Eða ætti að vera innan skólanna, teymi sérfræðinga sem taka við þegar umstangið verður of mikið?Hugmyndafræðin um skóla án aðgreiningar krefst þess í raun að slíkt stuðningsnet sé til staðar, annars er hætt við að hún verði aðeins fögur orð á blaði. Ábyrgð og eftirfylgni Stóra spurningin sem brennur á mörgum er: hver ber ábyrgð á því að lögum og stefnum um skóla án aðgreiningar sé fylgt eftir? Er það sveitarfélagið, menntamálaráðuneytið, skólarnir sjálfir eða hver og einn kennari? Í dag virðist ábyrgðin oft dreifast svo mikið að hún hverfur. Það vantar skýra verkferla sem tryggja að öll börn fái þann stuðning sem þeir eiga rétt á, óháð því í hvaða skóla þau ganga í. Á meðan er það kennarinn sem stendur einn í framlínunni og reynir sitt besta. Dómharka setur mark sitt Það sem gerir þetta enn flóknara er dómharkan sem margir nemendur mæta. Þeir sem fá stuðning eru stundum stimplaðir sem ,,erfiðir‘‘ eða ,,óhæfir‘‘ og jafnvel meðal samnemenda myndast fordómar. Þetta hefur bein áhrif á líðan barnanna og þar með námsframvindu þeirra. Í skóla án aðgreiningar á dómharka ekki að öðlast rými, en til að vinna gegn henni þarf markvissa fræðslu, jákvæða menningu innan skólanna og samstillt átak allra sem koma að menntun barna. Hvar stöndum við í dag? Við stöndum frammi fyrir þeirri staðreynd að hugmyndafræðin um skóla án aðgreiningar er í senn stórkostlega falleg en jafnframt mjög krefjandi. Hún getur skapað skólaumhverfi þar sem fjölbreytileiki er fagnaðarefni og öll börn fá að blómstra á eigin forsendum. En til þess þarf að byggja upp raunverulega verkfærakistu fyrir kennara, tryggja sérfræðinga innan skólanna sem styðja við bakið á þeim og skapa skýra ábyrgðarkeðju þar sem öllum er ljóst hver á að grípa inn í og hvenær.Án slíks stuðnings hættir hugmyndin um skóla án aðgreiningar að vera lifandi veruleiki og verður í staðinn hálfgerð sýndarmennska, stefna sem allir segjast styðja en fæstir hafa raunhæfar aðstæður til að framfylgja. Samantekt Skóli án aðgreiningar er ekki aðeins stefna, þetta er loforð til barnanna okkar. Loforð um að þau skipti öll máli, að þú eigi öll skilið að vera hluti af samfélagi þar sem þau eru metin að verðleikum. En loforð eru lítils virði nema þau séu efnd. Ef við ætlum að standa undir þessari hugsjón verðum við að færa hana úr orðræðu yfir í framkvæmd, með samstilltu átaki, raunverulegum stuðningi og ábyrgð sem ekki er hægt að víkja sér undan. Höfundur er meistaranemi í grunnskólakennslu yngri barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hugmyndin um skóla án aðgreiningar er ein sú fallegasta sem menntakerfið okkar hefur tekið að sér. Hún byggir á þeirri einföldu en djúpu hugsjón að öll börn eigi rétt á því að ganga í skóla og njóta þar jafns aðgengis að menntun, óháð færni, bakgrunni eða þörfum. Á blaði er þetta ótrúlega mannúðleg sýn og í takt við hugmyndir um jafnrétti og félagslega þátttöku. En þegar horft er til daglegs veruleika innan skólanna blasir önnur mynd við, mynd sem einkennist af brotakenndri framkvæmd, misjöfnum vinnubrögðum og skorti á samræmdri eftirfylgni. Fögur orð en lítið um verkfæri Það er ekki hægt að ætlast til þess að hugmyndir um skóla án aðgreiningar blómstri án þess að kennarar hafi skýrar leiðbeiningar, stuðning og verkfæri til að mæta ólíkum þörfum nemenda. Umsjónarkennari er í dag oft settur í ómögulega stöðu, hann ber hitann og þungann af því að tryggja að allir nemendur í bekknun fái þá einstaklingsmiðuðu kennslu sem þeir þurfa, án þess að hafa nægan tíma, mannskap eða sérhæfð úrræði sér við hlið. Þegar nemandi þarf meiri aðlögun en kennarinn ræður við, hver á þá að grípa boltann? Á umsjónarkennari að bera alla ábyrgðina? Eða ætti að vera innan skólanna, teymi sérfræðinga sem taka við þegar umstangið verður of mikið?Hugmyndafræðin um skóla án aðgreiningar krefst þess í raun að slíkt stuðningsnet sé til staðar, annars er hætt við að hún verði aðeins fögur orð á blaði. Ábyrgð og eftirfylgni Stóra spurningin sem brennur á mörgum er: hver ber ábyrgð á því að lögum og stefnum um skóla án aðgreiningar sé fylgt eftir? Er það sveitarfélagið, menntamálaráðuneytið, skólarnir sjálfir eða hver og einn kennari? Í dag virðist ábyrgðin oft dreifast svo mikið að hún hverfur. Það vantar skýra verkferla sem tryggja að öll börn fái þann stuðning sem þeir eiga rétt á, óháð því í hvaða skóla þau ganga í. Á meðan er það kennarinn sem stendur einn í framlínunni og reynir sitt besta. Dómharka setur mark sitt Það sem gerir þetta enn flóknara er dómharkan sem margir nemendur mæta. Þeir sem fá stuðning eru stundum stimplaðir sem ,,erfiðir‘‘ eða ,,óhæfir‘‘ og jafnvel meðal samnemenda myndast fordómar. Þetta hefur bein áhrif á líðan barnanna og þar með námsframvindu þeirra. Í skóla án aðgreiningar á dómharka ekki að öðlast rými, en til að vinna gegn henni þarf markvissa fræðslu, jákvæða menningu innan skólanna og samstillt átak allra sem koma að menntun barna. Hvar stöndum við í dag? Við stöndum frammi fyrir þeirri staðreynd að hugmyndafræðin um skóla án aðgreiningar er í senn stórkostlega falleg en jafnframt mjög krefjandi. Hún getur skapað skólaumhverfi þar sem fjölbreytileiki er fagnaðarefni og öll börn fá að blómstra á eigin forsendum. En til þess þarf að byggja upp raunverulega verkfærakistu fyrir kennara, tryggja sérfræðinga innan skólanna sem styðja við bakið á þeim og skapa skýra ábyrgðarkeðju þar sem öllum er ljóst hver á að grípa inn í og hvenær.Án slíks stuðnings hættir hugmyndin um skóla án aðgreiningar að vera lifandi veruleiki og verður í staðinn hálfgerð sýndarmennska, stefna sem allir segjast styðja en fæstir hafa raunhæfar aðstæður til að framfylgja. Samantekt Skóli án aðgreiningar er ekki aðeins stefna, þetta er loforð til barnanna okkar. Loforð um að þau skipti öll máli, að þú eigi öll skilið að vera hluti af samfélagi þar sem þau eru metin að verðleikum. En loforð eru lítils virði nema þau séu efnd. Ef við ætlum að standa undir þessari hugsjón verðum við að færa hana úr orðræðu yfir í framkvæmd, með samstilltu átaki, raunverulegum stuðningi og ábyrgð sem ekki er hægt að víkja sér undan. Höfundur er meistaranemi í grunnskólakennslu yngri barna.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun